Panama

Fréttamynd

Veikindi eyði­lögðu líka stóru stund Manúelu

Ósætti ríkir milli fegurðardrottningarinnar Helenu Hafþórsdóttur O'Connor og forsvarsmanna Ungfrúar Íslands. Þar stendur orð gegn orði um það hver tók ákvörðun um að skrá Helenu úr keppni í Ungfrú alheimi í nóvember vegna veikinda hennar. En það sem meira er þá lenti Helena í keimlíkum hremmingum og Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrúar Íslands, lenti í fyrir 22 árum síðan. 

Lífið
Fréttamynd

Rubio fundaði með Mulino og í­trekaði hótanir Trump

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með José Raúl Mulino, forseta Panama, í gær. Á fundinum ítrekaði Rubio hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkjamenn hefðu, að óbreyttu, í hyggju að taka yfir Panamaskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju er Trump reiður út í Panama?

Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum.

Erlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að beita her­valdi til að ná Græn­landi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Girnist Panama-skurðinn, Græn­land og Kanada

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Mossack og Fonseca heitinn sýknaðir

Allir 28 sakborningar í peningaþvættismáli sem tengist Panamaskjölunum hafa verið sýknaðir. Þeirra á meðal eru þeir Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannstofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Fonseca lést í maí síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Réttar­höld í Pana­ma­skjala­máli hafin

Eigendur lögmannsstofunnar Mossack Fonseca eru á meðal 27 sakborninga sem svara til saka fyrir peningaþvætti sem tengist Panamaskjölunum alræmdu í réttarhöldum sem hófust í Panama í dag. Panamaskjölin felldu meðal annars ríkisstjórn Íslands eftir að þeim var lekið frá lögmannsstofunni.

Erlent
Fréttamynd

Reggístrákarnir mæta Banda­ríkjunum í undan­úr­slitum

Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó. 

Fótbolti
Fréttamynd

Boða rann­sóknir vegna Pan­dóru­skjalanna

Yfir­völd í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa til­kynnt að þau muni koma til með hefja rann­sókn vegna upp­lýsinga í Pan­dóru­skjölunum svo­kölluðu sem birt voru í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tíu látin eftir aur­skriður vegna Eta

Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið.

Erlent
Fréttamynd

Hóteleigandi lagði Trump

Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum.

Erlent