Fréttir

Ráðherra segi af sér vegna ummæla
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Álftaness, sagði í viðtali í Íslandi í bítið fyrr í morgun að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætti að segja af sér eftir ummæli sín í fréttum í gær. Þá sagði Sturla að sér litist betur á að hafa flugvöll á Álftanesi en á Lönguskerjum.

Dæmdur í fangelsi sextán ára
Sextán ára gamall piltur var í gær dæmdur í 16 mánaða fangeldi fyrir fjölda innbrota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir 20 talsins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vill fé til að mæta umönnunarvanda
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að leggja fyrir borgarráð tillögur um sérstaka fjárheimild til að veita stjórnendum leikskóla og frístundaheimila olnbogarými til að greiða fyrir yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar sem nú háir leikskólastarfi í borginni.

Tekið harðar á heimilisofbeldi
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ákveðið að fylgja fram tillögum refsiréttarnefndar um að breyta hegningarlögum, til að unnt verið að bregðast harðar við heimilisofbeldi. Kom þetta fram í ræðu ráðherrans í dag á norrænni ráðstefnu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, sem haldin er hér á landi að frumkvæði Stígamóta.
Sautján látnir í slysi í S-Afríku
Sautján Simbabvemenn léstust þegar yfirfull smárúta steyptist fram af klettum og ofan í fljót í Suður-Afríku í dag. Bílstjóri rútunnar hafði brugðið sér út úr henni til að létta á sér þegar rútan rann af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvers vegna rútan rann af stað en hugsanlegt er að bremsur hennar hafi bilað.

Þjóðir heims aðstoði Bandaríkin
Kofi Annan hvatti í dag þjóðir heims til að veita Bandaríkjamönnum aðstoð í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd landsins með skelfilegum afleiðingum. Minnti Annan á að Bandaríkjamenn hefðu iðulega brugðist vel við hjálparbeiðnum í kjölfar hamfara annars staðar í heiminum, þar á með í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla í fyrra.
Helvíti á jörðu
Ástandið í New Orleans er skelfilegt. Ribbaldar ráða þar ríkjum, ráðaleysi þeirra sem ekki komust frá borginni er algjört og herlið hefur verið kvatt á staðinn til að koma reglu á borgina.
Þrjú alvarleg slys á Norðurlandi
Á undanförnum tveimur vikum hafa orðið þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi-eystra. Í öllum tilvikum er um sams konar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög eða hjólsög í borði. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Mikil reiði vegna bágrar aðstoðar
Árangur björgunaraðgerða vegna fellibylsins er óviðunandi, sagði Bush Bandaríkjaforseti í dag áður en hann hélt suður á bóginn til að skoða hamfarasvæðin með eigin augum. Forsetinn lofaði allri mögulegri aðstoð en fyrir marga er það einfaldlega orðið of seint.

Krónan hækkar vegna skuldabréfa
Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu.

Ánægja með laun eykst
Mun fleiri félagsmenn VR virðast vera sáttir við launin sín í ár en í fyrra, eða 51 prósent á móti 40 prósentum. Þetta kemur fram á heimasíðu VR og er hluti af launakönnun VR 2005. Einn af hverjum fjórum er ósáttur við laun sín í ár á móti einum af hverjum þremur í fyrra. Karlarnir eru ánægðari en konurnar og ánægjan eykst í réttu hlutfalli við aukna menntun.

Samúðarskeyti til BNA og Íraks
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sent George Bush Bandaríkjaforseta samúðarskeyti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar á síðustu dögum. Þá hefur hann einnig sent Ibrahim al-Jafari, forsætisráðherra Íraks, samúðarskeyti vegna harmleiksins fyrr í vikunni þegar tæplega þúsund Írakar létu lífið í Kazamiyah-hverfinu í Bagdad.

Beslan-mæður hitta Pútín
Fulltrúar mæðra sem misstu börn sín í umsátrinu um barnaskólann í Beslan í Norður-Ossetíu í suðurhluta Rússlands fyrir réttu ári eiga að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í dag. 331 lét lífið í umsátrinu, helmingurinn börn.

Ekki færri sólskinsstundir í 36 ár
Ágústmánuður var nokkuð í meðallagi á suðvesturhorni landsins en blautur og frekar kaldur norðanlands. Sólskinsstundir í ágústmánuði á Akureyri hafa ekki verið jafnfáar í 36 ár.
Ragnar Sær sækist eftir 5. sætinu
Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor, en prófkjörið fer fram í byrjun nóvember næstkomandi. Ragnar Sær hefur undanfarin sjö ár starfað sem sveitarstjóri, fyrst í Biskupstungnahreppi og síðan í Bláskógabyggð.

Slösuðust lítillega í bílveltu
Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll sem þeir voru í valt við Jónsgeisla við Reynisvatnsveg í Grafarholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar voru meiðsl mannanna minniháttar, en bifreiðin er mikið skemmd.

Ræða kynferðisofbeldi á ráðstefnu
Ráðstefna sem ber nafnið „Norðurlönd - Griðland fyrir ofbeldismenn?“ hefst á Grandhóteli í dag á vegum Stígamóta og regnhlífarsamtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem voru stofnuð í Noregi árið 1994. Samtökin einbeita sér meðal annars að baráttunni gegn kynferðisofbeldi og á yfirskrift ráðstefnunnar rætur að rekja til reynslu Stígamóta og annarra kvennaathvarfa á Norðurlöndunum, en reynsla þeirra er svipuð.

Gamla fólkið hjálparlaust
Fellibylurinn Katrín hitti sennilega þá verst sem veikastir voru fyrir: sjúklinga, aldraða og fátæka. Raunir þessa fólks hafa verið ótrúlegar síðustu daga.
Ungmenni á skilorði
Málum þriggja ungmenna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Símon Sigvaldason héraðsdómari áminnti 19 ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna á nýju skilorði og ungt par sömuleiðis.
Leyfði sjö ára syni að aka og dó
Fimmtugur maður lést í bílslysi í Bretlandi eftir að hafa leyft sjö ára syni sínum að aka á meira en hundrað kílómetra hraða á hraðbraut. Tveir aðrir synir hans voru einnig í bílnum en þeir sluppu ómeiddir eins og hinn sjö ára gamli bílstjóri. Synirnir tveir sem voru í aftursætinu segjast hafa mótmælt þegar pabbi þeirra hleypti guttanum undir stýrið en allt kom fyrir ekki.
Lést í slysi á sjó
Banaslys varð um borð í bátnum Hauki EA í gærkvöldi þegar báturinn var staddur um 30 sjómílur vestnorðvestur af Garðaskaga. Maður á fimmtugsaldri klemmdist á milli trollhlera í bátnum og er talið að hann hafi látist samstundis. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hún kom með hinn látna til Reykjavíkur klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi.

Íslendingar hlynntir ESB-aðild
Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Munurinn er þó ekki mikill því 43 prósent aðspurðra sögðust vilja aðild en 37 prósent voru henni andvíg.

Vilja að einhver sæti ábyrgð
Ár er liðið frá einhverjum skelfilegustu atburðum rússneskrar nútímasögu, þegar hundruð barna voru drepin í árás hryðjuverkamanna á skóla í Beslan. Fulltrúar mæðra sem þar misstu börn sín hittu Pútín Rússlandsforseta í dag.
Fór út af við Þingvallavatn
Ölvaður ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók fólksbíl sínum út af veginum meðfram Þingvallavatni um áttaleytið á fimmtudagskvöld. Að sögn lögreglu á Selfossi fór bíllinn út af við Vatnsvik, en meðfram vatninu er vegurinn nokkuð hlykkjóttur og mishæðóttur.

Keyra lengur frá 15. október
Stjórn Strætós bs. samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur að úrbótum á nýja leiðakerfinu, sem koma eiga til móts við athugasemdir sem borist hafa eftir að leiðakerfið var tekið í notkun þann 23. júlí síðastliðinn. Í tillögum stjórnar Strætós er sérstaklega tekið tillit til þarfa vaktavinnufólks á heilbrigðisstofnunum og verður þjónustutími á ákveðnum leiðum lengdur til miðnættis frá og með 15. október.

Bush lofar bót og betrun
Björgunaraðgerðir eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna eru óviðunandi. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í dag skömmu áður en hann hélt á hamfarasvæðin. Forsetinn sagði fjölmargt fólk hafa lagt hart að sér við störfin en það hefði ekki dugað.
Íslendings saknað í Missisippi
Talið er að allt að tíu þúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Utanríkisráðuneytið hefur grenslast fyrir um tvo Íslendinga sem búa í Missisippi. Annar þeirra fannst síðdegis í gær heill á húfi.

Úthluta hvatapeningum í Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6-16 ára fái árlega úthlutað tiltekinni upphæð, svokölluðum hvatapeningum, sem barnið og/eða foreldrar þess geta varið til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Upphæðin verður 10 þúsund krónur á barn á árinu 2005 og 20 þúsund krónur á ársgrundvelli frá og með árinu 2006.
Reykjavíkurvegur lokaður
Búast má við umferðartöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun.
Álftanes ekki uppi á borðinu
"Við vorum bara að koma af rólegum fundi skipulagsnefndar þegar ég heyrði þetta í fréttum," segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, um ummæli Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að vinna sé hafin um að athuga flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes.