Fréttir

Fréttamynd

Alþjóðleg samkeppni haldin

Haldin verður alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlistans. Reiknað er með að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samkeppninnar geti orðið allt að hundrað milljónir.  

Innlent
Fréttamynd

Ósakhæfur fluttur á Sogn

Maður sem í apríl réðst á prófessor í réttarlæknisfræði eftir að hafa hótað honum og setið um hann var í gær dæmdur í öryggisgæslu og fluttur á réttargeðdeildina að Sogni í Ölfusi. Hann var talinn ósakhæfur og refsikröfum í málinu vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Reynt við heimsmet á laugardag

Grafarvogsbúar ætla að reyna að setja nýtt heimsmet í fjöldasippi við Egilshöll á laugardag. Kínverjar settu núgildandi heimsmet þegar tvö þúsund fjögur hundruð sjötíu og fjórir sippuðu samtímis í Hong Kong í janúar á þessu ári. Grafarvogsdagurinn er á laugardag og er þema dagsins hreyfing.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun háskólanema mest á Íslandi

Í vefriti Menntamálaráðuneytisins kemur fram að Evrópulönd verja að meðaltali 5,1% vergrar landsframleiðslu sinnar til menntamála. En hlutfall Íslands er umtalsvert hærra eða 6,5%.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í gæsluvarðhaldi

Sá sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manni að bana á Hverfisgötu í ágúst var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir skjalafals og hylmingu. Maðurinn er tuttugu og þriggja ára og hefur töluverðan sakaferil að baki.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stöðva framkvæmdir

Landvernd krefst þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir á svæðinu vestan Urriðavatns þar framkvæmdaaðilar hafa hafa ekki tilskilin leyfi. Umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir eru hafnar undir því yfirskyni að verið sé að kanna jarðveg. Svæðið býr yfir náttúrufari sem nýtur verndar í náttúruverndarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Íkveikjur í borginni í rannsókn

Lögregla rannsakar enn íkveikjur í Reykjavík um síðustu helgi með tilliti til þess hvort brennuvargur eða brennuvargar hafi verið á ferð. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir íkveikjurannsóknir þess eðlis að það borgi sig að gefa sem minnst upp um gang þeirra meðan á þeim stendur.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamningurinn ræddur

Annar fundur fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófst í Reykjavík í gær. Eftir því sem næst verður komist vilja Bandaríkjamenn draga úr umsvifum hersins hér á landi með tilliti til breyttra öryggishagsmuna á norðanverðu Atlantshafi.

Innlent
Fréttamynd

Ljósmyndir skemmdar með fúski

Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari hefur farið fram á lögbann á útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur sem bókaútgáfan Skrudda gefur út. Kristinn er höfundur ásamt Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi. "Bókin er verri en ég hafði óttast," segir Kristinn sem er ósáttur við myndvinnsluna í bókinni.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn óháður stjórnmálum

Skipan Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra hefur vakið misjöfn viðbrögð. Sumir segja að Seðlabankastjóri þurfi að hafa sérstaka þekkingu á efnahagsmálum. Aðrir segja starfið list. Allir eru þó sammála um að Seðlabankinn þurfi að vera óháður stjórnmálunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Drápsfangi fær 18 mánaða dóm

Sigurður Freyr Kristmundsson, 23 ára gamall maður sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum í mánuð fyrir margvísleg önnur brot. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins.

Innlent
Fréttamynd

Misbrestur á skráningu mótorhjóla

Færst hefur í vöxt að fullorðnir og unglingar aki réttindalausir á óskráðum og ótryggðum torfæruhjólum. Lögreglan hefur áhyggjur af þessu en á erfitt með að koma í veg fyrir slík brot.

Innlent
Fréttamynd

Dró sér sautján milljónir

Í fyrradag var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða ákæra á hendur Ingimar Halldórssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér rúmar 17 milljónir króna af reikningi sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Sextán létust í bílsprengju

Minnst sextán létust og meira en tuttugu slösuðust þegar bílsprengja sprakk við veitingastað í borginni Basra í suðurhluta Íraks í gærkvöldi. Sprengingin var gríðarlega öflug og tveir lögreglubílar og nokkrar litlar verslanir í nágrenninu eyðilögðust í kjölfar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Moussa Arafat skotinn til bana

Moussa Arafat, fyrrverandi yfirmaður öryggismála í Palestínu, var myrtur í morgun. Tugir byssumanna skutu úr sprengjuvörpum á heimili Arafats og réðust síðan inn og skutu hann til bana að sögn vitna. Ekki er ljóst hvort sonur hans, sem einnig var heima, náði að flýja eða hvort honum var rænt.

Erlent
Fréttamynd

Leituðu konu við Stokkseyri

Björgunarsveitir í Árnessýslu vour kallaðar út klukkan hálftíu í morgun til að leita að vistmanni frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Um klukkan 10.30 var svo ákveðið að senda sérhæfða leitarhópa og leitarhunda til leitar frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig var einkaflugvél notuð við leitina. Um klukkan 10.50 fundu björgunarsveitarmenn konuna heila á húfi skammt frá Kumbaravogi og í kjölfarið voru björgunarsveitir afturkallaðar.

Innlent
Fréttamynd

Forsetakosningar í Egyptalandi

Í morgun opnuðu kjörstaðir í Egyptalandi, en þar fara í dag fram fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar. Mjög fáir hafa nýtt atkvæðisrétt sinn á fyrstu klukkutímunum, en fastlega er búist við að Hosni Mubarak nái kjöri og hefji í kjölfarið sitt fimmta kjörtímabil.

Erlent
Fréttamynd

Fimm látnir af völdum sýkinga

Fimm manns eru taldir hafa látist af völdum sýkinga sem rekja má til mengaðs vatns í kjölfar yfirreiðar fellibylsins Katrínar yfir suðurríki Bandaríkjanna. Frá þessu greindu sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem fólkið hafi sýkst af bakteríu sem skyldi er kólerubakteríunni og er algeng í sjó í Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Passar upp á gengið

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að mikill missir verði að Davíð þegar hann hættir afskiptum af stjórnmálum. "Hann er sá stjórnmálamaður sem hefur komið hvað mestu í verk af íslenskum stjórnmálamönnum, bæði fyrr og síðar og hefur gjörbreytt þessu samfélagi."

Innlent
Fréttamynd

Þrettán látnir af völdum Nabi

Þrettán eru látnir og annarra þrettán er saknað eftir að fellibylurinn Nabi reið yfir suðurhluta Japans. 300.000 manns flúðu heimili sín, en fellibylnum fylgdi eitt þúsund millímetra úrkoma. Nabi er óðum að missa mátt og er nú flokkaður sem hitabeltisstormur.

Erlent
Fréttamynd

Herði aðgerðir gegn hryðjuverkum

Búist er við því að Bretar þrýsti á aðrar Evrópusambandsþjóðir um að taka til athugunar að herða aðgerðir gegn hryðjuverkum, en Bretar ætla meðal annars að setja lög sem leyfa að vísa fólki úr landi verði það uppvíst að því að hvetja til hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar boðuðum samgöngubótum

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að ákveðið hafi verið að leggja átta milljarða króna til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007-2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð um mannvirkið.

Innlent
Fréttamynd

Hörð átök milli lækna og stjórnar

Sérfræðingur í skurðlækningum á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur sagt upp störfum. Annar er með mál sín í höndum lögfræðings. Hinn þriðji hefur komið kvörtunum á framfæri bréflega. Ástæðan er alls staðar sú sama, ágreiningur við yfirstjórn spítalans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tómar rútur sendar til baka

Tíu rútur sem sendar voru frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, til að flytja flóttamenn frá New Orleans sneru aftur tómar því aðeins fannst ein hræða sem var tilbúin til að yfirgefa borgina og fara til Washington. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að beita hörku til þess að fjarlægja þá sem enn þrjóskast við að yfirgefa borgina en fram að þessu hefur verið reynt að tala fólk til.

Erlent
Fréttamynd

Miðstjórnin einnig boðuð á fund

Ekki aðeins þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður á fund í Valhöll í dag heldur einnig miðstjórn flokksins, en ráðherra og þingmenn flokksins grunar að Davíð Oddsson utanríkisráðherra muni þá tilkynna að hann hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Fátt sem kemur á óvart

Tilkynnt var í gær að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taki við sem sjávarútvegsráðherra 27. september.  "Ég hef sem betur ferið verið þátttakandi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á undanförnum árum. Ég var um tíma formaður sjávarútvegsnefndar og sit í sjávarútvegsnefnd, þannig að það er fátt sem kemur mér í rauninni á óvart."  

Innlent
Fréttamynd

Menn vissu hvað gæti gærst

Menn vissu nokkurn veginn fyrir hvað myndi gerast þegar fellibylur á borð við Katrínu gengi yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands, en málstofa um hamfarirnar verður haldin í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mikið brottfall í inntökupróf

Aðeins 51 umsækjandi af alls 140 sem sóttu um skólavist í Lögregluskóla ríkisins á næsta ári verða boðaðir til viðtals fyrir valnefnd en sú nefnd mun velja þá 32 hæfustu úr til að hefja nám árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Khodorkovskí vill á þing

Rússneski olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí hefur í hyggju að bjóða sig fram til þings í aukakosningum í Moskvu sem fram fara í desember næstkomandi þrátt fyrir að vera í fangelsi. <em>Interfax</em>-fréttastofan hefur eftir lögfræðingi hans að hann hafi sent kjörstjórn viðeigandi skjöl, en kosningar um sæti í Dúmunni fara fram 4. desember.

Erlent
Fréttamynd

Fátæklegra þjóðlíf

"Flokksstarfið, störf á þinginu og þjóðlífið verður mun fátæklegra þegar Davíð hverfur af þessum vettvangi," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi.

Innlent