Leikjadómar

Fréttamynd

Dragon's Dogma 2: Skemmti­legur en í senn ó­þolandi

Það er ansi margt sem mér finnst mjög gott við Dragon's Dogma 2. Sömuleiðis eru margar ákvarðanir sem hafa verið teknar við framleiðslu leiksins sem mér þykir vægast sagt undarlegar. Leikurinn er þó fyrst og fremst skemmtilegur, þegar hann er ekki óþolandi.

Lífið
Fréttamynd

Rise of the Ronin: Kunnug­legur leikur frá Team Ninja

Framleiðendur Rise of the Ronin hjá Team Ninja virðast við fyrstu sýn hafa hent haug af leikjum eins og Nioh, Dark souls og jafnvel smá dass af Assassins Creed. Leikurinn gerist í Japan á seinni hluta nítjándu aldarinnar, þegar þriggja alda einangrun eyríkisins var að ljúka, með tilheyrandi óreiðu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Like a Dragon: Infinite Wealth - Fíflagangur í fyrir­rúmi

Like a Dragon: Infinite Wealth er „japanskasti“ leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Í grunninn er um að ræða hlutverkaleik, þar sem maður byggir upp teymi bandamanna og berst gegn vondum körlum en að öðru leyti á ég gífurlega erfitt með að lýsa LADIW svo einfalt sé. 

Leikjavísir
Fréttamynd

UFC 5: Fátt nýtt í annars fínum leik

Það eru engir aðrir leikir sem fanga blandaðar bardagalistir eins og UFC serían. Fimmti leikurinn er sá fyrsti í þrjú ár og hafa nokkrar vel heppnaðar breytingar verið gerðar milli leikja. Þær mættu þó vera fleiri og umfangsmeiri þar sem UFC 5 fetar frekar vel troðna slóð.

Leikjavísir
Fréttamynd

Forza Motorsport: Strangheiðarlegur kappakstursleikur

Forza Motorsport er þrusufínn kappakstursleikur þar sem hægt er að upplifa æsispennandi kappakstra, bæði í einspilun og fjölspilun. Þetta er hægt að upplifa á raunverulegum bílum, hvort sem það eru rándýrir kappakstursbílar eða hefðbundnir götubílar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Cyberpunk Phantom Liberty: Nánast nýr leikur og betri

Umfangsmiklar breytingar á leiknum Cyberpunk 2077 og aukapakki sem kallast Phantom Liberty hafa leitt til þess að leikurinn virðist nánast vera nýr. Þær breytingar sem hafa verið gerðar bæta leikinn mjög en ég hef samt rekist á þó nokkra galla.

Leikjavísir
Fréttamynd

Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs

Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur

Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka.

Leikjavísir
Fréttamynd

Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika

Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp.

Leikjavísir
Fréttamynd

Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri

Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur.

Leikjavísir
Fréttamynd

The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til

Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“

Leikjavísir
Fréttamynd

PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum

Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

Leikjavísir
Fréttamynd

PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað

Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

Leikjavísir
Fréttamynd

PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins?

Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Forspoken: Skemmtilegur leikur, að leiðindum loknum

Forspoken er nýr leikur frá Luminous Productions, sem er í eigu Square Enix. Hann fjallar um hina ungu og dularfullu Frey Holland, sem ratar á einhvern hátt inn í ævintýraheim sem heitir Athia en þar býr hún yfir miklum og undarlegum kröftum. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Call of Duty: Modern Warfare 2 - Hin fínasta upphitun fyrir Warzone 2

Það styttist í jólin og er verið að setja upp jólaljós út um allt. Eðli málsins samkvæmt fylgir nýr Call of Duty leikur aðdraganda jólanna en þetta árið er það Call of Duty: Modern Warfare 2 eða Skyldan kallar: Nútímahernaður tvö. Þótt leikurinn sé hinn fínasti er hann í rauninni bara upphitun fyrir Warzone 2 eða Warzone tvö.

Leikjavísir
Fréttamynd

God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs

Byrjum þetta einfalt. God of War Ragnarök er einhver besti leikur sem ég hef spilað. Starfsmönnum Santa Monica Studios tókst einhvern veginn að taka mjög góðan leik og gera framhald án þess að klúðra nokkru. Ég held svei mér þá að allt sé betra á milli leikja.

Leikjavísir