Fréttir Neysluverðsvísitala hækkar enn Verðbólgan í landinu er 7,6 prósent á ári miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs í þessum mánuði hækkaði um 1,52 prósent frá því í ágúst. Hækkunin kemur meðal annars til af því að sumarútsölum er lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent. Innlent 14.10.2005 06:41 Verðbólgan rýkur upp Hagfræðingur ASÍ segir kaupmátt launa hafa rýrnað á síðustu tólf mánuðum en Samtök atvinnulífsins segja kaupmáttinn of háan. Talið er víst að kjarasamningar verði endurskoðaðir í nóvember vegna hækkandi verðbólgu. Innlent 14.10.2005 06:42 Stjórnin fallin skv. útgönguspám Nú rétt í þessu var verið að loka kjörstöðum í Noregi og samkvæmt útgönguspám virðist sem ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks sé á leið út og að rauðgræna bandalagið svokallaða vinni sigur, en með litlum mun þó. Samkvæmt útgönguspá TV2 fá vinstriflokkarnir 86 sæti af 169 sætum og munurinn er enn minni í útgönguspá norska ríkisútvarpsins en þar fá vinstriflokkarnir samtals 85 sæti. Erlent 14.10.2005 06:42 Hagen stærstur á hægrivængnum "Hér að kvöldi dags stefnir óneitanlega í að vinstristjórn taki við af stjórn Bondeviks. Mér finnst einna furðulegast hversu stórt tap Hægriflokksins er. Ég hef fylgst vel með norskum stjórnmálum og mér hefur sýnst flokkurinn hafa staðið sig nokkuð vel," sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins í gærkvöldi. Erlent 14.10.2005 06:42 Reynt að höfða til atvinnulausra Reyna á að finna leið til að fá fólk sem er á atvinnuleysisskrá til að ráða sig í vinnu hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs borgarinnar. Innlent 14.10.2005 06:42 Fellibylsleifar við suðurströndina Leifar af fellibylnum Maríu eru nú við suðurströnd landsins. Veðrið mun ná hámarki nú í hádeginu. Fólki er ráðlagt að gera ráðstafanir og binda niður lausa hluti á svæðum sem eru opin fyrir vindi. Innlent 14.10.2005 06:41 Kosið um sameiningu eftir um mánuð Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Innlent 14.10.2005 06:42 Má ekki dreifa Enska boltanum einn Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Innlent 14.10.2005 06:42 Palestínumaður skotinn til bana Palestínumaður var skotinn til bana á landamærum Gasastrandarinnar og Egyptalands í dag, sama dag og Ísraelar drógu sig algerlega út af Gasaströndinni. <em>Reuters</em>-fréttastofan hefur eftir vitnum á staðnum að fjölmargir Palestínumenn og Egyptar hafi streymt í báðar áttir yfir landamærin til þess að fagna brotthvarfi Ísraelshers þaðan, en egypskum landamæravörðum var falið að gæta þess að vopnum yrði ekki smyglað frá Egyptalandi til Gasastrandarinnar eftir brottför Ísraelshers. Erlent 14.10.2005 06:42 Hyggst hrinda umbótum í framkvæmd Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst nota stóraukinn þingmeirihluta sinn eftir þingkosningar um helgina til að hrinda umbótastefnu sinni í framkvæmd. Erlent 14.10.2005 06:42 Opnuðu Disneyland í Kína Mikki mús hefur hafið innreið sína í Kína en Disneyland-skemmtigarður var opnaður í Hong Kong í morgun. Eigendurnir gera sér vonir um að íbúar þessa fjölmennasta ríkis heims streymi í garðinn. Það var Zeng Kinghong, varaforseti Kína, sem opnaði garðinn formlega ásamt Donald Tsang, leiðtoga Hong Kong, en viðstaddir voru bandarískir yfirmenn Disney-fyrirtækisins. Erlent 14.10.2005 06:41 Áframhaldandi óeirðir í Belfast Óeirðir héldu áfram í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, annan daginn í röð, þegar öfgasinnaðir mótmælendur réðust að lögreglu og kveiktu í bifreiðum. Þetta eru mestu átök í borginni í áratug. Yfirmaður norðurírsku lögreglunnar hefur skellt skuldinni á reglu Óraníumanna en hún neitar sök. Erlent 14.10.2005 06:41 Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Innlent 14.10.2005 06:42 Bessi Bjarnason látinn Bessi Bjarnason leikari lést í gær, 75 ára að aldri. Bessi fæddist 5. september árið 1930 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1952 og var hann lengst af sínum starfsferli fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék vel yfir tvö hundruð hlutverk. Innlent 14.10.2005 06:42 Ástandið ekki verra í áratug Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en fimmtíu lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar. Erlent 14.10.2005 06:42 Hengdur í klefa sínum Einn alræmdasti fíkniefnasali Brasilíu fannst látinn í fangaklefa sínum í fangelsi í Rio de Janeiro. Marquinhos Niteroi hafði verið barinn illilega og síðan hengdur. Ljóst þótti að ekki væri um sjálfsmorð að ræða en ekki var vitað í fyrstu hver myrti hann. Niteroi deildi klefa með sjö öðrum föngum sem tilheyrðu sama fíkniefnagengi og hann. Erlent 14.10.2005 06:41 Grannt fylgst með næsta fellibyl Íbúar Bandaríkjanna fylgjast nú grannt með næsta fellibyl sem líklegur er til að ganga þar á land en sá hefur fengið nafnið Ófelía. Í nótt var hann um 200 mílur frá landi og að sögn sérfræðinga eru Norður- og Suður-Karólína í mestri hættu. Erlent 14.10.2005 06:41 Bjarni ekki í varaformanninn Bjarni Benediktsson þingmaður ætlar ekki að bjóða sig fram sem varaformann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. "Ég var aldrei þeirrar skoðunar að ég ætti að fara í þetta framboð," segir Bjarni, sem er formaður allsherjarnefndar Alþingis. Innlent 14.10.2005 06:41 Leyfir ekki sharíalög Ontarioríki í Kanada verður ekki fyrsta stjórnsýslustigið á Vesturlöndum til að heimila að sharíalög sem byggja á Íslam verði notuð til að skera úr um fjölskyldumál. Erlent 14.10.2005 06:41 Rannsaka viðbrögð eftir neyðarkall Um 150 manns tóku þátt í leitinni að Friðriki Á. Hermannssyni sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker aðfaranótt sunnudags. Hann hafði ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hjón sem slösuðust alvarlega í sjóslysinu voru útskrifuð af gjörgæslu í gær. Þau hlutu alvarlega áverka að sögn vakthafandi læknis og urðu að gangast undir aðgerð. Innlent 14.10.2005 06:41 Mikill erill hjá lögreglu Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og margir voru látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglunnar var í öllum tilvikum um minniháttar mál að ræða, fyrst og fremst ölvun og minniháttar pústra. Innlent 14.10.2005 06:41 Allt herliðið dregið frá Gaza Ríkisstjórn Ísraels ákvað einróma á fundi sínum í morgun að draga allt herlið sitt frá Gaza-ströndinni og binda þar með endi á hernámið þar sem staðið hefur í þrjátíu og átta ár. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á Gaza og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitirnar á brott áður en Palestínumönnum verður afhent landið með viðhöfn á morgun. Erlent 14.10.2005 06:41 Nýtt skólahúsnæði of lítið Nýtt húsnæði Korpuskóla er ekki nógu stórt til að hýsa alla nemendur skólans og því þurfa þrjár bekkjardeildir að stunda nám í lausum kennslustofum í vetur. Formaður menntaráðs Reykjavíkur segir að nemendum skólans muni fækka á næstu árum. Það myndi kosta skattgreiðendur offjár ef byggður væri of stór skóli. Innlent 14.10.2005 06:41 Líklega stórsigur Koizumis Útgönguspár benda til þess að flokkur Koizumis, forsætisráðherra Japans, hafi unnið stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en á morgun en spár sýna að LPD, flokkur Koizumis, hafi unnið á bilinu 285-325 þingsæti af 480. Erlent 14.10.2005 06:41 Danadrottning tekur Grikki í sátt Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að þiggja boð um að fara í opinbera heimsókn til Grikklands. Það þykja stórtíðindi því hún hefur ekki viljað stíga þar fæti í tæp fjörutíu ár. Erlent 14.10.2005 06:41 Ísraelar farnir af Gaza svæðinu Hernámi Gaza-svæðisins, sem staðið hefur í 38 ár, er nú lokið að sögn Ísraela sem lokuðu herstöðvum sínum í gær og fluttu síðustu hermennina burt nú í morgun. Atkvæðagreiðsla fór fram í ríkisstjórn Ísraels í gærmorgun þar sem samþykkt var að ljúka hernáminu, en hún var þó fyrst og fremst táknræn þar sem landnemarnir 8.500 voru þegar farnir. Erlent 14.10.2005 06:41 Þrír Palestínumenn særðust Þrír Palestínumenn særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp þúsunda Palestínumanna sem safnast hafði saman við mærin að landnemabyggðunum á Gaza í dag. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á svæðinu og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitir Ísraela á brott en ráðgert er að Palestínumönnum verði afhent landið með viðhöfn á morgun. Erlent 14.10.2005 06:41 Átök í kirkjugarðinum Átök brutust út þegar nokkur þúsund manns gengu um götur Santíago, höfuðborgar Chile, til að minnast þess að 32 ár væru liðin frá valdaráni Augustos Pinochet. Þrettán voru handteknir en ekki kom fram hvort einhverjir hefðu meiðst. Erlent 14.10.2005 06:41 Hótanir skila engu Íranir eru staðráðnir í að hætta ekki við áform sín um að auðga úran og segir Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra landsins, að ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna mundu engu breyta þar um. Erlent 14.10.2005 06:41 Blair styður Schröder Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við Gerhard Schröder í baráttu hans við að ná endurkjöri sem kanslari. Blair sagði í yfirlýsingu í gær að Schröder væri "heiðarlegur og góður embættismaður". Erlent 14.10.2005 06:41 « ‹ ›
Neysluverðsvísitala hækkar enn Verðbólgan í landinu er 7,6 prósent á ári miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs í þessum mánuði hækkaði um 1,52 prósent frá því í ágúst. Hækkunin kemur meðal annars til af því að sumarútsölum er lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent. Innlent 14.10.2005 06:41
Verðbólgan rýkur upp Hagfræðingur ASÍ segir kaupmátt launa hafa rýrnað á síðustu tólf mánuðum en Samtök atvinnulífsins segja kaupmáttinn of háan. Talið er víst að kjarasamningar verði endurskoðaðir í nóvember vegna hækkandi verðbólgu. Innlent 14.10.2005 06:42
Stjórnin fallin skv. útgönguspám Nú rétt í þessu var verið að loka kjörstöðum í Noregi og samkvæmt útgönguspám virðist sem ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks sé á leið út og að rauðgræna bandalagið svokallaða vinni sigur, en með litlum mun þó. Samkvæmt útgönguspá TV2 fá vinstriflokkarnir 86 sæti af 169 sætum og munurinn er enn minni í útgönguspá norska ríkisútvarpsins en þar fá vinstriflokkarnir samtals 85 sæti. Erlent 14.10.2005 06:42
Hagen stærstur á hægrivængnum "Hér að kvöldi dags stefnir óneitanlega í að vinstristjórn taki við af stjórn Bondeviks. Mér finnst einna furðulegast hversu stórt tap Hægriflokksins er. Ég hef fylgst vel með norskum stjórnmálum og mér hefur sýnst flokkurinn hafa staðið sig nokkuð vel," sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins í gærkvöldi. Erlent 14.10.2005 06:42
Reynt að höfða til atvinnulausra Reyna á að finna leið til að fá fólk sem er á atvinnuleysisskrá til að ráða sig í vinnu hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs borgarinnar. Innlent 14.10.2005 06:42
Fellibylsleifar við suðurströndina Leifar af fellibylnum Maríu eru nú við suðurströnd landsins. Veðrið mun ná hámarki nú í hádeginu. Fólki er ráðlagt að gera ráðstafanir og binda niður lausa hluti á svæðum sem eru opin fyrir vindi. Innlent 14.10.2005 06:41
Kosið um sameiningu eftir um mánuð Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Innlent 14.10.2005 06:42
Má ekki dreifa Enska boltanum einn Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Innlent 14.10.2005 06:42
Palestínumaður skotinn til bana Palestínumaður var skotinn til bana á landamærum Gasastrandarinnar og Egyptalands í dag, sama dag og Ísraelar drógu sig algerlega út af Gasaströndinni. <em>Reuters</em>-fréttastofan hefur eftir vitnum á staðnum að fjölmargir Palestínumenn og Egyptar hafi streymt í báðar áttir yfir landamærin til þess að fagna brotthvarfi Ísraelshers þaðan, en egypskum landamæravörðum var falið að gæta þess að vopnum yrði ekki smyglað frá Egyptalandi til Gasastrandarinnar eftir brottför Ísraelshers. Erlent 14.10.2005 06:42
Hyggst hrinda umbótum í framkvæmd Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst nota stóraukinn þingmeirihluta sinn eftir þingkosningar um helgina til að hrinda umbótastefnu sinni í framkvæmd. Erlent 14.10.2005 06:42
Opnuðu Disneyland í Kína Mikki mús hefur hafið innreið sína í Kína en Disneyland-skemmtigarður var opnaður í Hong Kong í morgun. Eigendurnir gera sér vonir um að íbúar þessa fjölmennasta ríkis heims streymi í garðinn. Það var Zeng Kinghong, varaforseti Kína, sem opnaði garðinn formlega ásamt Donald Tsang, leiðtoga Hong Kong, en viðstaddir voru bandarískir yfirmenn Disney-fyrirtækisins. Erlent 14.10.2005 06:41
Áframhaldandi óeirðir í Belfast Óeirðir héldu áfram í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, annan daginn í röð, þegar öfgasinnaðir mótmælendur réðust að lögreglu og kveiktu í bifreiðum. Þetta eru mestu átök í borginni í áratug. Yfirmaður norðurírsku lögreglunnar hefur skellt skuldinni á reglu Óraníumanna en hún neitar sök. Erlent 14.10.2005 06:41
Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Innlent 14.10.2005 06:42
Bessi Bjarnason látinn Bessi Bjarnason leikari lést í gær, 75 ára að aldri. Bessi fæddist 5. september árið 1930 í Reykjavík. Hann lauk prófi frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1952 og var hann lengst af sínum starfsferli fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék vel yfir tvö hundruð hlutverk. Innlent 14.10.2005 06:42
Ástandið ekki verra í áratug Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en fimmtíu lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar. Erlent 14.10.2005 06:42
Hengdur í klefa sínum Einn alræmdasti fíkniefnasali Brasilíu fannst látinn í fangaklefa sínum í fangelsi í Rio de Janeiro. Marquinhos Niteroi hafði verið barinn illilega og síðan hengdur. Ljóst þótti að ekki væri um sjálfsmorð að ræða en ekki var vitað í fyrstu hver myrti hann. Niteroi deildi klefa með sjö öðrum föngum sem tilheyrðu sama fíkniefnagengi og hann. Erlent 14.10.2005 06:41
Grannt fylgst með næsta fellibyl Íbúar Bandaríkjanna fylgjast nú grannt með næsta fellibyl sem líklegur er til að ganga þar á land en sá hefur fengið nafnið Ófelía. Í nótt var hann um 200 mílur frá landi og að sögn sérfræðinga eru Norður- og Suður-Karólína í mestri hættu. Erlent 14.10.2005 06:41
Bjarni ekki í varaformanninn Bjarni Benediktsson þingmaður ætlar ekki að bjóða sig fram sem varaformann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. "Ég var aldrei þeirrar skoðunar að ég ætti að fara í þetta framboð," segir Bjarni, sem er formaður allsherjarnefndar Alþingis. Innlent 14.10.2005 06:41
Leyfir ekki sharíalög Ontarioríki í Kanada verður ekki fyrsta stjórnsýslustigið á Vesturlöndum til að heimila að sharíalög sem byggja á Íslam verði notuð til að skera úr um fjölskyldumál. Erlent 14.10.2005 06:41
Rannsaka viðbrögð eftir neyðarkall Um 150 manns tóku þátt í leitinni að Friðriki Á. Hermannssyni sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker aðfaranótt sunnudags. Hann hafði ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hjón sem slösuðust alvarlega í sjóslysinu voru útskrifuð af gjörgæslu í gær. Þau hlutu alvarlega áverka að sögn vakthafandi læknis og urðu að gangast undir aðgerð. Innlent 14.10.2005 06:41
Mikill erill hjá lögreglu Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og margir voru látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglunnar var í öllum tilvikum um minniháttar mál að ræða, fyrst og fremst ölvun og minniháttar pústra. Innlent 14.10.2005 06:41
Allt herliðið dregið frá Gaza Ríkisstjórn Ísraels ákvað einróma á fundi sínum í morgun að draga allt herlið sitt frá Gaza-ströndinni og binda þar með endi á hernámið þar sem staðið hefur í þrjátíu og átta ár. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á Gaza og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitirnar á brott áður en Palestínumönnum verður afhent landið með viðhöfn á morgun. Erlent 14.10.2005 06:41
Nýtt skólahúsnæði of lítið Nýtt húsnæði Korpuskóla er ekki nógu stórt til að hýsa alla nemendur skólans og því þurfa þrjár bekkjardeildir að stunda nám í lausum kennslustofum í vetur. Formaður menntaráðs Reykjavíkur segir að nemendum skólans muni fækka á næstu árum. Það myndi kosta skattgreiðendur offjár ef byggður væri of stór skóli. Innlent 14.10.2005 06:41
Líklega stórsigur Koizumis Útgönguspár benda til þess að flokkur Koizumis, forsætisráðherra Japans, hafi unnið stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en á morgun en spár sýna að LPD, flokkur Koizumis, hafi unnið á bilinu 285-325 þingsæti af 480. Erlent 14.10.2005 06:41
Danadrottning tekur Grikki í sátt Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að þiggja boð um að fara í opinbera heimsókn til Grikklands. Það þykja stórtíðindi því hún hefur ekki viljað stíga þar fæti í tæp fjörutíu ár. Erlent 14.10.2005 06:41
Ísraelar farnir af Gaza svæðinu Hernámi Gaza-svæðisins, sem staðið hefur í 38 ár, er nú lokið að sögn Ísraela sem lokuðu herstöðvum sínum í gær og fluttu síðustu hermennina burt nú í morgun. Atkvæðagreiðsla fór fram í ríkisstjórn Ísraels í gærmorgun þar sem samþykkt var að ljúka hernáminu, en hún var þó fyrst og fremst táknræn þar sem landnemarnir 8.500 voru þegar farnir. Erlent 14.10.2005 06:41
Þrír Palestínumenn særðust Þrír Palestínumenn særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp þúsunda Palestínumanna sem safnast hafði saman við mærin að landnemabyggðunum á Gaza í dag. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á svæðinu og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitir Ísraela á brott en ráðgert er að Palestínumönnum verði afhent landið með viðhöfn á morgun. Erlent 14.10.2005 06:41
Átök í kirkjugarðinum Átök brutust út þegar nokkur þúsund manns gengu um götur Santíago, höfuðborgar Chile, til að minnast þess að 32 ár væru liðin frá valdaráni Augustos Pinochet. Þrettán voru handteknir en ekki kom fram hvort einhverjir hefðu meiðst. Erlent 14.10.2005 06:41
Hótanir skila engu Íranir eru staðráðnir í að hætta ekki við áform sín um að auðga úran og segir Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra landsins, að ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna mundu engu breyta þar um. Erlent 14.10.2005 06:41
Blair styður Schröder Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við Gerhard Schröder í baráttu hans við að ná endurkjöri sem kanslari. Blair sagði í yfirlýsingu í gær að Schröder væri "heiðarlegur og góður embættismaður". Erlent 14.10.2005 06:41