HM 2017 í Frakklandi

Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“
Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki.

Ungverjar komnir á blað | Annar sigur Egypta
Ungverska landsliðið í handbolta vann sinn fyrsta leik á HM 2017 í Frakklandi í dag.

Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum
Slóvenía sýndi sparihliðarnar í stórsigri á Makedóníu sem gerði mikið fyrir strákana okkar.

„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“
Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það.

Guðni hitti umdeildan forseta IHF
Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum.

Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum
Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel.

Kári: Ég verð að grípa boltann
Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það.

Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp
"Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis.

Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen
Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn.

Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978
Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki.

HBstatz: Rúnar bestur í sókn en Ólafur bestur í vörn
Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.

Guðmundur, Dagur og Kristján á HM: Hundrað prósent árangur og 78 mörk í plús
Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu.

Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var mjög svekktur yfir að hafa aðeins fengið eitt stig út úr leiknum gegn Túnis í gær og einnig yfir að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Slóveníu. Þetta var háspennuhelgi hjá strákunum okkar sem geta enn komist áfram.

Drengjakórinn hans Geirs er að finna taktinn
Strákarnir okkar spiluðu tvo háspennuleiki um helgina. Miðað við færin sem gáfust í leikjunum tveimur er svekkjandi að uppskeran hafi aðeins verið eitt stig. Þetta stig gæti þó orðið dýrmætt og strákarnir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit. Ísland fær núna eins dags hvíld áður en að leiknum gegn Angóla kemur.

Frakkar með fullt hús | Brassar í fínni stöðu
Frakkar eru fullt hús stiga í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta eftir 31-28 sigur á Norðmönnum í dag.

Einar Andri gerir upp leik Íslands: Stigið losar vonandi um stressið
Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, fer yfir jafnteflið gegn Túnis.

Aron: Veit ekki hvort ég bjargaði okkur
Aron Rafn Eðvarðsson kom inn af krafti í íslenska liðið í kvöld gegn Túnis og varði sína fyrstu bolta á mótinu. Markvarsla hans í seinni hálfleik bjargaði oft miklu.

Einkunnir strákanna okkar: Aron Rafn bestur
Ísland er komið á blað á HM í Frakklandi eftir 22-22 jafntefli við Túnis í hörkuleik í Metz í dag.

Ómar Ingi: Góðir og slæmir hlutir hjá mér
Ómar Ingi Magnússon þreytti sína fyrstu alvöru frumraun á HM í dag. Það gekk upp og ofan hjá honum. Hann skoraði fín mörk og gerði sig einnig sekan um slæm mistök.

Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu
"Mér fannst við ná að spila góðan leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er Ísland með gott lið,“ sagði Túnisinn Amen Toumi eftir leikinn í dag.

Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku
„Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.

Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik
Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag.

Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni
„Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.

Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns
Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag.

Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis.

Alexander: Langar stundum að vera með
Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik.

Geir: Túnis er með öflugt lið
"Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag.

Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp
„Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM.

HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum
Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins.

Danir með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Egyptum
Danir halda áfram góðum leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi en liðið vann Egyptaland, 35-28, í handknattleik í kvöld.