Eistland

Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank
Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku.

Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank
Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag.

Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum
Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi.

Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske
Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í.

Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank
Uppljóstrari bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag og segir að á annað hundrað milljarða evra af mögulega illa fengnu fé hafi farið í gegnum Deutsche bank.

Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið
Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna.

Skipaður bankastjóri Danske Bank til bráðabirgða
Jesper Nielsen tekur stöðunni við af Thomas Borgen sem tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði.

Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi
Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.

Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara
Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann.

Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank
Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann.

Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti
Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015.

Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum
Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars.

Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa.

Snúa sér að Kína og Rússlandi
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.

Draumurinn um Ólympíugull dó snögglega hjá 15 ára eistneskri stelpu
Það er alltaf leiðinlegt fyrir íþróttafólk að meiða sig en hvað þá þegar þú ert ein sú besta í heimi í þinni grein og aðeins nokkrir mánuðir í næstu Ólympíuleika.

300 milljarðar þvættir í Danske Bank
Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi.

Grímur hittir Pussy Riot í Tallinn
Rússnesku pönksveitinni hafa verið boðnir gull og grænir skógar fyrir tónleikahald en hafa hafnað því.