Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2025 08:45 Bethesda Ég hef ekki tölu á því hve mörgum klukkustundum ég hef varið í Cyrodiil í gegnum árin. Ég varð því hinn ánægðasti þegar ég sá að ég gæti spilað uppfærðan Oblivion á nýjan leik og mikið rosalega hefur það verið gaman. Oblivion er, eins og flestir ættu að vita, fjórði leikurinn í Elder Scrolls seríunni og kom hann upprunalega út í lok árs 2005. Leikurinn naut strax mikilla vinsælda og lifði góðu lífi um árabil vegna dyggilegs stuðnings áhugamanna sem hafa bætt við leikinn og leikið sér að honum gegnum árin. Nú tuttugu árum síðar hefur leikurinn verið uppfærður töluvert og gefinn út aftur. Engin markaðssetning, bara lekar Forsvarsmenn Bethesda Studios sögðu ekki frá því að verið væri að uppfæra leikinn en vinnan hófst árið 2021. Orðrómur hafði þó lengi verið á kreiki í gegnum árin og náði hann hámarki fyrr á árinu. Svo var því lýst yfir af mönnum sem sögðust þekkja til vinnunnar sem sögðu að leikurinn yrði mögulega gefinn út þann 21. apríl. Í kjölfarið fundust myndir á vef fyrirtækisins sem sá um uppfærsluna og varð ljóst að orðrómurinn var sannur. Þegar 21. apríl bar að garði kom fyrsta yfirlýsing Bethesda og hún snerist eingöngu um að kynning yrði haldin næsta dag. Kynningin stóð yfir í nokkrar mínútur og í lokinn birtist maður sem leit á úrið og sagði að leikurinn væri kominn út. Við gátum aftur bjargað Tamriel frá Mehrunes Dagon og fylgisveinum hans. Það tækifæri stökk ég á og hef ekki séð eftir því. Bethesda Merkilega góð uppfærsla Oblivion er í eðli sínu eins og flestir hlutverkaleikir sem gerast í opnum heimi. Maður er á stóru svæði þar sem finna má allskonar rústir, bæi, virkir, hella og ýmislegt annað til að skoða og berjast við. Ég var búinn að gleyma hvað það er mikið um að vera í Oblivion. Það er hægt að spila þennan leik í marga daga án þess að komast nokkuð áfram í sögunni sjálfri. Það er eiginlega merkilegt hvað þessi uppfærsla er góð og hvernig tekist hefur að halda í sjarma og sömuleiðis galla gamla leiksins. Íbúar Cyrodiil eru flestir einstaklega ljótir, eins og þeir voru í gamla daga, þó útlit leiksins hafi verið uppfært. Útlit Oblivion er að lang mestu leyti mjög gott. Ég hef rekið mig á skringilega mikið lagg þegar mikið er um að vera á skjánum, sem getur verið pirrandi. Að öðru leyti lítur hann mjög vel út og þessi nýja grafíkvél er að gera fína hluti. Bethesda Það er þó ekki eingöngu búið að eiga við grafík leiksins. Einnig er búið að gera breytingar á viðmóti og spilun. Þessar breytingar eru þó mjög hóflegar. Viðmótið er nánast það sama og í gömlu leikjunum, fyrir utan nokkrar fínar breytingar. Það sama á við spilunina en þar er búið að gera spilurum kleift að hlaupa hratt í smá stund og hafa sömuleiðis verið gerðar breytingar á því hvernig hetjan manns verður betri, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið með þessu breytingum hefur verið að gera leikinn auðveldari í spilun fyrir nýjar kynslóðir. Nú skal ég ekki segja um hvernig það hefur tekist að laða að nýjar kynslóðir en þessar breytingar hafa ekki enn þvælst fyrir mér. Það er erfitt að vera pirraður yfir þeim. Bethesda Endalaus ævintýri Uppfærslunni fylgja allir helstu aukapakkar upprunalega Oblivion, eins og virkið, galdrakarlaturninn, ræningjahellirinn og Shivering Isles, sá frábæri aukapakki um geðveika guðinn Sheogorath. Svo er auðvitað hægt að ganga til liðs við bardagakappana, galdakarlana, þjófana og eða launmorðingja auk þess sem hægt er að berjast í hringleikahúsinu fyrir peninga og aðdáun tiltekins manns. Þetta er hægt að gera með nýjar og nýjar persónur sem hægt er að leika sér með og þróa á mismunandi hátt. Það getur þó verið gífurlega erfitt að einbeita sér að sögunni, sem snýst í einföldu máli um það að drullusokkar eru að reyna að binda enda á heiminn, eins og gengur og gerist. Það er nefnilega endalaust hægt að leika sér í Oblivion og upplifa nýja og nýja hluti. Það ætti engum að leiðast í Cyrodiil. Bethesda Samantekt-ish Það er ekki sjálfgefið að endurgerðir eða uppfærslur á gömlum og vinsælum leikjum heppnist vel. Ég er þó óhræddur við að segja að það hefur heppnast vel í þessu tilfelli. Þetta er að mestu leyti sami gamli og góði leikurinn, í nýjum búningi. Það er búið að vera gífurlega skemmtilegt að heimsækja Cyrodiil á nýjan leik. Það er líka fínt að nota leikinn til að fylla upp í tímann þar til við fáum frekari upplýsingar um næsta Elder Scrolls leik, sem beðið er eftir af mikilli eftirvæntingu. Áhugasamir geta séð kynningu Bethesda og Virtious á uppfærslunni hér að neðan. Leikjadómar Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Oblivion er, eins og flestir ættu að vita, fjórði leikurinn í Elder Scrolls seríunni og kom hann upprunalega út í lok árs 2005. Leikurinn naut strax mikilla vinsælda og lifði góðu lífi um árabil vegna dyggilegs stuðnings áhugamanna sem hafa bætt við leikinn og leikið sér að honum gegnum árin. Nú tuttugu árum síðar hefur leikurinn verið uppfærður töluvert og gefinn út aftur. Engin markaðssetning, bara lekar Forsvarsmenn Bethesda Studios sögðu ekki frá því að verið væri að uppfæra leikinn en vinnan hófst árið 2021. Orðrómur hafði þó lengi verið á kreiki í gegnum árin og náði hann hámarki fyrr á árinu. Svo var því lýst yfir af mönnum sem sögðust þekkja til vinnunnar sem sögðu að leikurinn yrði mögulega gefinn út þann 21. apríl. Í kjölfarið fundust myndir á vef fyrirtækisins sem sá um uppfærsluna og varð ljóst að orðrómurinn var sannur. Þegar 21. apríl bar að garði kom fyrsta yfirlýsing Bethesda og hún snerist eingöngu um að kynning yrði haldin næsta dag. Kynningin stóð yfir í nokkrar mínútur og í lokinn birtist maður sem leit á úrið og sagði að leikurinn væri kominn út. Við gátum aftur bjargað Tamriel frá Mehrunes Dagon og fylgisveinum hans. Það tækifæri stökk ég á og hef ekki séð eftir því. Bethesda Merkilega góð uppfærsla Oblivion er í eðli sínu eins og flestir hlutverkaleikir sem gerast í opnum heimi. Maður er á stóru svæði þar sem finna má allskonar rústir, bæi, virkir, hella og ýmislegt annað til að skoða og berjast við. Ég var búinn að gleyma hvað það er mikið um að vera í Oblivion. Það er hægt að spila þennan leik í marga daga án þess að komast nokkuð áfram í sögunni sjálfri. Það er eiginlega merkilegt hvað þessi uppfærsla er góð og hvernig tekist hefur að halda í sjarma og sömuleiðis galla gamla leiksins. Íbúar Cyrodiil eru flestir einstaklega ljótir, eins og þeir voru í gamla daga, þó útlit leiksins hafi verið uppfært. Útlit Oblivion er að lang mestu leyti mjög gott. Ég hef rekið mig á skringilega mikið lagg þegar mikið er um að vera á skjánum, sem getur verið pirrandi. Að öðru leyti lítur hann mjög vel út og þessi nýja grafíkvél er að gera fína hluti. Bethesda Það er þó ekki eingöngu búið að eiga við grafík leiksins. Einnig er búið að gera breytingar á viðmóti og spilun. Þessar breytingar eru þó mjög hóflegar. Viðmótið er nánast það sama og í gömlu leikjunum, fyrir utan nokkrar fínar breytingar. Það sama á við spilunina en þar er búið að gera spilurum kleift að hlaupa hratt í smá stund og hafa sömuleiðis verið gerðar breytingar á því hvernig hetjan manns verður betri, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið með þessu breytingum hefur verið að gera leikinn auðveldari í spilun fyrir nýjar kynslóðir. Nú skal ég ekki segja um hvernig það hefur tekist að laða að nýjar kynslóðir en þessar breytingar hafa ekki enn þvælst fyrir mér. Það er erfitt að vera pirraður yfir þeim. Bethesda Endalaus ævintýri Uppfærslunni fylgja allir helstu aukapakkar upprunalega Oblivion, eins og virkið, galdrakarlaturninn, ræningjahellirinn og Shivering Isles, sá frábæri aukapakki um geðveika guðinn Sheogorath. Svo er auðvitað hægt að ganga til liðs við bardagakappana, galdakarlana, þjófana og eða launmorðingja auk þess sem hægt er að berjast í hringleikahúsinu fyrir peninga og aðdáun tiltekins manns. Þetta er hægt að gera með nýjar og nýjar persónur sem hægt er að leika sér með og þróa á mismunandi hátt. Það getur þó verið gífurlega erfitt að einbeita sér að sögunni, sem snýst í einföldu máli um það að drullusokkar eru að reyna að binda enda á heiminn, eins og gengur og gerist. Það er nefnilega endalaust hægt að leika sér í Oblivion og upplifa nýja og nýja hluti. Það ætti engum að leiðast í Cyrodiil. Bethesda Samantekt-ish Það er ekki sjálfgefið að endurgerðir eða uppfærslur á gömlum og vinsælum leikjum heppnist vel. Ég er þó óhræddur við að segja að það hefur heppnast vel í þessu tilfelli. Þetta er að mestu leyti sami gamli og góði leikurinn, í nýjum búningi. Það er búið að vera gífurlega skemmtilegt að heimsækja Cyrodiil á nýjan leik. Það er líka fínt að nota leikinn til að fylla upp í tímann þar til við fáum frekari upplýsingar um næsta Elder Scrolls leik, sem beðið er eftir af mikilli eftirvæntingu. Áhugasamir geta séð kynningu Bethesda og Virtious á uppfærslunni hér að neðan.
Leikjadómar Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira