Mansal í Vík

Fréttamynd

Vegabréfin tekin og laun ekki greidd

Flestir þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem hafa stöðu þolenda mansals á árinu eru verkamenn. Sumir fengu aðstoð sendiráðs til að fara af landi brott. Áformað að stofna sérstakt mansalsteymi innan lögreglu strax í byrjun árs.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb

„Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis.

Innlent
Fréttamynd

Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur

Rannsókn á meintu mansali fiskverkafólks frá Póllandi sem kom upp á Bolungarvík hófst ekki fyrr en Verkalýðsfélagið á staðnum ýtti á eftir því. Formaður félagsins skorar á önnur verkalýðsfélög að vera á varðbergi gagnvart mansali og fylgjast vel með kjörum farandverkafólks.

Innlent
Fréttamynd

Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali

Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu.

Innlent
Fréttamynd

Konurnar neyddar út í vændi

Svala Heiðberg stýrir athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og vændis í Kaupmannahöfn. Veruleiki kvennanna sem sækja athvarfið er afar dapur en flestar koma frá Nígeríu og hafa verið blekktar út í vændi. Þær eru á valdi annarra og hafa ekkert um hlutskipti sitt að segja.

Innlent
Fréttamynd

Telur vanta úrræði fyrir karlmenn

Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.