Rafrettur

Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu
Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað.

Hvetja til banns gegn rafrettum
Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum.

Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva
Bannið kæmi til með að ná til allra bragðtegunda nema tóbaks- og mentholbragðs.

Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin
Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga.

Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum.

Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum.

Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna
Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum.

Kona brenndist þegar rafretta sprakk og kveikti í dýnunni
Tilkynnt var um eld sem kviknaði í rúmi út frá rafrettu í Engihjalla á föstudagsmorgun. Ung kona hlaut brunasár á upphandlegg en hún var sofandi í rúminu.

Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa.

Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna.

Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn
Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum.

San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur
Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna.

Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna
Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum.

Unglingar vilja rafrettur og heimabrugg
Vímuefnaneysla unglinga í Hafnarfirði hefur sjaldan verið mæld jafn lítil.

Rafrettulög hafa tekið gildi
Lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi síðastliðinn föstudag, 1. mars.

Yngri konur taka nánast jafn mikið í vörina og karlar
Karlar talsvert meira fyrir brennivínið en konur.

Lést eftir að rafretta sprakk framan í hann
Karlmaður á þrítugsaldri frá Texasríki í Bandaríkjunum lést í lok janúar eftir að rafretta sem hann var að reykja sprakk framan í hann.

Veipsjoppur velta mörg hundruð milljónum
Á sama tíma og sprenging varð í sölu sérverslana með rafrettur og áfyllingar árið 2017 dróst sala ÁTVR á tóbaki verulega saman. Ný lög um vöruna væntanleg en verslunareigandi býst ekki við fjölgun og býst við jafnvægi á næsta ári.

Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum
Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur.

Skýrar vísbendingar um að rafrettur geti hjálpað reykingafólki
Reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið en þeir sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við nikótíntyggjó eða -plástra.