Fréttir Les fræðingum pistilinn "Ég ætla sko að láta þá heyra það," segir Sigurður Ragnar Kristjánsson en hann býr á sambýli á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Á morgun ætlar hann að halda fyrirlestur á ráðstefnu sem Svæðisskrifstofan stendur fyrir í Gullinhömrum og hefst hún í dag en þar verða fjölmargir fyrirlesarar sem segja frá niðurstöðum rannsókna og miðla af reynslu sinni í málefnum fatlaðra. Innlent 17.10.2005 23:47 Vilja samning um sjúkraflutninga Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að semja um framkvæmd sjúkraflutninga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélaganna sjá ekki um þá nú þegar. Innlent 17.10.2005 23:47 Sigraði í friðarfegurðarsamkeppni Fjórtán ára gömul ísraelsk stúlka, Shira Fadida, sigraði í sérstakri friðarfegurðarsamkeppni sem haldin var í bænum Gilo skammt frá Jerúsalem í gær. Tuttugu stúlkur, bæði frá Ísrael og Palestínu, tóku þátt í samkeppninni, en þetta er annað árið í röð sem slík fegurðarsamkeppni er haldin. Erlent 17.10.2005 23:46 Vill verndaða vinnustaði burt Verndaða vinnustaði fyrir fatlaða ætti að leggja niður í núverandi mynd. Þetta segir írskur iðjuþjálfi sem hélt fyrirlestur um atvinnumál fatlaðra hér á landi. Höfuðáherslu á að leggja á að skapa fötluðum tækifæri til að komast út á almennan vinnumarkað. Innlent 17.10.2005 23:47 Konur leggi niður störf 24. okt. Aðstandendur baráttuhátíðar kvenna, sem haldin verður í tilefni að því að 30 ár eru liðin frá kvennafríinu, hvetja konur til leggja niður störf á kvennafrídeginum 24. október. Innlent 17.10.2005 23:47 Kona fékk felldan niður kostnað Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða. Innlent 17.10.2005 23:47 Börn vantar varanlegt fóstur Íslensk börn vantar varanlegt fóstur - en á sama tíma velja barnlaus pör frekar tæknifrjóvgun eða að ættleiða börn að utan. Innlent 17.10.2005 23:47 Vill að æðstu menn segi af sér Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Innlent 17.10.2005 23:47 Embætti sé í höndum óhæfra manna Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af vegna slælegrar frammistöðu í Baugsmálinu og málverkafölsunarmálinu. Innlent 17.10.2005 23:46 Brottflutningi Ísraela lokið Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu tvær landnemabyggðir á Vesturbakkanum í gær. Þar með lýkur brottfluttningi Ísraelshers sem hófst á Gasa í ágúst. Eins og á Gasa söfnuðust þúsundir Palestínumanna saman á Vesturbakkanum í gær og fögnuðu ógurlega. Landnemabyggðirnar tvær verða þó áfram undir stjórn Ísraels og þarlendir hermenn halda áfram að vakta svæðið í kring. Erlent 17.10.2005 23:46 Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Innlent 17.10.2005 23:47 Óskað eftir viðræðum um boltann OgFjarskipti og 365 ljósvakamiðlar sendu inn bréf til Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir helgi þar sem óskað var eftir viðræðum um með hvaða hætti Íslenska sjónvarpsfélagið muni afhenda OgFjarskiptum og 365 ljósvakamiðlum sjónvarpsmerki sitt. Innlent 17.10.2005 23:45 Fjalla á um möguleg brot Hannesar Héraðsdómur Reykjavíkur á að taka til efnismeðferðar kröfur Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, aðrar en bótakröfur, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í gær. Krafist var um 7,5 milljóna króna í bætur vegna meintra höfundarréttabrota Hannesar við ritun bókarinnar Halldór. Innlent 17.10.2005 23:45 Londonárás: Æfðu aðgerðirnar Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Erlent 17.10.2005 23:45 Sex látnir eftir flóð í Eþíópíu Sex létust þegar á flæddi yfir bakka sína í austurhuta Eþíópíu fyrir helgi, að því er Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. Um 4000 manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar flóðsins. Erlent 17.10.2005 23:45 Fallast ekki á kröfur Norður-Kóreu Norður Kóreumenn ætla ekki að láta af kjarnorkuáætlun sinni, nema þeim verði heitið kjarnaofnum til framleiðslu raforku. Þetta stingur í stúf við samkomulag frá því í gær, þar sem Norður Kóreumenn hétu því að hætta þróun kjarnavopna, gegn efnahagslegri aðstoð og stjórnmálasambandi. Erlent 17.10.2005 23:45 Hálka á Hellisheiði Það er snjókoma og hálka á Hellisheiði að sögn vegfarenda þar og Vegagerðin segir að hálka sé á Klettshálsi, krapi á Holtavörðuheiði og snjóþekja eða hálka víða á Norðausturlandi. Innlent 17.10.2005 23:45 Sjónvarpið var sýknað Ríkisútvarpið var sýknað af kröfum Tefra-Film um greiðslu á rúmlega 38 milljónum króna auk vaxta fyrir sýningarrétt á kennslumyndaröðinni "Viltu læra íslensku?" sem sýnd var í sjónvarpi á þessu og síðasta ári. Innlent 17.10.2005 23:45 Simon Wiesenthal syrgður Stjórnmálaleiðtogar, mannréttindafrömuðir og talsmenn samtaka gyðinga um allan heim lýstu í gær sorg sinni yfir fráfalli Simons Wiesenthal og báru lof á hugrekki hans og staðfestu við að hafa uppi á stríðsglæpamönnum nasista og draga þá fyrir dóm. Nasistaveiðarinn heimskunni andaðist á heimili sínu í Vínarborg í fyrrinótt, 96 ára að aldri. Erlent 17.10.2005 23:45 Baugsmál: Kom ekki á óvart Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið. Innlent 17.10.2005 23:45 Olíuverð rauk upp Heimsmarkaðsverð á hráolíutunnu rauk upp í gær vegna ótta spákaupmanna við að tíðindi frá fundi OPEC-ríkjanna síðar í dag verði óhliðholl olíumarkaðnum. Verðið hækkaði um heil sjö prósent í gær, úr 63 Bandaríkjadölum upp í rúma 67 Bandaríkjadali, og er þetta mesta hækkun á einum degi síðan í desember 2001. Erlent 17.10.2005 23:45 Sendir fannst undir kvöld Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslu við Sandgerði í gær vegna sendinga neyðarsendis á svæðinu. Að sögn Landhelgisgæslu hófust sendingarnar klukkan 11:17 í morgun og fór strax nokkur viðbúnaður í gang. Innlent 17.10.2005 23:45 Sprenging á hóteli í Ísrael Sprenging varð á hóteli í borginni Bat Yam í Ísrael fyrir stundu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort manntjón hafi orðið í sprengingunni. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá sjúkraliðsmönnum á vettvangi logar eldur á níundu hæð hótelsins. Erlent 17.10.2005 23:45 Nóg komið af körlum Tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að gerð verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi og henni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs. Innlent 17.10.2005 23:45 Krefjast kjarnaofna að gjöf Ráðamenn í Norður-Kóreu sögðu í gær að þeir myndu ekki hætta við kjarnorkuáætlun sína nema fá léttvatns-kjarnaofna til friðsamlegrar raforkuframleiðslu. Þessar nýju kröfur virtust stefna í uppnám samkomulagi sem náðist í Peking á mánudag um að Norður-Kóreumenn hyrfu frá kjarnavopnaáformum sínum í skiptum fyrir efnahagsaðstoð og öryggistryggingar. Erlent 17.10.2005 23:45 Rotaðist í Norðurárdal Ökumaður bíls sem fór út af veginum og valt í Norðurárdal síðdegis í gær var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landsspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík. Maðurinn sem var einn í bílnum hafði orðið fyrir nokkru höfuðhöggi og rotast. Innlent 17.10.2005 23:45 Skerpt á heimildum Íbúðalánasjóðs Skerpt hefur verið á heimild Íbúðalánasjóðs til áhættustýringar og ávöxtunar lausafjár með sérstökum viðauka við reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Innlent 17.10.2005 23:45 Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi <font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Innlent 17.10.2005 23:44 Sharon notaði ólöglegar aðferðir Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons. Erlent 17.10.2005 23:45 Mannbjörg fyrir utan Garðskaga Einum manni var bjargað í morgun þegar mikill leki kom skyndilega að bát hans þar sem hann var staddur um þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en áður en hún kom á vettvang var manninum bjargað um borð í bát. Innlent 17.10.2005 23:45 « ‹ ›
Les fræðingum pistilinn "Ég ætla sko að láta þá heyra það," segir Sigurður Ragnar Kristjánsson en hann býr á sambýli á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Á morgun ætlar hann að halda fyrirlestur á ráðstefnu sem Svæðisskrifstofan stendur fyrir í Gullinhömrum og hefst hún í dag en þar verða fjölmargir fyrirlesarar sem segja frá niðurstöðum rannsókna og miðla af reynslu sinni í málefnum fatlaðra. Innlent 17.10.2005 23:47
Vilja samning um sjúkraflutninga Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisráðuneytið til að semja um framkvæmd sjúkraflutninga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélaganna sjá ekki um þá nú þegar. Innlent 17.10.2005 23:47
Sigraði í friðarfegurðarsamkeppni Fjórtán ára gömul ísraelsk stúlka, Shira Fadida, sigraði í sérstakri friðarfegurðarsamkeppni sem haldin var í bænum Gilo skammt frá Jerúsalem í gær. Tuttugu stúlkur, bæði frá Ísrael og Palestínu, tóku þátt í samkeppninni, en þetta er annað árið í röð sem slík fegurðarsamkeppni er haldin. Erlent 17.10.2005 23:46
Vill verndaða vinnustaði burt Verndaða vinnustaði fyrir fatlaða ætti að leggja niður í núverandi mynd. Þetta segir írskur iðjuþjálfi sem hélt fyrirlestur um atvinnumál fatlaðra hér á landi. Höfuðáherslu á að leggja á að skapa fötluðum tækifæri til að komast út á almennan vinnumarkað. Innlent 17.10.2005 23:47
Konur leggi niður störf 24. okt. Aðstandendur baráttuhátíðar kvenna, sem haldin verður í tilefni að því að 30 ár eru liðin frá kvennafríinu, hvetja konur til leggja niður störf á kvennafrídeginum 24. október. Innlent 17.10.2005 23:47
Kona fékk felldan niður kostnað Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða. Innlent 17.10.2005 23:47
Börn vantar varanlegt fóstur Íslensk börn vantar varanlegt fóstur - en á sama tíma velja barnlaus pör frekar tæknifrjóvgun eða að ættleiða börn að utan. Innlent 17.10.2005 23:47
Vill að æðstu menn segi af sér Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Innlent 17.10.2005 23:47
Embætti sé í höndum óhæfra manna Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af vegna slælegrar frammistöðu í Baugsmálinu og málverkafölsunarmálinu. Innlent 17.10.2005 23:46
Brottflutningi Ísraela lokið Síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu tvær landnemabyggðir á Vesturbakkanum í gær. Þar með lýkur brottfluttningi Ísraelshers sem hófst á Gasa í ágúst. Eins og á Gasa söfnuðust þúsundir Palestínumanna saman á Vesturbakkanum í gær og fögnuðu ógurlega. Landnemabyggðirnar tvær verða þó áfram undir stjórn Ísraels og þarlendir hermenn halda áfram að vakta svæðið í kring. Erlent 17.10.2005 23:46
Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Innlent 17.10.2005 23:47
Óskað eftir viðræðum um boltann OgFjarskipti og 365 ljósvakamiðlar sendu inn bréf til Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir helgi þar sem óskað var eftir viðræðum um með hvaða hætti Íslenska sjónvarpsfélagið muni afhenda OgFjarskiptum og 365 ljósvakamiðlum sjónvarpsmerki sitt. Innlent 17.10.2005 23:45
Fjalla á um möguleg brot Hannesar Héraðsdómur Reykjavíkur á að taka til efnismeðferðar kröfur Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, aðrar en bótakröfur, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í gær. Krafist var um 7,5 milljóna króna í bætur vegna meintra höfundarréttabrota Hannesar við ritun bókarinnar Halldór. Innlent 17.10.2005 23:45
Londonárás: Æfðu aðgerðirnar Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Erlent 17.10.2005 23:45
Sex látnir eftir flóð í Eþíópíu Sex létust þegar á flæddi yfir bakka sína í austurhuta Eþíópíu fyrir helgi, að því er Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. Um 4000 manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar flóðsins. Erlent 17.10.2005 23:45
Fallast ekki á kröfur Norður-Kóreu Norður Kóreumenn ætla ekki að láta af kjarnorkuáætlun sinni, nema þeim verði heitið kjarnaofnum til framleiðslu raforku. Þetta stingur í stúf við samkomulag frá því í gær, þar sem Norður Kóreumenn hétu því að hætta þróun kjarnavopna, gegn efnahagslegri aðstoð og stjórnmálasambandi. Erlent 17.10.2005 23:45
Hálka á Hellisheiði Það er snjókoma og hálka á Hellisheiði að sögn vegfarenda þar og Vegagerðin segir að hálka sé á Klettshálsi, krapi á Holtavörðuheiði og snjóþekja eða hálka víða á Norðausturlandi. Innlent 17.10.2005 23:45
Sjónvarpið var sýknað Ríkisútvarpið var sýknað af kröfum Tefra-Film um greiðslu á rúmlega 38 milljónum króna auk vaxta fyrir sýningarrétt á kennslumyndaröðinni "Viltu læra íslensku?" sem sýnd var í sjónvarpi á þessu og síðasta ári. Innlent 17.10.2005 23:45
Simon Wiesenthal syrgður Stjórnmálaleiðtogar, mannréttindafrömuðir og talsmenn samtaka gyðinga um allan heim lýstu í gær sorg sinni yfir fráfalli Simons Wiesenthal og báru lof á hugrekki hans og staðfestu við að hafa uppi á stríðsglæpamönnum nasista og draga þá fyrir dóm. Nasistaveiðarinn heimskunni andaðist á heimili sínu í Vínarborg í fyrrinótt, 96 ára að aldri. Erlent 17.10.2005 23:45
Baugsmál: Kom ekki á óvart Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið. Innlent 17.10.2005 23:45
Olíuverð rauk upp Heimsmarkaðsverð á hráolíutunnu rauk upp í gær vegna ótta spákaupmanna við að tíðindi frá fundi OPEC-ríkjanna síðar í dag verði óhliðholl olíumarkaðnum. Verðið hækkaði um heil sjö prósent í gær, úr 63 Bandaríkjadölum upp í rúma 67 Bandaríkjadali, og er þetta mesta hækkun á einum degi síðan í desember 2001. Erlent 17.10.2005 23:45
Sendir fannst undir kvöld Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslu við Sandgerði í gær vegna sendinga neyðarsendis á svæðinu. Að sögn Landhelgisgæslu hófust sendingarnar klukkan 11:17 í morgun og fór strax nokkur viðbúnaður í gang. Innlent 17.10.2005 23:45
Sprenging á hóteli í Ísrael Sprenging varð á hóteli í borginni Bat Yam í Ísrael fyrir stundu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort manntjón hafi orðið í sprengingunni. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá sjúkraliðsmönnum á vettvangi logar eldur á níundu hæð hótelsins. Erlent 17.10.2005 23:45
Nóg komið af körlum Tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að gerð verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi og henni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs. Innlent 17.10.2005 23:45
Krefjast kjarnaofna að gjöf Ráðamenn í Norður-Kóreu sögðu í gær að þeir myndu ekki hætta við kjarnorkuáætlun sína nema fá léttvatns-kjarnaofna til friðsamlegrar raforkuframleiðslu. Þessar nýju kröfur virtust stefna í uppnám samkomulagi sem náðist í Peking á mánudag um að Norður-Kóreumenn hyrfu frá kjarnavopnaáformum sínum í skiptum fyrir efnahagsaðstoð og öryggistryggingar. Erlent 17.10.2005 23:45
Rotaðist í Norðurárdal Ökumaður bíls sem fór út af veginum og valt í Norðurárdal síðdegis í gær var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landsspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi í Reykjavík. Maðurinn sem var einn í bílnum hafði orðið fyrir nokkru höfuðhöggi og rotast. Innlent 17.10.2005 23:45
Skerpt á heimildum Íbúðalánasjóðs Skerpt hefur verið á heimild Íbúðalánasjóðs til áhættustýringar og ávöxtunar lausafjár með sérstökum viðauka við reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Innlent 17.10.2005 23:45
Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi <font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Innlent 17.10.2005 23:44
Sharon notaði ólöglegar aðferðir Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons. Erlent 17.10.2005 23:45
Mannbjörg fyrir utan Garðskaga Einum manni var bjargað í morgun þegar mikill leki kom skyndilega að bát hans þar sem hann var staddur um þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en áður en hún kom á vettvang var manninum bjargað um borð í bát. Innlent 17.10.2005 23:45