Áramótaskaupið

Fréttamynd

Inga Sæ­land á­nægð með skaupið: „Ég er búin að marg­hlæja að þessu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu.

Lífið
Fréttamynd

Sjö fengin til að skapa Ára­móta­skaupið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

85 prósent landsmanna töldu Skaupið gott

Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið mjög gott eða gott. Töldu 64 prósent svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21 prósent sögðu það frekar gott, níu prósent bæði og, þrjú prósent frekar slakt og þrjú prósent mjög slakt.

Innlent
Fréttamynd

Kári varð „svo­lítið feiminn“ þegar hann sá sig í Skaupinu

„Pálmi er vinur minn og mér þykir alltaf vænt um að sjá hann. Ég varð svolítið feiminn þegar hann var að herma eftir mér,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann var tekinn fyrir í áramótaskaupinu sem sýnt var í gær á gamlárskvöld venju samkvæmt.

Lífið
Fréttamynd

Net­verjar kveða upp dóm sinn um Skaupið

Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið.

Lífið
Fréttamynd

Þetta eru höfundar Skaupsins

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Lífið
Fréttamynd

Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld

Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum

Pólitískt grín er gagnlegt andlega fyrir samfélagið, segir nemandi í stjórnmálafræði. Grínþættir landans þróuðust úr saklausri skemmtun í beitta ádeilu upp úr aldamótum. Samfélagsmiðlar tóku við af Spaugstofunni sem spéspegill.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.