Mjanmar

Fréttamynd

Aung san Suu Kyi enn og aftur dæmd í Mjanmar

Herdómstóll í Mjanmar dæmdi í morgun Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins til sjö ára fangelsisvistar, en hún hefur nú verið samtals dæmd í 33 ára langt fangelsi fyrir ýmis meint brot.

Erlent
Fréttamynd

Sprengdu upp inn­gang stærsta fangelsis Mjanmar

Tvær sprengjur voru sprengdar við inngang Insein-fangelsisins í Yangon í Mjanmar í dag. Þrír starfsmenn fangelsisins létu lífið í sprengingunni og fimm gestir sem voru að heimsækja vini eða ættingja sem sitja inni í fangelsinu. 

Erlent
Fréttamynd

Fegurðar­drottning föst á flug­velli

Mjanmarska fegurðardrottningin Han Lay hefur nú verið föst á flugvellinum í Bangkok í þrjá daga. Hún fær ekki að komast út af flugvellinum nema hún fljúgi til Mjanmar. Hún óttast að hún verði handtekin þar fyrir að hafa mótmælt herstjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Herinn í Mjanmar skaut sex skóla­börn til bana

Sex börn eru látin og sautján slösuð eftir að þyrla mjanmarska hersins skaut á skóla á Sagaing-svæðinu á föstudaginn. Herinn heldur því fram að uppreisnarmenn hafi notað skólann til að ráðast á hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland

Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina.

Erlent
Fréttamynd

Suu Kyi fær enn einn fangelsis­dóminn

Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020.

Erlent
Fréttamynd

Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú.

Erlent
Fréttamynd

Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu

Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá.

Erlent
Fréttamynd

Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi

Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar

Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma

Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi.

Erlent
Fréttamynd

Stytta refsingu Suu Kyi um helming

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur stytt fangelsisdóm yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, úr fjögurra ára fangelsi í tveggja ára.

Erlent
Fréttamynd

Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi

Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér.

Erlent
Fréttamynd

Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvik

Herforingjastjórn Búrma hefur bætt við nýjum ákærum á hendur Aung San Suu Kyi sem herinn steypti af stóli í febrúar. Hún er ákærð fyrir kosningasvik og stendur nú fram fyrir ellefu ákærum sem allt að hundrað ára fangelsi liggur við.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma

Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.