Jóla hvað? Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Er latur að eðlisfari. Leiðist allt óþarfa vesen og tilstand. Skil því engan veginn fólk sem flækir lífið og tilveruna að gamni sínu. Illu heilli er fjöldinn haldinn þessari veilu sem verður alger sturlun í aðdraganda jólanna. Til hvers að skreyta með drasli sem þarf að taka aftur niður eftir nokkrar vikur? Öldur ljósvakans eru mengaðar með síbylju viðbjóðslegra tónsmíða. Útvarp Saga veitir ekki einu sinni skjól fyrir jólalögunum. Skyldumæting á í það minnsta eitt jólahlaðborð þar sem borð svigna undan óspennandi og illa elduðum mat. Hvað er að medium rare nautasteik með bearnaise og bakaðri kartöflu? Í desember er fólki meira að segja fyrirmunað að drekka sig fullt með stæl. Maður getur ekki einu sinni reynt að græða frítt að drekka í gleðinni. Ekkert í boði nema jólabjór! Jóla hvað? Dökkur, seigfljótandi óþverri sem engum alka með sómakennd dytti til hugar að láta ofan í sig. Verst af öllu við jólageðveikina er félagslega ofbeldið sem óður múgurinn beitir okkur hin sem viljum bara fá að vera í friði. Allir verða að vera með! Annars er maður Trölli. Einelti gleðinnar gengur svo langt að maður getur ekki einu sinni fengið að vinna vinnuna sína í friði án þess að vera þvingaður í einhverja bjánalega jólavinaleiki. Kæmi ekki einu sinni á óvart þótt maður stæði uppi, í kvíðakasti, klæddur í fáránlega hallærislega jólapeysu á morgun. Til þess að vera með! Trölli sem stal jólunum var ekki skúrkurinn í sögunni. Hann var fórnarlambið. Er ekki bara hægt að halda jól að heiðnum sið? Éta, drekka (almennilegan mat og góða drykki) og vera glöð án leikbúninga, sviðsmyndar og fíflagangs? Af hverju þarf að vera svona flókið að halda gleðileg jól? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun
Er latur að eðlisfari. Leiðist allt óþarfa vesen og tilstand. Skil því engan veginn fólk sem flækir lífið og tilveruna að gamni sínu. Illu heilli er fjöldinn haldinn þessari veilu sem verður alger sturlun í aðdraganda jólanna. Til hvers að skreyta með drasli sem þarf að taka aftur niður eftir nokkrar vikur? Öldur ljósvakans eru mengaðar með síbylju viðbjóðslegra tónsmíða. Útvarp Saga veitir ekki einu sinni skjól fyrir jólalögunum. Skyldumæting á í það minnsta eitt jólahlaðborð þar sem borð svigna undan óspennandi og illa elduðum mat. Hvað er að medium rare nautasteik með bearnaise og bakaðri kartöflu? Í desember er fólki meira að segja fyrirmunað að drekka sig fullt með stæl. Maður getur ekki einu sinni reynt að græða frítt að drekka í gleðinni. Ekkert í boði nema jólabjór! Jóla hvað? Dökkur, seigfljótandi óþverri sem engum alka með sómakennd dytti til hugar að láta ofan í sig. Verst af öllu við jólageðveikina er félagslega ofbeldið sem óður múgurinn beitir okkur hin sem viljum bara fá að vera í friði. Allir verða að vera með! Annars er maður Trölli. Einelti gleðinnar gengur svo langt að maður getur ekki einu sinni fengið að vinna vinnuna sína í friði án þess að vera þvingaður í einhverja bjánalega jólavinaleiki. Kæmi ekki einu sinni á óvart þótt maður stæði uppi, í kvíðakasti, klæddur í fáránlega hallærislega jólapeysu á morgun. Til þess að vera með! Trölli sem stal jólunum var ekki skúrkurinn í sögunni. Hann var fórnarlambið. Er ekki bara hægt að halda jól að heiðnum sið? Éta, drekka (almennilegan mat og góða drykki) og vera glöð án leikbúninga, sviðsmyndar og fíflagangs? Af hverju þarf að vera svona flókið að halda gleðileg jól?
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun