

Reglulega heyrum við af hinum ýmsu atriðum sem eru til þess fallin að ógna lýðræðinu.
Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi.
Þann 20. október næstkomandi verða átta ár liðin frá því að fram fór ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um plagg sem í daglegu tali hefur verið nefnt „nýja stjórnarskráin“.
Á tímum heimsfaraldurs, samkomubanns og efnahagsniðursveiflu mætti færa fyrir því rök að tregða hins opinbera til að afhenda afrit af upplýsingum og svara fyrirspurnum væri frekar óspennandi umfjöllunarefni.
Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn.
Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti.
Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur.
Það er hluti af forréttindum mínum sem stak í sniðmengi hvítra, gagnkynhneigðra karlmanna að litlar líkur eru á að slíkar óumbeðnar myndir berist mér.
Það kallast víst déjà vu, þegar séð, þegar manni finnst eins og hann hafi séð eitthvað eða upplifað áður en samtímis eins og upplifunin sé ný.
Með öðrum orðum, þú mátt halda dýr í friði þó þú sért ófær um það, svo lengi sem þú tryggir að það sért þú sem gerir það en ekki fyrirtæki þitt.
Það er ekki öfundsvert að vera nefndarmaður í mannanafnanefnd og þurfa að framfylgja þessum ömurlegu lögum. Það er eiginlega alveg sama hvern þú spyrð, flestir eru óánægðir með störf þín.
Líkt og flestir fylgdist ég með fréttum af hryðjuverkum nýliðinna daga. Kabúl, Bagdad og Manchester. Börn á tónleikum, fólk að bíða í röð eftir ís eða á leið til vinnu. Um mig fór hrollur.
Ef einhvern nema í mannfræði eða félagsfræði vantar hugmynd að lokaverkefni fyrir næsta ár þá bendi ég þeim aðila á að planta sér í salinn á afmælistónleikum hjá gamalli, íslenskri sveitaballasveit.
Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því.
Það hefur löngum fylgt manninum að vera upptekinn af því hvað aðrir hugsa um hann. Við pössum upp á hvernig við klæðum okkur, högum okkur og hvernig við lítum út á samfélagsmiðlum. Gerum allt sem við getum til að velta ekki eplakörfunni.
Fyrir utan eina litla hefð þá eru jólin frábær. Við vitum öll um hvaða hefð er að ræða. Hefð sem hyglar sumum en leggur aðra nánast í einelti. Brýtur þá niður. Skilur einstaklinga eftir með sárt ennið ár eftir ár.
Það vill oft verða svo, þegar maður er ungur og vitlaus, að maður telur sig vita og kunna allt best. Að þeir sem arfleiða okkur að jörðinni hafi nú ekki kunnað til verka. Ég er engin undantekning þar á.
Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur.
Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt.
Að undanförnu hef ég spáð í að stofna framboð fyrir næstu þingkosningar. Pólítískt bakland "Hreins Íslands“ yrði á svipuðum slóðum og bakland Le Pen, Svíþjóðardemókrata og líklegs forsetaframbjóðanda sem nú þegar strýkur boga sínum yfir strengi fordóma