Fréttir

Fréttamynd

Nettenging bætt á Vestfjörðum

Nettenging verður mun betri áður en langt um líður við Ísafjarðardjúp og á Ströndum því verið er að leggja svokallaða ISDN-tengingu þar um þessar mundir. Meðal annars hefur verið gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík þar sem rekin hefur verið ferðaþjónusta í 20 ár en fyrst nú er þar kostur á sæmilegri nettengingu.

Innlent
Fréttamynd

Ísfirskar konur með baráttufund

Ísfirskar konur gangast fyrir baráttu- og hátíðardagskrá á kvennafrídaginn 24. október og hafa boaða til utifundar á Silfurtorgi klukkna þrjú og síðan verður gengin kröfuganga um Pollgötu og niður Aðalstræti að Alþýðuhúsi þar sem fram fer hátíðardagskrá með fjölbreyttu sniði.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr verðhækkunum

Dregið hefur úr verðhækkunum og þar með þenslu á fasteignamarkaði. Hækkun fasteignaverðs mun leiða til um 0,15 prósenta hækkunar á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings.

Innlent
Fréttamynd

Langt frá því að vera nóg

Forseti Pakistans segir þá rúmlega þrjátíu og sjö milljarða króna, sem borist hafa frá alþjóðasamfélaginu vegna hamfaranna í Pakistan í síðustu viku, langt frá því að vera nóg. Segir hann að minnsta kosti þrjú hundruð milljarða króna þurfi til enduruppbyggingar á þeim svæðum sem verst urðu úti.

Erlent
Fréttamynd

Lögmaðurinn fannst myrtur

Lögmaður eins samstarfsmanna Saddams Husseins, sem ákærður er fyrir aðild að fjöldamorðum ásamt Hussein og sjö öðrum, fannst látinn í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Lögmaðurinn var skotinn til bana en honum var rænt af skrifstofu sinni í Bagdad í gær. Ekki er nánar vitað um málið að svo stöddu en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfkjörið í embætti

Sjálfkjörið var í miðstjórn og varaforsetaembætti á ársfundi Alþýðusambands Íslands í dag. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður til næstu tveggja ára og sjö voru kjörin í miðstjórn til jafnlangs tíma.

Innlent
Fréttamynd

Húsnæði BUGL löngu sprungið

Yfir 100 börn eru nú á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og er hafin söfnun fyrir stækkun undir starfsemina. Lýsing hf. mun í næsta mánuði kosta tónleika til styrktar Barna- og unglingageðdeildinni en vonir eru bundnar við að hægt verði að ráðast í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar á næstu 12 mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Senda hermenn til Pakistan

Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag að senda á bilinu fimm hundruð til þúsund hermenn og nokkrar þyrlur til Pakistan. Hermennirnir eiga að veita aðstoð við hjálparstarf á svæðunum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum áttunda október, þegar fimmtíu þúsund manns að lágmarki létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Vinna sameiginlega gegn flensunni

Heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins munu vinna sameiginlega að því að vinna bug á fuglaflensufaraldri í álfunni. Þetta kom fram á fundi sem ráðherrarnir héldu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Rússnesku skipverjunum fagnað

Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. 

Erlent
Fréttamynd

Hnífjafnt í Póllandi

Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari.

Erlent
Fréttamynd

Vinstri-grænir halda flokksþing

Landsfundur Vinstri - grænna verður settur klukkan 17.30 og klukkan sex ávarpar Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins landsfundarfulltrúa. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstri grænna til þessa, en um hundrað manns sátu fyrsta landsfundinn sem haldinn var á Akureyri árið 1999.

Innlent
Fréttamynd

Segir þingmönnum sagt rangt til

Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font />

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla um morðið á Hariri

Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons.

Erlent
Fréttamynd

Nýr vegur um Kolgrafarfjörð

Nýr vegur um Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi verður opnaður formlega í dag. Með veginum styttist leiðin á norðanverðu nesinu um sex kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Hefur vinnu á mánudag

Björn Bjarnason setti í dag Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara til að fara með þrjátíu og tvo ákæruliði Baugsmálsins. Sigurður Tómas hefur ekki fengið gögn um Baugsmálið í hendurnar en hann ætlar að hefja vinnu við það á mánudaginn. Hann vill ekki að málið dragist á langinn og stefnir að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir ekki síðar en í febrúarlok.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ-þingi lokið

Tveggja daga þingi Alþýðusambands lauk í dag. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að með því markverðasta eftir þingið séu ákvarðanir varðandi réttindi launþega í sjúkrasjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Bíldshöfða

Harður árekstur varð á Bildshöfða á fjórða tímanum þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Í fólksbílnum voru eldri hjón og voru þau bæði flutt á slysadeild en ökumaður jeppabifreiðarinnar slapp ómeiddur. Tafir urðu á umferð þar sem loka þurfti Bíldshöfðanum en nú er umferð komin í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Finnast löngu eftir lát sitt

Nokkrum sinnum á ári finnst fólk á heimilum sínum í Reykjavík eftir að hafa legið þar látið í vikur eða jafnvel mánuði áður en einhver veitir því athygli. Fyrir tveimur mánuðum fannst einstaklingur þremur mánuðum eftir andlát hans.

Innlent
Fréttamynd

Lögfræðingur tekinn af lífi

Lögmaður eins sakborninganna í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og félögum hans fannst myrtur á götu í Bagdad í gær. Morðið er áfall fyrir alla sem að réttarhöldunum koma.

Erlent
Fréttamynd

Ástrali dæmdur til dauða

Ástralskur maður hefur verið dæmdur til dauða í Singapúr fyrir eiturlyfjasmygl. Hann var tekinn með tæplega 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvellinum í Singapúr árið 2002 þegar hann millilenti þar á leið sinni frá Víetnam til Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlendingar axli ábyrgð

Sýrlensk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en fyrr í dag birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að hátt settir sýrlenskir og líbanskir embættismenn tengdust morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Jafnréttissjóður settur á fót

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót rannsóknasjóð sem á að fjármagna kynjarannsóknir. Sjóðurinn nefnist Jafnréttissjóður og verður settur á fót á kvennafrídaginn næsta mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Barnasmyglarar handteknir

Hollenskt par var handtekið á alþjóðaflugvellinum í Kólumbíu í vikunni fyrir að kaupa tíu daga gamalt barn þar í landi og ætla að smygla því til Hollands.

Erlent
Fréttamynd

500 þúsund án vinnu eftir Katrínu

Nærri hálf milljón manna hefur misst atvinnu sína vegna fellibyljanna Katrínar og Rítu. Lætur því nærri að fellibylirnir séu orsök fimmtán prósenta alls atvinnuleysis í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Erlent
Fréttamynd

Sífellt fleiri börn hringja í 112

Æ fleiri börn hringja í Neyðarlínuna 112 til að segja frá ofbeldisverkum á heimilum sínum. Neyðarlínan grípur inn í slík mál með tafarlausum útköllum starfsmanna Barnaverndar eða tilkynningum til viðkomandi nefndar.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðum Norðmanna vísað til Haag?

Svo kann að fara að spænskur útgerðarmaður skjóti íslenskum stjórnvöldum ref fyrir rass og vísi einhliða stjórnunaraðgerðum Norðmanna á hafsvæðinu við Svalbarða til Alþjóðadómstólsins í Haag, eins og íslensk stjórnvöld hafa velt fyrir sér að gera árum saman.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hættir við SAS

Icelandair hefur skipt um afgreiðslufyrirtæki á flugvöllum á Norðurlöndum. Félagið er hætt að skipta við SAS eins og verið hefur. Þess í stað munu fyrirtækin Servisair og Nordic Aero sjá um afgreiðslu farþega og farangurs fyrir flug félagsins.

Innlent