Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 09:07 Ballistic Moon Hryllingsleikurinn Until Dawn, frá 2015, hefur verið endurgerður. Þó hann sé níu ára gamall hefur upprunalegi leikurinn verið vinsæll meðal hryllingsleikja þar sem hann gefur spilurum möguleika á að hafa mikil áhrif á söguna. Endurgerðin gerir þó mikið fyrir útlit leiksins og hann lítur merkilega vel út. Upprunalegi leikurinn, og endurgerðin auðvitað, inniheldur leikarar eins og Hayden Panettiere og Rami Malek en sagan fjallar um hóp ungra „vina“, sem virðist flestir vera harðkjarna drullusokkar og þeim virðist flestum vera illa við alla hina. Leikurinn, sem hefur lengi verið talinn meðal betri hryllingsleikja, hefst á því að þau eru saman í nokkurskonar sumarbústað, upp á einhverju heimsins drungalegasta fjalli sem kallast Blackwood Pines, og verða þau fyrir ákveðnum skakkaföllum. Þau mæta svo aftur ári síðar og þurfa að takast á við fortíðina, og heimsku hvors annars. Until Dawn er leikur þar sem ákvarðanir spilara skipta öllu máli um það hver lifir nóttina af og hver ekki. Hver aðgerð og hver ummæli sem spilarar velja skiptir máli. Það býður upp á mikla möguleika varðandi endurspilun þar sem hver spilun getur verið töluvert frábrugðin hinum. Ballistic Moon Hryllingurinn er að mörgu leyti hefðbundinn og inniheldur leikurinn margar tilvísanir í hryllingsmyndir. Í rauninni má lýsa Until Dawn sem klisjukenndri stafrænni hryllingsmynd sem spilarar fá að upplifa og stýra að miklu leyti. Það tekur um átta tíma að spila sig í gegnum leikinn. Meðal þess sem hefur verið breytt á milli leikja er útlitið. Það er mun betra en í upprunalega leiknum en endurgerðin lítur mjög vel út. Starfsmenn fyrirtækisins Ballistic Moon endurgerðu leikinn, sem keyrir á Unreal 5 grafíkvélinni. Þá er búið að breyta sjónarhorni leiksins, oftar en ekki, sem er jákvæð breyting. Myndavélin er nú oftast yfir öxl persónunnar sem maður er að spila í stað þess að vera á föstum stað í tilteknum herbergjum eða svæðum. Sögunni hefur verið breytt lítillega að því leyti að byrjunin hefur verið útvíkkuð og einnig hefur nýjum enda verið bætt við, svo eitthvað sé nefnt. Spilarar geta einnig fundi nýja hluti í leiknum, sem varpa frekara ljósi á söguna. Það vekur þó spurningar að endurgerðin kostar mjög mikið, miðað við það að upprunalegi leikurinn er enn aðgengilegur og kostar mun minna. Fyrir fólk sem spilaði gamla leikinn get ég auðveldlega ímyndað mér að það tími ekki að kaupa uppfærsluna. Ég er þó ekki einn af þeim og það er mikill plús. Ballistic Moon Ég fyrirgef QTE, að þessu sinni Ég hef oft skrifað um það hve illa mér er við ákveðið fyrirbæri sem kallast á ensku „Quick Time Events“ eða QTE. Það er þegar spilarar þurfa að ýta á tiltekna takka á réttum tíma til að komast áfram. Ég hata þetta fyrirbæri og ef það er í boði, slekk ég hiklaust á því. Það er samt hægt að fyrirgefa það í leik eins og Until Dawn, þar sem maður þarf að nota þetta við spennuþrungin augnablik í leiknum og það hefur virkilega áhrif á spilunina. Þá er hægt að breyta stillingum leiksins svo maður hafi meiri tíma til að ýta á réttu takkana, sem er hin fínasta þróun. Samantekt-ish Það er spurning hvers virði það er að endurgera leik eins og þennan og breyta nánast eingöngu útliti hans. Spilunin ku vera sú sama og hún var í gamla daga. Það spiluðu þó ekki allir gamla leikinn og aðdáendur hryllingsleikja og kvikmynda ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Until Dawn er hin fínasta upplifun sem lítur mjög vel út. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Upprunalegi leikurinn, og endurgerðin auðvitað, inniheldur leikarar eins og Hayden Panettiere og Rami Malek en sagan fjallar um hóp ungra „vina“, sem virðist flestir vera harðkjarna drullusokkar og þeim virðist flestum vera illa við alla hina. Leikurinn, sem hefur lengi verið talinn meðal betri hryllingsleikja, hefst á því að þau eru saman í nokkurskonar sumarbústað, upp á einhverju heimsins drungalegasta fjalli sem kallast Blackwood Pines, og verða þau fyrir ákveðnum skakkaföllum. Þau mæta svo aftur ári síðar og þurfa að takast á við fortíðina, og heimsku hvors annars. Until Dawn er leikur þar sem ákvarðanir spilara skipta öllu máli um það hver lifir nóttina af og hver ekki. Hver aðgerð og hver ummæli sem spilarar velja skiptir máli. Það býður upp á mikla möguleika varðandi endurspilun þar sem hver spilun getur verið töluvert frábrugðin hinum. Ballistic Moon Hryllingurinn er að mörgu leyti hefðbundinn og inniheldur leikurinn margar tilvísanir í hryllingsmyndir. Í rauninni má lýsa Until Dawn sem klisjukenndri stafrænni hryllingsmynd sem spilarar fá að upplifa og stýra að miklu leyti. Það tekur um átta tíma að spila sig í gegnum leikinn. Meðal þess sem hefur verið breytt á milli leikja er útlitið. Það er mun betra en í upprunalega leiknum en endurgerðin lítur mjög vel út. Starfsmenn fyrirtækisins Ballistic Moon endurgerðu leikinn, sem keyrir á Unreal 5 grafíkvélinni. Þá er búið að breyta sjónarhorni leiksins, oftar en ekki, sem er jákvæð breyting. Myndavélin er nú oftast yfir öxl persónunnar sem maður er að spila í stað þess að vera á föstum stað í tilteknum herbergjum eða svæðum. Sögunni hefur verið breytt lítillega að því leyti að byrjunin hefur verið útvíkkuð og einnig hefur nýjum enda verið bætt við, svo eitthvað sé nefnt. Spilarar geta einnig fundi nýja hluti í leiknum, sem varpa frekara ljósi á söguna. Það vekur þó spurningar að endurgerðin kostar mjög mikið, miðað við það að upprunalegi leikurinn er enn aðgengilegur og kostar mun minna. Fyrir fólk sem spilaði gamla leikinn get ég auðveldlega ímyndað mér að það tími ekki að kaupa uppfærsluna. Ég er þó ekki einn af þeim og það er mikill plús. Ballistic Moon Ég fyrirgef QTE, að þessu sinni Ég hef oft skrifað um það hve illa mér er við ákveðið fyrirbæri sem kallast á ensku „Quick Time Events“ eða QTE. Það er þegar spilarar þurfa að ýta á tiltekna takka á réttum tíma til að komast áfram. Ég hata þetta fyrirbæri og ef það er í boði, slekk ég hiklaust á því. Það er samt hægt að fyrirgefa það í leik eins og Until Dawn, þar sem maður þarf að nota þetta við spennuþrungin augnablik í leiknum og það hefur virkilega áhrif á spilunina. Þá er hægt að breyta stillingum leiksins svo maður hafi meiri tíma til að ýta á réttu takkana, sem er hin fínasta þróun. Samantekt-ish Það er spurning hvers virði það er að endurgera leik eins og þennan og breyta nánast eingöngu útliti hans. Spilunin ku vera sú sama og hún var í gamla daga. Það spiluðu þó ekki allir gamla leikinn og aðdáendur hryllingsleikja og kvikmynda ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Until Dawn er hin fínasta upplifun sem lítur mjög vel út.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira