

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki að íslensk stjórnvöld taki upp þráðinn á nýju við Breta vegna framkomu breskra yfirvalda í garð Íslands í bankahruninu haustið 2008.
Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára.
Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu.
Halda átti árshátíð Stjórnarráðsins 6. október næstkomandi. Forsætisráðherra stöðvaði þau áform eftir samtal við menntamálaráðherra. Nokkurrar óánægju gætir í starfsliðinu með afskiptasemi og meinta viðkvæmni ráðherranna.
Aðeins fengust tæp 8,6 prósent upp í 77 milljarða króna almennar kröfur í þrotabú Samson eignarhaldsfélags ehf. sem á árunum fyrir hrun hélt utan um hlut Björgólfsfeðga í Landsbankanum.
Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla.
Geir H. Haarde segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008.
Neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings hinn 6. október 2008 hefur aldrei verið til rannsóknar hjá saksóknara. Meint umboðssvik ná til embættismanna en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir engan hafa fengið stöðu sakbornings við rannsókn á láninu.
Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn.
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum.