Framtíð íslenskrar líftækni Undanfarin ár hefur líftækni orðið ein af burðarstoðum íslensks efnahagslífs. Útflutningur lyfja og líftæknitengdra vara hefur vaxið hratt og er í dag einn stærsti einstaki útflutningsflokkur landsins. Skoðun 26.1.2026 13:01
Kaldbakur og KEA koma á fót nýjum framtakssjóði Norðlensku fjárfestingafélögin Kaldbakur og KEA hafa gert með sér samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs sem á að fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum. Innherjamolar 26.1.2026 12:09
Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum „Já, og við erum á hraðleið inn í sjálfkeyrandi bílabransann líka,“ segir doktor Finnur Pind, framkvæmdastjóri Treble Technologies. Atvinnulíf 26.1.2026 07:03
Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun 25.1.2026 08:00
Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. Viðskipti innlent 6. janúar 2026 17:03
Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa. Viðskipti innlent 5. janúar 2026 14:50
Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Velgengnissögur þar sem gervigreindin er nýtt sem tækifæri eru að verða æ meira áberandi. Fyrirtækið Raxiom er gott dæmi um slíkt fyrirtæki. Raxiom þróar og selur Jónsbók; hugbúnaðarkerfi fyrir lögmenn. Atvinnulíf 26. desember 2025 07:02
Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði „Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við: Atvinnulíf 15. desember 2025 07:01
Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Skoðun 9. desember 2025 11:15
Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Skoðun 7. desember 2025 14:02
Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 10:39
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Taugalæknirinn Kári Stefánsson og athafnamaðurinn Hannes Þór Smárason hafa snúið bökum saman og stofnað fyrirtæki. Fyrirtækið nefnist ESH ehf. og er til húsa við Suðurlandsbraut. Viðskipti erlent 11. nóvember 2025 18:25
Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Skoðun 7. nóvember 2025 17:02
Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu klukkan 14 í dag. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 13:33
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4. nóvember 2025 11:27
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 10:31
Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa. Viðskipti innlent 30. október 2025 23:24
Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Ísland í stóru myndinni er yfirskrift Nýsköpunarþings sem fram fer í Grósku milli klukkan 14 og 15:30 í dag. Viðskipti innlent 30. október 2025 13:33
Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Sú mynd sem þingmaður Viðreisnar dregur upp af stöðu nýsköpunar á Íslandi er skökk, að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þingmaður heldur því fram að tækni- og nýsköpunarfyrirtæki séu enn minna sýnileg á íslenskum markaði en í Evrópu. Viðskipti innlent 29. október 2025 16:00
Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. Viðskipti innlent 29. október 2025 09:45
Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín. Skoðun 27. október 2025 06:02
Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. Áskorun 19. október 2025 08:00
Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Gervigreind sem verndar auðkenni fólks fyrir óprúttnum aðilum er prufukeyrð þessa dagana hér á landi. Íslenskt hugvit kemur í veg fyrir að andlit fólks sé nýtt í gervigreindarmyndböndum. Viðskipti innlent 17. október 2025 06:01
Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Viðskipti erlent 13. október 2025 10:13
Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. Atvinnulíf 13. október 2025 07:02