Mansal í Vík

Konurnar unnu í kjallaranum
Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear.

Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun
Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals.

Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík
Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals.

Hert eftirlit með mansali
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vill aukið eftirlit með vinnustöðum.

Aukið eftirlit vegna vinnumansals
Forstjóra Vinnumálastofnunar kemur ekki á óvart að hátt í tuttugu manns hafi haft stöðu þolenda mansals á árinu.

Vegabréfin tekin og laun ekki greidd
Flestir þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem hafa stöðu þolenda mansals á árinu eru verkamenn. Sumir fengu aðstoð sendiráðs til að fara af landi brott. Áformað að stofna sérstakt mansalsteymi innan lögreglu strax í byrjun árs.

Grunur er um tuttugu þolendur mansals hjá lögreglu á árinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári.

Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður
Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi. Rannsóknarlögreglumaður og sérfræðingur í mansali vill lögbann á vændissíður.

Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb
„Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis.


Grunaður um að hafa ætlað að smygla táningsdreng til Íslands
Karlmaður frá Serbíu var handtekinn við komuna til landsins um helgina. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla ólögráða dreng til landsins.

Fá ekki peninga til fræðslu um mansal
Lögreglumenn verja frítíma sínum í að fræða fólk um mansal. Ekkert fjármagn fylgir aðgerðaáætlun gegn mansali. Lögreglurannsókn hófst eftir fræðslufund.

Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur
Rannsókn á meintu mansali fiskverkafólks frá Póllandi sem kom upp á Bolungarvík hófst ekki fyrr en Verkalýðsfélagið á staðnum ýtti á eftir því. Formaður félagsins skorar á önnur verkalýðsfélög að vera á varðbergi gagnvart mansali og fylgjast vel með kjörum farandverkafólks.

Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali
Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu.

Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara
Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð.

Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði
Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður.

Stéttarfélögin vinna gegn mansali á Íslandi
Aukið eftirlit er sagt þarft á íslenskum vinnustöðum þar sem mansal getur þrifist.

Konurnar neyddar út í vændi
Svala Heiðberg stýrir athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og vændis í Kaupmannahöfn. Veruleiki kvennanna sem sækja athvarfið er afar dapur en flestar koma frá Nígeríu og hafa verið blekktar út í vændi. Þær eru á valdi annarra og hafa ekkert um hlutskipti sitt að segja.

Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali.

Telur vanta úrræði fyrir karlmenn
Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali.