Fréttir

Fréttamynd

Eldri borgarar á fimleikamót

Fjöldi íslenskra eldri borgara hyggur á þátttöku í fimleikasýningunni Gullnu árin 2005 sem Fimleikasamband Evrópu efnir til á Kanaríeyjum í nóvember. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn en stefnt er að því að hún fari fram fjórða hvert ár í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á verkamönnum í Póllandi

Byggingaframkvæmdir í Póllandi eru að stöðvast vegna þess að pólskir byggingaverkamenn eru annaðhvort að vinna við Kárahnjúka eða einhverjar aðrar framkvæmdir á Vesturlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Trúði ekki að Ríta væri á leiðinni

Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Bandaríkjunum þar sem hann fylgist með framvindunni í tengslum við fellibylinn Rítu.. Hann segir að í gærkvöld hafi fólk ekki viljað trúa því að þetta gæti gerst aftur. Það hafi talið að um æsifréttamennsku að ræða og að fréttamenn væru að óska eftir öðrum hamförum.

Erlent
Fréttamynd

Frávísun máls felld úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Auður sakar Hannes um ritstuld í bók hans <em>Halldór</em>. Málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm sem mun taka efnislega afstöðu til þess. Þegar Héraðsdómur vísaði málinu frá var það á þeirri forsendu að það væri ekki nógu vel reifað.

Innlent
Fréttamynd

Deila um val á fulltrúum á þing

Núverandi og fyrrverandi valdhafar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru komnir í hár saman vegna vals á fulltrúum á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þrjátíu og einn fyrrverandi trúnaðarmaður félagsins hefur undirritað yfirlýsingu þar sem stjórn Heimdallar er sökuð um valdníðslu og ólýðræðislegar tilraunir til að tryggja frambjóðendum sér þóknanlegum kjör í embætti formanns og varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 1000 látnir vegna Katrínar

Tala látinna eftir yfirreið fellibylsins Katrínar fyrir um þremur vikum er nú komin yfir 1000. Yfirvöld í Louisiana hafa staðfest að 799 hafi látist í ríkinu af völdum fellibylsins og þá eru 219 sagðir hafa látist í Mississippi-ríki og 19 í Flórída, Alabama, Georgíu og Tennessee. Samtals eru þetta 1037 manns og er óttast að talan kunni enn að hækka.

Erlent
Fréttamynd

Fálka sleppt úr Húsdýragarði

Fyrr í dag var grænlandsfálka, sem dvalið hafði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því sumar, sleppt við Hengil. Í tilkynningu frá garðinum segir að fálkinn, sem er kvenfugl, hafi komið í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi

Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

273 þúsund GSM-símar í noktun hér

Nær 273 þúsund GSM-farsímar eru í notkun hér á landi samkvæmt nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er með 64,5 prósent allra farsímaáskrifenda og 66,4 prósent þeirra sem eru með fyrirfram greidd símkort. 20.564 langdrægir NMT-farsímar eru í notkun og eru þeir allir í áskrift hjá Landsímanum að því er fram kemur í tölum Póst- og fjarskiptastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn Kópavogsbæjar semja

Starfsmannafélag Kópavogs hefur undirritað nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga vegna starfsmanna Kópavogsbæjar. Þetta er í annað skiptið í ár sem starfsmannafélagið og launanefndin ná samkomulagi en fyrri samningur þeirra var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Hermenn drepnir í Taílandi

Íbúar í þorpi í suðurhluta Taílands tóku tvo hermenn höndum og myrtu þá í dag vegna gruns um aðild þeirra að skotárás. Eftir því sem <em>BBC</em> greinir frá voru mennirnir gripnir eftir skotárás úr bíl í þorpinu og sökuðu sumir þorpsbúanna þá um að tilheyra dauðasveitum yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Flugvöllur fari ekki úr borginni

Verkalýðsfélag Húsavíkur varar í dag við þeirri umræðu að flytja innanlandsflugið. Reykjavík sé höfuðborg og hafi miklar skyldur gagnvart öllum Íslendingum, ekki bara höfuðborgarbúum. Þar séu flestar ríkisstofnanir staðsettar og hátæknisjúkrahús sem byggt hafi verið fyrir opinbert fé.

Innlent
Fréttamynd

Segir uppreisnarmenn innan hers

Uppreisnarmenn hafa náð að lauma sér inn í írakskar öryggissveitir. Þetta sagði ráðgjafi Íraksstjórnar í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann sagðist þó ekki vita hve mikið af uppreisnarmönnum væru innan raða öryggissveitanna. Mikil spenna virðist komin upp milli breskra og írakskra stjórnvalda eftir að breskar hersveitir brutust inn í fangelsi í Basra í fyrradag til að frelsa þaðan tvo breska fanga.

Erlent
Fréttamynd

Vilja flugið ekki flutt

Verkalýðsfélag Húsavíkur varar við umræðu meðal stjórnmálaafla í Reykjavík um flutning innanlandsflugs frá höfuðborginni. Félagið segir völlinn gegna veigamiklu hlutverki er varði öryggishagsmuni landsbyggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Jarðgöng er eina leiðin

"Við förum fram á öruggar samgöngur á svæðinu og ég sé ekki að þær verði tryggðar öðruvísi en með göngum," segir Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Bolungarvík og formaður Almannavarnarnefndar bæjarins. Í ályktun sem fundurinn samþykkti segir að um 600 til 700 ökutæki fara um Óshlíð daglega og oft hafi legið við stórslysi vegna grjóthruns og snjófljóða.

Innlent
Fréttamynd

Mörk Ísraels og Gasa landamæri

Ísraelar lýstu mörkin milli Ísraels og Gasa í morgun alþjóðleg landamæri. Það er í fyrsta sinn sem þeir tilgreina opinberlega landamæri að landsvæðum sem á endanum mynda sjálfstætt Palestínuríki. Ísraelar og útlendingar þurfa hér eftir að framvísa skilríkjum til að komast milli Ísraels og Gasa að sögn ísraelskra ráðamanna.

Erlent
Fréttamynd

Lög vantar um stofnunina

Á komandi þingi ætlar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um rekstur Ratsjárstofnunar, en komið hefur fram að stofnunin reynir að stýra ófaglærðu starfsfólki sínu frá stéttarfélagsaðild.

Innlent
Fréttamynd

Fellibyljir sumpart af mannavöldum

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður segir sjóinn í Mexíkóflóa óeðlilega hlýjan þegar hann er inntur eftir því hvers vegna svo margir sterkir fellibyljir ríði yfir á tiltölulega skömmum tíma. Sigurður segir sjóinn óeðilega hlýjan vegna hlýnandi loftslags en það megi aftur m.a. rekja til gróðurhúsaáhrifanna, en Bandaríkjamenn losi allra þjóða mest af gróðurhúsalofttegundum út í loftið.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar í Houston þurfa að fara

Borgarstjórinn í Houston í Texas, Bill White, tilkynnti í dag að allir íbúar sem byggju á svæðum sem lægju lágt og hætta væri á að flæddi yfir skyldu yfirgefa borgina á morgun vegna komu fellibylsins Rítu. Almannavarnir á svæðinu segja að allt að ein milljón manna í borginni verði að fara en búist er við Ríta taki land við Galveston, suðaustur af Houston, á föstudag eða laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla stefnu í auðlindamálum

Náttúruvaktin hyggst efna til mótmælastöðu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag kl. 17.45, en þá koma þátttakendur á alþjóðlegri rafskautaráðstefnu til móttöku í Ráðhúsinu. Í tilkynningu frá Náttúruvaktinni kemur fram að enn sé verið að auglýsa Ísland sem ódýrt orkuver og málmbræðsluland.

Innlent
Fréttamynd

Steinbítur friðaður við hrygningar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni, þ.e. frá og með 24. september næstkomandi til loka marsmánaðar 2006. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að reglugerðin sé gefin út að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar og í samráði við Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Hafi verið numin á brott

Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort átta ára gömul stúlka hafi verið numin á brott skammt frá Laugardalslauginni.

Innlent
Fréttamynd

Portus Group með vinningstillögu

Portus Group, sem er í eigu Landsafls hf., Nýsis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf., er með vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfnina í Reykjavík samkvæmt niðurstöðu matsnefndar og sérfræðinga Austurhafnar-TR. Þetta var kynnt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag sem og sú ákvörðun stjórnar Austurhafnar-TR að ganga til samninga um verkefnið við Portus Group.

Innlent
Fréttamynd

Ræða atvik í Basra í dag

Forsætisráðherra Íraks hittir varnarmálaráðherra Bretlands í Lundúnum í dag til þess að ræða frelsun breskra hermanna á tveim félögum sínum sem höfðu verið handteknir í borginni Basra. Írakar hafa tekið hófsamlega á þessu máli og ekki tekið sterkara til orða en að segja að það sé óheppilegt. Bretar segja hins vegar að hermenn þeirra hafi brugðist rétt við.

Erlent
Fréttamynd

Segja faraldur í Indónesíu

Yfirvöld á Indónesíu segja að upp sé kominn fuglaflensufaraldur í landinu. Í nótt lést fimm ára stúlka í Djakarta sem jafnvel er talin hafa smitast af fuglaflensu. Sex manns á sama spítala eru taldir vera með flensuna. Þegar hefur verið staðfest að fjórir hafi látist af völdum flensunnar í landinu undanfarna mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Þrír slasaðir eftir árekstur

Laust eftir klukkan sex í gærdag var fólksbifreið ekið aftan á flutningabifreið við hraðahindrun sem nýbúið er að setja upp á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir slysið, ökumaður og farþegi fólksbílsins, auk ökumanns flutningabifreiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segist eiga inni sjö vikna hvíld

Unglæknir telur sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi. Málaferli eru nú í gangi vegna ágreinings um hvíldartíma á annað hundrað unglækna, sem vinna eða hafa unnið hjá spítalanum.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Ríta stefnir á Texas

Öllum íbúum Galveston í Texas hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Rítu sem stefnir óðfluga þangað eftir að hafa farið fram hjá Florida Keys eyjaklasanum í gær. Ríta er nú orðin annars stigs fellibylur og styrkist óðum. Jafnvel er óttast að hún nái fjórða stigi á næstu sólarhringum þegar hún gæti farið yfir Texas eða Louisiana.

Erlent