Þýski handboltinn

Fréttamynd

Ómar Ingi hélt upp á fram­lengingu á samningi með stór­leik

Ómari Ingi Magnússon hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Magdeburg til ársins 2028. Hann hélt upp á því með stórleik og ákvað Gísli Þorgeir Kristjánsson að gera slíkt hið sama. Þeir voru langt í frá einu Íslendingarnir sem létu að sér kveða í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Jöfnuðu metin gegn Dort­mund

Íslendingalið Blomberg-Lippe hefur jafnað metin gegn Dortmund í einvígi liðanna í undanúrslitum þýsku efstu deildar kvenna í handbolta. Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Guðjónsdóttir leika með Íslendingaliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Fínn leikur ís­lensku lands­liðs­kvennanna dugði ekki

Andrea Jacobsen átti virkilega góðan leik fyrir Blomberg-Lippa þegar liðið mátti þola tap gegn Dortmund í fyrra undanúrslitaeinvígi liðanna í efstu deild þýska kvennahandboltans. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá með 100 prósent skotnýtingu.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Már magnaður í naumu tapi

Andri Már Rúnarsson átti frábæran leik þegar Leipzig mátti þola eins marks tap gegn Rhein Neckar-Löwen í efstu deild þýska handboltans. Þá kom Janus Daði Smárason með beinum hætti að tveimur mörkum í tapi Pick Szeged gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrú­leg dramatík hjá Al­dísi Ástu

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik þegar Skara komst 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu við Skuru í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handbolta. Leikurinn var eins dramatískur og hugsast getur.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar marka­hæstur í endur­komu úr meiðslum

Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr mánaðarlöngum meiðslum og var markahæstur í 27-22 sigri Melsungen gegn THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Elvar skoraði sex mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í endurkomu sinni úr meiðslum í 30-33 tapi Magdeburg gegn Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon er einnig að stíga sín fyrstu skref aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og tók þátt í leik kvöldsins, en komst ekki á blað.

Handbolti