

Leitinni að hinum 42 ára gamla Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í dag. Ekkert hefur spurst til Friðfinns síðan á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá sást hann í Kuggavogi í Reykjavík.
Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.
Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna ofurölvi einstaklinga, meðal annars að bensínstöð í póstnúmerinu 110 þar sem maður hafði öskrað og slegið í afgreiðsluborð úr gleri með þeim afleiðingum að það brotnaði upp úr borðinu.
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur.
Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega.
Réttarholtsskóli bar sigur úr bítum í hæfileikakeppninni Skrekk sem fór fram í gærkvöldi. Siguratriðið fjallaði um fordóma fullorðinna fyrir unglingamenningu. Krakkarnir segja unglingamenningu eiga jafn mikinn rétt á sér og aðra menningu.
Víðtækt kaldavatnsleysi er nú í vesturhluta Reykjavíkur og Seltjarnarnesi vegna bilunar. Bilunin er fundin og er unnið að viðgerð.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.
Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér.
Leit að Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í Reykjavík í dag. Lögregla biður fólk í Vogahverfinu enn um að skoða nærumhverfi sitt en fáar vísbendingar hafa borist.
Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa slegið starfsmann velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í andlitið þegar sá var við vinnu.
Réttarholtsskóli bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi.
Til átaka kom í nótt þegar húsráðandi í póstnúmerinu 105 kom að manni sem hafði brotist inn. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu dró innbrotsþjófurinn upp eggvopn og otaði að húsráðanda, sem tókst þó að ná taki á þjófnum.
Hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk tvisvar í viku hjá íþróttafélaginu Fylki, sá elsti 92 ára. Námskeiðið er liður í að efla lýðheilsu þjóðarinnar.
Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum.
Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.
Ökumaður strætisvagnsins virti ekki biðskyldu í banaslysi sem varð á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í nóvember í fyrra. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefnda samönguslysa sem birt hefur skýrslu sína um málið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára.
Eldur kviknaði í strætisvagni við Grensásveg um klukkan 17.30 í gær og samkvæmt yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Eldur kom upp í strætisvagni á Grensásvegi um klukkan 17:30 í dag.
„Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn.
Þónokkur erill hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll í nótt. Harður árekstur varð í Vogahverfi um fimmleitið í nótt.
Love Island-stjörnurnar Dami Hope og Indiyah Polack eru stödd hér á landi. Í gær skellti parið sér í Bláa lónið, borðaði á Héðinn Kitchen & Bar og fóru þau svo á skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu.
Maður var í nótt handtekinn eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði gagnvart lögreglumönnum við störf. Maðurinn var með kylfa í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku.
Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin.
Hópur fólks kemur saman á hverri viku og dansar saman í Álfabakkanum í Reykjavík hjá „Komið og dansið“. Karlarnir dansa oft við þrjár til fjórar konur í einu. Þá hefur saman konan stjórnað danstónlistinni á staðnum í 23 ár.
Í dag, laugardaginn 12. nóvember, er árlegur norrænn skjaladagur þar sem opinber skjalasöfn á Norðurlöndum kynna starfsemi sína, þjónustu og safnkost. Þema dagsins hjá héraðsskjalasöfnum er hreinlæti en söfnin varðveita mikið af skjölum sem tengjast því þema í víðri merkingu. Söfnin taka þátt í deginum með einum eða öðrum þætti. Borgarskjalasafn Reykjavíkur tekur þátt í deginum með því að birta áhugaverð innlegg á Facebook síðu sinni sem tengjast þemanu.
Í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði fallið niður tröppur við heimili sitt í Laugardalnum. Sá var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.