Víetnam

Smábarn lifði af fimmtíu metra fall
Lífsbjörg varð þegar þriggja ára gamalt barn féll af svölum á tólftu hæð húss í Hanoi, höfuðborg Víetnam, á sunnudag. Barnið féll um fimmtíu metra en sendiferðabílstjóri sem átti leið hjá náði að grípa í það áður en það skall í götuna.

Leiðtogar smyglhringsins dæmdir í fangelsi
Fjórir menn hafa verið dæmdir samtals 78 ára í fangelsi vegna dauða 39 farandmanna og kvenna frá Víetnam sem fundust í gámi í Essex árið 2019. Fólkið hefði kafnað í gámnum á meðan verið var að flytja hann frá Belgíu til Bretlands.

Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi
Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.

Fellibylur skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Víetnam
Fellibylurinn Molave, sem er einn sá öflugasti sem gengið hefur yfir Víetnam í tvo áratugi hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í landinu.

Tugþúsundir barna í hættu í Víetnam vegna flóða
Rúmlega ein og hálf milljón barna er í hættu eftir mikil flóð og aurskriður í mið-Víetnam. Starfsfólk Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna veitir neyðaraðstoð

Hitabeltisstormur ógnar Víetnam og Kambódíu
Næstum fjörutíu hafa látið lífið í Víetnam og í Kambódíu og fjölda er saknað eftir miklar rigningar og skyndiflóð í löndunum.

Stöðvaði sölu á „endurunnum“ smokkum
Lögreglan í Víetnam lagði hald á hundruð þúsunda notaðra smokka sem voru hreinsaðir og seldir sem nýir. Ekki liggur fyrir hversu margir notaðar smokkar höfðu þegar verið seldir.

Fjórir dæmdir eftir að 39 fundust látin í vörubíl
Dómstóll í Víetnam hefur dæmt fjóra einstaklinga til fangelsisvistar fyrir að hafa skipulagt ferð sem lauk með að 39 fundust látin í vörubíl á iðnaðarsvæði fyrir utan London á síðasta ári.


Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa
Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt.

Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita
Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar.

Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam komnir heim
Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vori þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist.

Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið
Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins.

Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim
Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir.

Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“
Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist.

Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam
Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Tveir fimmtán ára drengir á meðal hinna látnu í gámnum
Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn.

Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar
Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar.

Þrjú látin laus úr haldi
Þrjú sem handtekin voru í tengslum við dauða þeirra 39 sem fundust í gámi vörubíls í Essex hafa verið látin laus úr haldi gegn tryggingu.

Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp
Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp.