Fréttir

Fréttamynd

Keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Vatnsveitu Grundarfjarðar og tekur við rekstri hennar um næstu áramót. Orkuveitan tekur strax við verkefnum er snúa að byggingu hitaveitu og verður hitaveita lögð á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Wiesenthal látinn

Simon Wiesenthal, sem helgaði líf sitt því að draga stríðsglæpamenn nasista fyrir rétt eftir síðari heimstyrjöldina, er látinn, 96 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Mannréttindanefndin rúin trausti

"Mun meiri vinnu er þörf," sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra um umbætur á skipulagi Sameinuðu þjóðanna í ræðu sinni á sextugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Davíð áréttaði að taka þyrfti á mannréttindamálum með meira afgerandi hætti en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptaráð Austurlands stofnað

Viðskiptaráð Austurlands var stofnað á Austurlandi í dag. Á meðal markmiða ráðsins er að vera málsvari aukins frelsis í viðskiptum og minni ríkisafskiptum og efla tengslanet fyrirtækja sem starfa á Austurlandi við önnur íslensk og erlend fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Joschka Fischer hættir

Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Græningja, lýsti því yfir síðdegis að hann ætlaði sér að draga sig í hlé í framlínu þýskra stjórnmála. „Stórum hluta af lífi mínu síðustu tuttugu árin er nú að ljúka,“ sagði Fischer á blaðamannafundi.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjur af hátæknigreinum

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir ekkert hafa verið rannsakað hvað mörg störf hafi flust úr landi vegna gengisþróuninnar, né heldur hvaða áhrif það hafi. Taka þurfi upp Evruna til að losna við gengissveiflur.

Innlent
Fréttamynd

Verulega áfátt

Í úrskurði Héraðsdóms í Baugsmálinu í morgun segir m.a. að samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd verði að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir. Í ákæru ríkisvaldsins gegn forsvarsmönnum Baugs sé því verulega áfátt. 

Innlent
Fréttamynd

Báturinn kominn til hafnar

Þjóðbjörg, bátur sem tók inn á sig vatn norðvestur af Garðskaga í morgun, er komin til hafnar í Sandgerði og er skipstjórinn, sem var einn um borð, heill á húfi. Báturinn Gunnþór, sem var að veiðum í nágrenninu, tók bátinn í tog.

Innlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn olíufélögunum

Ljóst er að nokkrar útgerðir hyggjast höfða mál á hendur olíufélögunum og krefjast bóta vegna samráðs. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir óljóst hversu margar útgerðir höfði mál en segir ljóst að þær verði allnokkrar.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjunarréttarhaldi frestað

Dómstóll í Moskvu féllst í gær á beiðni Mikhaíls Khodorkovskís um að fresta réttarhaldi um áfrýjun dómsins yfir honum fram á fimmtudag, í því skyni að gera aðalverjanda hans fært að mæta í réttinn. Hann er á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Samþykktu kjarasamning

Félagar í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga á fundi sínum í gær. Sjötíu og sex prósent félagsmanna greiddu atkvæði með samningnum en tuttugu og tvö prósent greiddu atkvæði á móti samningnum. Tvö prósent fundarmanna skiluðu auðu.

Innlent
Fréttamynd

Ágallarnir of miklir

Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum  í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild.

Innlent
Fréttamynd

Varla möguleiki á nýrri ákæru

Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði.

Innlent
Fréttamynd

Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi

<font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum.  Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest.

Innlent
Fréttamynd

Sharon notaði ólöglegar aðferðir

Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons.

Erlent
Fréttamynd

Mannbjörg fyrir utan Garðskaga

Einum manni var bjargað í morgun þegar mikill leki kom skyndilega að bát hans þar sem hann var staddur um þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en áður en hún kom á vettvang var manninum bjargað um borð í bát.

Innlent
Fréttamynd

RÚV sýknað af 30 milljóna kröfu

Ríkisútvarpið var í dag sýknað af rúmlega þrjátíu milljón króna kröfu fyrirtækisins Teftra Film vegna sýningar á fræðsluþáttunum „Viltu læra íslensku?“. Tuttugu og einn þáttur sem fyrirtækið framleiddi undir þessu nafni var sendur út í Ríkissjónvarpinu, án þess að greiðsla kæmi fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Bóndi varð fyrir gaseitrun

Bóndi var hætt kominn þegar hann varð fyrir gaseitrun þar sem hann var að vinna í fjósi sínu á bóndabæ í Hrútafirði. Maðurinn fannst meðvitundarlaus um ellefuleytið í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann liggur nú þungt haldinn.

Innlent
Fréttamynd

MH fær nýtt hús

Menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu Menntaskólans við Hamrahlíð. Húsið verður rúmlega þrjú þúsund fermetrar að stærð og í því verða meðal annars þrír íþróttasalir, bókasafn, átta raungreinastofur og þrjár til fjórar kennslustofur.

Innlent
Fréttamynd

Tveir vilja fyrsta sætið

Jóhannes Valdemarsson framkvæmdastjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram til 1. sætis í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi, sem fram fer laugardaginn 12. nóvember. Áður hefur Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi boðið sig fram í 1. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálinu gerð skil erlendis

Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Áfellisdómur segir lagaprófessor

Lagaprófessor við Háskóla Íslands telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur áfellisdóm yfir embætti ríkislögreglustjóra. Þá telur varaformaður allsherjarnefndar, Jónína Bjartmarz, rétt að kanna hvort eðlilegt sé að bæði meðferð rannsóknar og ákæruvald fari fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Lentu utan vegar vegna hálku

Tveir bílar lentu utan vegar á Hellisheiði í morgun vegna snjókomu og hálku en engan sem í þeim var sakaði. Einnig greinir Vegagerðin frá hálku á Klettshálsi, krapa á Holtavörðuheiði og snjóþekju eða hálku víða á Norðausturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar Tal Afar snúa heim

Íbúar Tal Afar í Írak snúa nú heim til sín hver af öðrum eftir að hafa flúið vegna skotbardaga undanfarnar tvær vikur. Bandarískar og írakskar hersveitir hófu áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni fyrir tíu dögum og síðan þá hefur byssugelt heyrst frá morgni til kvölds og skriðdrekar keyrt um í miðbænum.

Erlent
Fréttamynd

Stefna ÖÍ að verða tilbúin

Lögfræðingar Öryrkjabandalags Íslands leggja nú lokahönd á stefnu á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefnda á samningi sem Öryrkjabandalagið gerði við heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslutökur standa enn

Skýrslutökur standa enn í rannsókn Lögreglu í Reykjavík á slysinu sem varð á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardagsins 17. september. Í slysinu fórust maður og kona, en hjón komust af nokkuð slösuð með 10 ára son sinn lítið meiddan.

Innlent
Fréttamynd

Höfnuðu ráðherraefni Júsjenkó

Úkraínskir þingmenn höfnuðu í dag manninum sem Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, vill fá sem næsta forsætisráðherra landsins. Niðurstaða þingsins þykir mikið áfall fyrir Júsjenkó.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu síldinni landað

Fyrstu síldinni á þessari haustvertíð var landað á Höfn í Hornafirði í morgun þegar síldveiðiskipið Jóna Eðvalds kom þangað með fjörutíu tonn. Skipverjar höfðu leitað fyrir sér austur af landinu síðan á laugardag þegar þeir fengu þennan slatta og er talið að síldin sé almennt ekki gengin inn á hefðbundið veiðisvæði.

Innlent
Fréttamynd

Nasistaveiðarinn mikli fallinn frá

Ógnvaldur nasista númer eitt er fallinn í valinn. Símon Wiesenthal lést í nótt, 96 ára að aldri. Wiesenthal helgaði líf sitt því að koma lögum yfir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán hafa boðið sig fram

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að halda prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna 4. og 5. nóvember. Framboðsfrestur er ekki runninn út, en fimmtán hafa tilkynnt framboð í eitthvert tólf efstu sætanna.

Innlent