Leikjadómar

Fréttamynd

GTA V í PS5: Enn ein útgáfan og sú besta, aftur

Grand Theft Auto 5 er kominn út í enn einni útgáfunni. Leikurinn kom fyrst út fyrir tæpum áratug en lifir enn góðu lífi og það er ástæða fyrir því að leikurinn er eins vinsæll og raunin er. Hann er einfaldlega góður, þó hann sé farinn að láta á sjá.

Leikjavísir
Fréttamynd

Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima

Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð.

Leikjavísir
Fréttamynd

Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið

Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Battlefield 2042: Ókláraður og á köflum óspilandi

Battlefield 2042 hefur valdið mér miklum vonbrigðum og hefur að mestu verið nánast óspilanlegur. Leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn en hann hefur sína kosti og gæti jafnvel talist mjög efnilegur. Það vantar þó töluvert upp á enn sem komið er.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA Trilogy: Fóru framúr sjálfum sér

„Fokk it. Þetta verður bara að duga.“ Þetta ímynda ég mér að forsvarsmenn Rockstar hafi sagt um nýútgefna endurgerð klassísku leikjanna GTA III (2001), GTA Vice City (2002) og GTA San Andreas (2004). Endurgerðin ber hinn einfalda og ljóðræna titil Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tíu ára útgáfa Skyrim: Féll aftur í gildru Bethesda

Ég veit ekki hversu oft ég hef bjargað heiminum frá drekanum Alduin. Ég hef gert það sem nokkurs konar dreka-víkingur með sverð og skjöld, sem galdrakarl og sem bogamaður, svo eitthvað sé nefnt. Skyrim spilaði ég mjög mikið þegar hann kom út í nóvember 2011. Síðan þá, ekki svo mikið.

Leikjavísir
Fréttamynd

Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð

Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Klassíkin: Freespace 2

Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði.

Leikjavísir
Fréttamynd

FIFA 22: Litlu breytingarnar skila keim­líkum en skemmti­legum leik

FIFA 22 er kominn út, mörgum knattspyrnutölvuleikjaáhugamönnum til mikillar gleði. Það er sama hvað hver segir um leikjaseríuna sívinsælu og ágæti hennar. Ef þú hefur áhuga á fótbolta og tölvuleikjum, þá ertu að fara að spila nýjasta FIFA-leikinn þegar hann kemur út, í það minnsta af og til.

Leikjavísir
Fréttamynd

Far Cry 6: Byltingar er þörf

Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi.

Leikjavísir
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.