Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Börn ekki nægilega oft spurð leyfis

Foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur deila iðulega myndum og upplýsingum um börn án þess að spyrja þau leyfis. Formaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna telur að lokaákvörðun eigi alltaf heima hjá barninu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra rannsaki verðmyndun

Mikilvægt er að gera úttekt á verðmyndun frá frumframleiðanda í sauðfjárrækt til neytenda að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem hyggst skora á landbúnaðarráðherra að láta gera slíka úttekt.

Innlent
Fréttamynd

Reisa blokkir fyrir fráskilda

Norskt byggingafyrirtæki hyggst reisa fjórar íbúðablokkir í Ósló sem ætlaðar eru foreldrum sem hafa skilið og börnum þeirra. Rými fyrir börnin, með svefnherbergjum, baði og gangi, verður mitt á milli íbúða foreldranna.

Erlent
Fréttamynd

Skortur á upplýsingum um matarsóun

Áhersla hefur verið lögð á matarsóun síðastliðin tvö ár í úrgangsstefnu stjórnvalda, en engin leið er að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða hátíða. Áhrif matarsóunar eru margvísleg og mikil.

Innlent
Fréttamynd

Átt í átökum við araba alla ævi

Allra augu beinast nú að Jerúsalem, borginni helgu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, skorar á heimsbyggðina að gangast við raunveruleikanum og viðurkenna borgina sem höfuðborg ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Afbókanir berast vegna verkfallshótana

"Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja.

Innlent
Fréttamynd

Örþörungarækt í jarðhitagarði

Bæjarstjórn Ölfuss segist heilshugar munu styðja Omega Algae í að koma á fót umhverfisvænni örþörungaframleiðslu í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði ef ríkið veitir félaginu fyrirgreiðslu samkvæmt lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga.

Innlent
Fréttamynd

Menntunarstig útlendinga hátt

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps segir mikilvægt að virkja allan mannauð í sveitarfélaginu og tekur þar undir með atvinnumálanefnd hreppsins.

Innlent
Fréttamynd

Kæra hækkun sykurskatts

Samtök atvinnulífsins í Noregi hafa kvartað undan fyrirhugaðri 83 prósenta hækkun á sykurskatti til ESA. Fyrirtæki í matvælaiðnaði telja hækkunina stríða gegn EES-samningnum en norska fjármálaráðuneytið er á annarri skoðun.

Erlent
Fréttamynd

Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu

Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines

Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

Annar kafli Brexit-viðræðna hefst

Fyrsta stigi Brexit-viðræðna er lokið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir það hafa verið erfitt en að annað stig verði enn erfiðara en það fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Ráða verktaka með vinnuvélar til eyðingar lúpínu

Verktaki með öflug verkfæri verður fenginn til að útrýma skógarkerfli og lúpínu næsta sumar í landi Mosfellsbæjar. Er talið að plönturnar ógni líffræðilegri fjölbreytni á viðkvæmum svæðum. Verði því ekki komist hjá því að ráða verktaka í stað þess að láta vinnuskólabörn sjá um eyðinguna.

Innlent
Fréttamynd

Tugprósenta verðmunur á jólakræsingum

Verðmunur á jólamat milli verslana nemur að meðaltali 35 prósentum. Verðkönnun ASÍ leiðir þetta í ljós. Mestur er verðmunur á grænmeti og ávöxtum en meðalverðmunur milli búða er 52 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að það skýrist fljótlega hvert ríkisstjórnin hyggist stefna í samgöngumálum. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að byggja upp allar stofnæðarnar í kring um höfuðborgarsvæðið samtímis.

Innlent
Fréttamynd

Hvað get ÉG gert?

Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun er sennilega einn af hápunktum tilveru þeirra. Í samfélagi okkar finnst mörgum það vera sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Jóla hvað?

Er latur að eðlisfari. Leiðist allt óþarfa vesen og tilstand. Skil því engan veginn fólk sem flækir lífið og tilveruna að gamni sínu.

Bakþankar
Fréttamynd

Fær 800 þúsund í eingreiðslu

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans.

Innlent
Fréttamynd

Útgjöld ríkisins aukast um tvö prósent

Fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar gerir ráð fyrir 2 prósenta útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri ríkisstjórn ráðgerði. "Þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur,“ segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hagfræðingur ASÍ fagnar auknu fjármagni til sjúkrahúsanna

"Það er jákvætt að verið er að greiða áfram niður skuldir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um nýtt fjárlagafrumvarp. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 50 milljarða. Hins vegar hefði hún viljað sjá meiri afgang.

Innlent
Fréttamynd

Nethlutleysi afnumið gegn vilja fólksins

Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna ákvað að afnema reglur um nethlutleysi. Afnámið sagt gera netþjónustufyrirtækjum kleift að okra á neytendum og vefsíðum, hægja á tengingum og hindra aðgang að efni.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægasta starf í heimi?

Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Aldalöng þögn er rofin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir markmið ríkisstjórnar að hagsæld í landinu skili sér í ríkari mæli til samfélagsins alls. Endurskoða þurfi samfélagskerfið.

Innlent