Erlent

Tólf drukknuðu

Í það minnsta tólf líkum skolaði upp að suðurströnd Sikileyjar í gærmorgun eftir að skip hlaðið ólöglegum innflytjendum lenti í sjávarháska undan ströndum eyjunnar. Talið er að fólkið sé allt frá Erítreu. Nokkrir táningar voru í hópi þeirra sem létust. Í það minnsta hundrað manns var bjargað úr skipinu og margir þeirra fluttir á sjúkrahús. Ár hvert reyna þúsundir Norður-Afríkubúa að komast til Ítalíu með ólöglegum hætti. Stærstur hluti þeirra reynir að komast áfram til annara landa, Frakklands, Bretlands eða Þýskalands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×