Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin

Birgitta efins um kosningar
Af hverju erum við að fara í kosningar eftir 45 daga? spyr þingflokksformaður Pírata.

Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11.

Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun.

Flókin staða hjá minni flokkum
Stuttur fyrirvari fyrir kosningar þýðir að óvíst er hvort smærri framboð muni ná að bjóða fram eður ei. Fyrirhugaður kjördagur er 28. október næstkomandi.

Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn
Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn.

Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins
Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar.

Fulltrúi VG lýsir einnig vantrausti á formennsku Brynjars
Ekki er hægt að leiða mál sem tengjast uppreist æru til lykta innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis undir formennsku Brynjars Níelssonar, að sögn Svandísar Svavarsdóttur.

Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði
Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar.

Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru
Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru,

Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar
Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu.

Útlit fyrir kosningar 28. október
Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa.

Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd.

Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru
Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum.

Hefur áhyggjur af því hversu létt það var fyrir samstarfsflokkana að hlaupast undan ábyrgð
"Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi.“

Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið
Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið.

Kysi að setjast í stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði flokk sinn ekki myndu fara í stjórn með flokkum sem hefðu „mannfjandsamleg viðhorf“ að leiðarljósi.

Björt framtíð verður með í starfsstjórn
Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.

Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu.

Framsókn gengur tvíefld til kosninga
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn.

Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun.