Fréttir Ríkið látið borga Ríkið greiddi farsímareikninga Lone Dybkjær, eiginkonu Pouls Nyrups Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, á meðan hann gegndi því embætti. Erlent 23.10.2005 15:03 Sex þorp í sóttkví Yfirvöld í Rúmeníu hafa tilkynnt um fleiri tilfelli hættulegrar fuglaflensu í dag. Byrjað er að slátra fuglum í hundraðatali tl að koma í veg fyrir að veiran breiðist út. Erlent 23.10.2005 15:03 Ofstopafullar atlögur stjórnar Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér. Innlent 23.10.2005 16:58 Svipting ferðafrelsis ómannúðleg Rauði kross Íslands segir ómannúðlegt að svipta alla hælisleitendur ferðafrelsi, eins og hugmyndir eru uppi um, vegna þess að einhverjir glæpamenn kunni að misnota kerfið. Rauði krossinn mun lýsa áhyggjum sínum af þessu viðhorfi við stjórnvöld.</font /> Innlent 23.10.2005 15:03 Fuglaflensa í Tyrklandi Um tvö þúsund kalkúnar drápust af völdum fuglaflensu í vesturhluta Tyrklands. Mehdi Eker landbúnaðarráðherra sagði frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag en sagði yfirvöld þegar hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Hann sagði stjórnvöld hafa stjórn á fuglaflensunni. Erlent 23.10.2005 15:03 Kosningaþáttaka misgóð í Eyjafirði Kosningaþátttaka í sameiningarkosningunum á Eyjafjarðarsvæðinu er misgóð eftir sveitarfélögum. Í stærsta sveitarfélaginu, Akureyri, er þáttakan minni en í sameiningarkosningunum 1993 en þá var hún 36 prósent. Innlent 23.10.2005 15:03 Skallaði hurð Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:03 Nýr vegur opnaður Nýi vegurinn um Svínahraun var opnaður í dag. Vegarkaflinn er um fimm kílómetrar að lengd og styttist hringvegurinn um tæpan kílómetra. Með nýja veginum heyra tvær hættulegar beygjur sögunni til. Innlent 23.10.2005 15:03 Skiptar skoðanir fyrir austan Á Norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar, og á MiðAusturlandi um sameiningu Mjóafjarðar, þar sem fæstir eru á kjörskrá eða 38 manns, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:03 Nýr vegur um Svínahraun Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður umferð nú upp úr hádegi. Innlent 23.10.2005 15:03 Ein sameiningartillaga samþykkt Kjósendur í fjórum sveitarfélögum á Austfjörðum samþykktu tillögu um að sameina sveitarfélögin og urðu þar með fyrstir, og enn sem komið er einir, til að samþykkja sameiningartillögu. Mjóifjörður, Fjarðarbyggð, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast því í eitt sveitarfélag. Fjórtán sameiningartillögum hefur verið hafnað. Innlent 23.10.2005 16:58 Sjö létust í sjálfsmorðsárás Sjö létu lífið í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrir stundu. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum að hópi lögreglumanna og sprengdi sig í loft upp. Einn lögreglumaður og sex óbreyttir borgarar létust í árásinni. Tíu lögreglumenn og sex óbreyttir borgarar særðust í árásinni. Erlent 23.10.2005 15:03 Neyðarástand í Mið-Ameríku Að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns hafa farist í gríðarlegum aurflóðum í Mið-Ameríku og Mexíkó undanfarna daga. Erlent 23.10.2005 15:03 Ölvaður og keyrði glannalega Lögreglumenn stöðvuðu ökumann eftir að hann tók fram úr bíl á Reykjanesbraut á miklum hraða og glannalegan hátt. Þegar lögreglumenn fóru að tala við ökumanninn kom í ljós að hann keyrði ekki aðeins hratt og glannalega heldur var hann einnig ölvaður. Innlent 23.10.2005 15:03 Flugferðum aflýst Hundrað þrjátíu og átta flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og þúsundir farþega eru strandaglópar á Leonardo Da Vinci flugvellinum í Róm. Erlent 23.10.2005 15:03 400 börn létust í skólum sínum Fjögur hundruð börn létu lífið þegar tveir skólar í Pakistan hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan. Skólarnir eru báðir í Mansehra héraði í norðvesturhluta Pakistans. Óttast er að um þúsund manns hafi látist á þeim slóðum. Erlent 23.10.2005 15:03 Rólegt hjá lögreglu í nótt Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Innlent 23.10.2005 15:03 Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. Innlent 23.10.2005 15:03 Meiri pening þarf í fæðingarorlof Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. Innlent 23.10.2005 15:03 Stefnir í verkfall annað kvöld Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Innlent 23.10.2005 15:03 Eldur í Smáralind í nótt Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. Innlent 23.10.2005 15:03 Gúmmíbátur vélarvana Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. Innlent 23.10.2005 15:03 Hundruð smábarna með matareitrun Um 360 leik-skólabörn í vesturhluta Úkraínu hafa verið lögð inn á spítala vegna matareitrunar. Að minnsta kosti fjögur barnanna voru alvarlega veik. Erlent 23.10.2005 15:03 Trúfélög fá 40 milljónir aukalega Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:03 Ekki hjálparsveit til Pakistan Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld. Innlent 23.10.2005 16:58 Sameiningarkosningar í dag Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum. Innlent 23.10.2005 15:03 Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð. Innlent 23.10.2005 15:03 Misstu mótorinn í sjóinn Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. Innlent 23.10.2005 15:03 Fólk með lífsskrá gefur líffæri Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum. Innlent 23.10.2005 15:03 Hóta verkfalli Sjúkraliðar hóta verkfalli á elli- og hjúkrunarheimilum. Á fundi sjúkraliða sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í gær var lýst megnri óánægju með hve lengi hafi dregist að ganga frá kjarasamningum. Innlent 23.10.2005 15:03 « ‹ ›
Ríkið látið borga Ríkið greiddi farsímareikninga Lone Dybkjær, eiginkonu Pouls Nyrups Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, á meðan hann gegndi því embætti. Erlent 23.10.2005 15:03
Sex þorp í sóttkví Yfirvöld í Rúmeníu hafa tilkynnt um fleiri tilfelli hættulegrar fuglaflensu í dag. Byrjað er að slátra fuglum í hundraðatali tl að koma í veg fyrir að veiran breiðist út. Erlent 23.10.2005 15:03
Ofstopafullar atlögur stjórnar Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér. Innlent 23.10.2005 16:58
Svipting ferðafrelsis ómannúðleg Rauði kross Íslands segir ómannúðlegt að svipta alla hælisleitendur ferðafrelsi, eins og hugmyndir eru uppi um, vegna þess að einhverjir glæpamenn kunni að misnota kerfið. Rauði krossinn mun lýsa áhyggjum sínum af þessu viðhorfi við stjórnvöld.</font /> Innlent 23.10.2005 15:03
Fuglaflensa í Tyrklandi Um tvö þúsund kalkúnar drápust af völdum fuglaflensu í vesturhluta Tyrklands. Mehdi Eker landbúnaðarráðherra sagði frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag en sagði yfirvöld þegar hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Hann sagði stjórnvöld hafa stjórn á fuglaflensunni. Erlent 23.10.2005 15:03
Kosningaþáttaka misgóð í Eyjafirði Kosningaþátttaka í sameiningarkosningunum á Eyjafjarðarsvæðinu er misgóð eftir sveitarfélögum. Í stærsta sveitarfélaginu, Akureyri, er þáttakan minni en í sameiningarkosningunum 1993 en þá var hún 36 prósent. Innlent 23.10.2005 15:03
Skallaði hurð Lögreglan í Reykjanesbæ handtók karlmann á þrítugsaldri í gærkvöldi en á honum fannst amfetamín og töflur sem taldar eru E-töflur að sögn lögreglunnar. Innlent 23.10.2005 15:03
Nýr vegur opnaður Nýi vegurinn um Svínahraun var opnaður í dag. Vegarkaflinn er um fimm kílómetrar að lengd og styttist hringvegurinn um tæpan kílómetra. Með nýja veginum heyra tvær hættulegar beygjur sögunni til. Innlent 23.10.2005 15:03
Skiptar skoðanir fyrir austan Á Norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar, og á MiðAusturlandi um sameiningu Mjóafjarðar, þar sem fæstir eru á kjörskrá eða 38 manns, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:03
Nýr vegur um Svínahraun Nýi vegurinn um Svínahraun verður opnaður umferð nú upp úr hádegi. Innlent 23.10.2005 15:03
Ein sameiningartillaga samþykkt Kjósendur í fjórum sveitarfélögum á Austfjörðum samþykktu tillögu um að sameina sveitarfélögin og urðu þar með fyrstir, og enn sem komið er einir, til að samþykkja sameiningartillögu. Mjóifjörður, Fjarðarbyggð, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast því í eitt sveitarfélag. Fjórtán sameiningartillögum hefur verið hafnað. Innlent 23.10.2005 16:58
Sjö létust í sjálfsmorðsárás Sjö létu lífið í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, fyrir stundu. Árásarmaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefnum að hópi lögreglumanna og sprengdi sig í loft upp. Einn lögreglumaður og sex óbreyttir borgarar létust í árásinni. Tíu lögreglumenn og sex óbreyttir borgarar særðust í árásinni. Erlent 23.10.2005 15:03
Neyðarástand í Mið-Ameríku Að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns hafa farist í gríðarlegum aurflóðum í Mið-Ameríku og Mexíkó undanfarna daga. Erlent 23.10.2005 15:03
Ölvaður og keyrði glannalega Lögreglumenn stöðvuðu ökumann eftir að hann tók fram úr bíl á Reykjanesbraut á miklum hraða og glannalegan hátt. Þegar lögreglumenn fóru að tala við ökumanninn kom í ljós að hann keyrði ekki aðeins hratt og glannalega heldur var hann einnig ölvaður. Innlent 23.10.2005 15:03
Flugferðum aflýst Hundrað þrjátíu og átta flugferðum hefur verið frestað eða aflýst og þúsundir farþega eru strandaglópar á Leonardo Da Vinci flugvellinum í Róm. Erlent 23.10.2005 15:03
400 börn létust í skólum sínum Fjögur hundruð börn létu lífið þegar tveir skólar í Pakistan hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan. Skólarnir eru báðir í Mansehra héraði í norðvesturhluta Pakistans. Óttast er að um þúsund manns hafi látist á þeim slóðum. Erlent 23.10.2005 15:03
Rólegt hjá lögreglu í nótt Tiltölulega rólegt var hjá lögreglunni um land allt að öðru leyti á landinu í nótt en maður var þó stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Selfossi á fjórða tímanum í nótt. Innlent 23.10.2005 15:03
Rúta út af vegi Kalla þurfti á björgunarsveit þegar rúta með 50 grunnskólabörn frá Höfn í Hornafirði fór út af veginum við Oddsskarð, Eskifjarðarmegin, um tíuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á farþegunum. Innlent 23.10.2005 15:03
Meiri pening þarf í fæðingarorlof Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. Innlent 23.10.2005 15:03
Stefnir í verkfall annað kvöld Viðræður um nýjan kjarasamning starfsmanna Akranesbæjar eru á viðkvæmu stigi segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Innlent 23.10.2005 15:03
Eldur í Smáralind í nótt Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. Innlent 23.10.2005 15:03
Gúmmíbátur vélarvana Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. Innlent 23.10.2005 15:03
Hundruð smábarna með matareitrun Um 360 leik-skólabörn í vesturhluta Úkraínu hafa verið lögð inn á spítala vegna matareitrunar. Að minnsta kosti fjögur barnanna voru alvarlega veik. Erlent 23.10.2005 15:03
Trúfélög fá 40 milljónir aukalega Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:03
Ekki hjálparsveit til Pakistan Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld. Innlent 23.10.2005 16:58
Sameiningarkosningar í dag Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum. Innlent 23.10.2005 15:03
Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð. Innlent 23.10.2005 15:03
Misstu mótorinn í sjóinn Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag. Innlent 23.10.2005 15:03
Fólk með lífsskrá gefur líffæri Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum. Innlent 23.10.2005 15:03
Hóta verkfalli Sjúkraliðar hóta verkfalli á elli- og hjúkrunarheimilum. Á fundi sjúkraliða sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í gær var lýst megnri óánægju með hve lengi hafi dregist að ganga frá kjarasamningum. Innlent 23.10.2005 15:03
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent