Molinn

Fréttamynd

Keypti íslensk málverk

Íslandsvinurinn og Harry Potter-stjarnan Emma Watson var hér á landi fyrir skömmu við tökur á mynd Darren Aronofsky, Noah, ásamt Russel Crowe, sem tryllti lýðinn á menningarnótt í Reykjavík með því að flytja tónlist í Hjartagarðinum.

Lífið
Fréttamynd

Um stund frá Valdimari

Önnur plata Valdimars Guðmundssonar og félaga í Suðurnesjasveitinni Valdimar hefur fengið nafnið Um stund og er hún væntanleg í október.

Lífið
Fréttamynd

Vignir aðstoðar Stiller

Leikarinn Vignir Valþórsson er einn þeirra tvö hundruð Íslendinga sem starfa við nýjustu mynd Bens Stiller hér á landi, The Secret Life of Walter Mitty.

Lífið
Fréttamynd

Frost býður á tökustað

Kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal , sem skartar þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum, var frumsýnd í gærkvöldi og var margt um manninn í öllum útibúum Sambíóanna.

Lífið
Fréttamynd

Walter Mitty eða Mitt Romney?

Hollywood-stjörnurnar hafa verið landsmönnum hugleiknar undanfarin misseri og fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja mismerkilegar fréttir af þeim stjörnum sem hér hafa dvalið. Í gærmorgun var stórstjarnan Ben Stiller til umræðu í morgunútvarpi Rásar 2.

Lífið
Fréttamynd

Nafngreind í The Guardian

Fréttablaðið greindi frá því í ágúst að breska söngkonan Beth Orton hefði beðið leikstjórana Árna & Kinski og stílistann Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur um að vinna tónlistarmyndband fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Á rauða dregilinn

Á rauða dregilinn Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sá um förðun bresku fyrirsætunnar Suki Waterhouse þegar hún sótti GQ Men of The Year Awards.

Lífið
Fréttamynd

Mið-Ísland snýr aftur

Mið-Ísland snýr aftur Strákarnir í uppistandshópnum Mið-Íslandi eru komnir úr sumarfríi og munu stíga á svið í Þjóðleikhúsinu fjórum sinnum á næstu vikum.

Lífið
Fréttamynd

Stiller í stjörnufans

Flestum er kunnugt um dvöl leikarans og leikstjórans Bens Stiller hér á landi við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Á laugardagskvöldið tók Stiller sér greinilega frí frá tökum og til hans sást á barnum á 101 hóteli í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Stefnir á frekari fjölmiðlun

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, stefnir á að starfa við fjölmiðlun í framtíðinni því hún hefur nú mastersnám í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Bono horfði á Sigur Rós

Bono og The Edge úr írsku hljómsveitinni U2 voru á meðal gesta á tónleikum Sigur Rósar á írsku tónlistarhátíðinni Electric Picnic síðastliðið föstudagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Þór syngur með Frostrósum

Frostrósir hafa fengið góðan liðstyrk fyrir næstu jólavertíð því söngvarinn Þór Breiðfjörð, sem fékk Grímuverðlaunin fyrir frammistöðu sína í Vesalingunum, hefur bæst í hópinn. Hann verður því einn af aðalsöngvurum þessa vinsæla sönghóps fyrir næstu jól.

Lífið
Fréttamynd

Fæðing í jarðskjálfta

Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá trúlofun Kristjáns Guy Burgess, aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, upplýsingafulltrúa í fjármálaráðuneytinu.

Lífið
Fréttamynd

Rúnar snýr aftur

Það gleður landann eflaust að heyra að hinn vinsæli þáttur Loga Bergmanns Eiðssonar, Spurningabomban, er væntanlegur aftur á Stöð 2 í vetur. Ekki nóg með að þátturinn vinsæli snúi aftur heldur hefur endurkoma leikarans Rúnars Freys Gíslasonar í þættina verið staðfest. Rúnar Freyr annaðist liðinn Dansleikurinn í þáttunum síðasta vetur þar sem hann túlkaði lagatexta með frábærum tilþrifum og þurftu þátttakendur að giska á um hvaða lag væri að ræða. Rúnar hvarf þó úr þáttunum undir lokin og tók ekki þátt í þáttaröðinni sem hófst síðasta vor og stóð yfir fram á sumar.

Lífið
Fréttamynd

Frægir fundu skjálftann

Það er ljóst að íslenskar stjörnur hafa báða fætur á jörðunni því svo virðist sem flestar þeirra hafi fundið jarðskjálftann sem reið yfir suðvesturhornið í hádeginu í gær.

Lífið
Fréttamynd

Rúnar snýr aftur

Rúnar snýr aftur Það gleður landann eflaust að heyra að hinn vinsæli þáttur Loga Bergmanns Eiðssonar, Spurningabomban, er væntanlegur aftur á Stöð 2 í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Áheyrnarprufur í Hörpu

Áheyrnarprufur í Hörpu Dansæðið grípur þjóðina á ný í vetur er Dans Dans Dans fer aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Áheyrnarprufurnar fara fram dagana 28.-30.

Lífið
Fréttamynd

Ellefu ára tónleikaafmæli

Páll Óskar Hjálmtýsson og hörpuleikarinn Monika Abendroth munu koma saman á ný í Grasagarðinum í Laugardal þann 6. september næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Æft í bústað

Hópur leikara frá Þjóðleikhúsinu var staddur í sumarbústað við Kolsstaði í Borgarfirði í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Ben Stiller á hjólabretti

Vegfarendur á Miklubraut ráku upp stór augu síðdegis á laugardag þegar leikstjórinn og leikarinn heimsfrægi Ben Stiller renndi sér ásamt fríðu föruneyti á hjólabretti eftir gangstéttinni norðan megin götunnar.

Lífið
Fréttamynd

Syngja lög eftir Megas í Virginíu

Hljómsveitin Megakukl, sem sérhæfir sig í að herma eftir Megasi, fer í viku tónleikaferðalag til Virginíu í Bandaríkjunum í október. „Við munum koma fram á kántríhátíðum þar vestra en þær eru tengdar uppskeruhátíð graskersbænda,“ segir Elfar Logi Hannesson, söngvari hljómsveitarinnar. Þegar spurt er hvernig hann telji að verkum Megasar verði tekið þar ytra segir hann: „Það er nú spurning, kannski verður frumeintakið að fara þangað á eftir og sýna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að gera þetta,“ segir Elfar Logi.

Lífið
Fréttamynd

Kristján og Rósa trúlofuð

Þeir sem fullyrða að stjórnsýsla sé alltaf þurr og leiðinleg þurfa eiginlega að endurskoða viðhorf sitt því nú hefur það verið sannað að eldheitar tilfinningar rúmast innan skrifræðisins. Það hefur spurst út að Krisján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, eru trúlofuð og hafa þrætt hlekki á fingur sína til merkis um það.

Lífið
Fréttamynd

Vinsælust hjá Írum

Little Talks, slagari Of Monsters and Men, trónir á toppi írska vinsældarlistans þessa vikuna. Í síðustu viku sat lagið í fjórða sæti en hefur unnið á. Einnig er íslenska sveitin efst í skoðanakönnun vefsíðu Grammy-tónlistarverðlaunanna. Þar eru netverjar beðnir um að velja sitt uppáhaldsmyndband og er greinilegt að Little Talks er búið að slá í gegn á heimsvísu því 84 prósent atkvæða eru myndbandi þeirra í hag. Ætli tilnefning til Grammy-verðlaunanna sé á næsta leiti?

Lífið
Fréttamynd

Vinsælt skart

Breska söngkonan Beth Orton bar hálsmen frá Kríu er hún kom fram í sjónvarpsþætti Davids Letterman nú í vikunni.

Lífið