Viðskipti erlent

Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bank

Kjartan Kjartansson skrifar
Howard Wilkinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Danske, bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag.
Howard Wilkinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Danske, bar vitni fyrir danskri þingnefnd í dag. Vísir/EPA

Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu. Bankinn hefur verið sakaður um að hafa tekið þátt í á þvætta illa fengið fé í gegnum útibú í Eistlandi.

Financial Times greinir frá því að Howard Wilkinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Danske bank, hafi sagt danskri þingnefnd í dag að af um það bil 200 milljörðum evra af mögulega illa fengnu fé sem hafi farið í gegnum útibúið í Eistlandi hafi um 150 milljarðar hafi farið í gegnum „bandarískt dótturfélag evrópsks banka“.

Áður hefur verið staðfest að bankinn sem um ræðir er Deutsche bank. Wilkinson varaði stjórnendur Danske bank í Kaupmannahöfn við því að peningaþvætti færi mögulega fram í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2013 og 2014.

Wilkinson gagnrýndi jafnframt bandarískan banka sem hann nefndi ekki á nafn fyrir að hafa ekki slitið samstarfi við Danske bank fyrr en eftir dúk og disk. Vitað er að bankinn sem um ræðir er JP Morgan Chase en hann hætti viðskiptum við Danske árið 2013.

Thomas Borgen sagði af sér sem forstjóri Danske í september eftir að innri rannsókn bankans leiddi í ljós að verulegur hluti þeirra fjármuna sem fóru um útibúið í Eistlandi tengdust peningaþvætti.

Peningaþvættismál Danske er stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Útibú bankans í Eistlandi er talið hafa verið notað til að fela uppruna fjár sem streymdi frá stjórnvöldum og glæpagengjum í Rússlandi, Aserbaídjan og Moldavíu.

Eistneska útibúið bauð upp á bankaþjónustu fyrir útlendinga til ársins 2015. Margir viðskiptavinir þess voru frá löndum þar sem varnir gegn peningaþvætti eru veikar. Allt að 400% ávöxtun var af bankaþjónustunni við útlendinga árið 2013. Á sama tíma var ávöxtun af heildastarfsemi bankans um 7%.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.