Fréttir Mótmælir fækkun bílastæða í miðborginni Stjórn Laugavegssamtakanna mótmælir harðlega fyrirætlunum meirihluta borgarstjórnar um að fækka bílastæðum í miðborginni og þrengja að aðkomu einkabílsins að miðborginni, eins og samtökin segja að standi berum orðum í stefnu meirihlutans. Ekkert samráð hafi verið haft við rekstraraðila eða íbúa um málið. Innlent 19.5.2006 12:10 Styrkjum úr Pokasjóði úthlutað í dag Styrkjum úr Pokasjóði verslunarinnar verður úthlutað í dag, en þeir nema alls 90 milljónum króna. Þetta er í ellefta sinn sem úthlutað er en sjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum. Alls bárust um 700 umsóknir til sjóðsins en í ár fá hátt í eitt hundrað einstaklingar, félagasamtök og stofnanir framlag úr sjóðnum. Innlent 19.5.2006 12:56 Stúdentar ekki sáttir þrátt fyrir hækkun framfærslu Stúdentar eru alls ekki sáttir við lánakjör sín þrátt fyrir breytingar til hækkunar á framfærslu sem samþykkt hefur verið í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs segir óviðunandi að námslán séu undir lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Innlent 19.5.2006 12:20 Leit að ungum manni frestað vegna veðurs Fyrirhugaðri leit björgunarsveita að Pétri Þorvarðarsyni sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað fram til næsta fimmtudags vegna veðurskilyrða. Péturs hefur verið saknað frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan á aðfararnótt sunndags en leit heimamanna síðustu daga hefur engum árangri skilað. Innlent 19.5.2006 12:39 Skriða vaxtahækkana að fara stað Skriða vaxtahækkana er að fara af stað eftir að Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta í gær. Vextir af húsnæðislánum bankanna eru nú komnir upp í það sama og vextir Íbúðalánasjóðs voru, áður en bankarnir fóru inn á þann markað fyrir hálfu öðru ári. Innlent 19.5.2006 12:02 D-listi með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi annað hvert atkvæði í kosningum til borgarstjórnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndi flokkurinn mælist í fyrsta sinn í sögu flokksins með nógu mikið fylgi í skoðanakönnun til að ná manni inn í borgarstjórn. Innlent 19.5.2006 11:58 Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu. Viðskipti erlent 19.5.2006 11:09 SPRON hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkunar SPRON hefur ákveðið að hækka bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti eftir að Seðlabankinn hækkaði í gær stýrivexti um 0,75 prósent. Óverðtryggðir vextir hækka um allt að 0,75 prósent en verðtryggðir vextir, það er vextir af nýjum íbúðalánum, um 0,3 prósent. Þeir fara því úr 4,6 prósentum í 4,9 prósent frá og með mánudeginum. Innlent 19.5.2006 10:15 Ætlar að vera áfram við fjallsrætur Merapi Á meðan mörg þúsund íbúar á indónesísku eyjunni Jövu flýja eldfjallið Merapi sem nú er að gjósa er einn áttræður maður sannfærður um að það sé óhætt að halda áfram til við fjallræturnar þar sem hann á heima. Erlent 19.5.2006 10:05 Éljagangur á norðaustanverður landinu í nótt Éljagangur var sums staðar á norðaustanverðinu í nótt og til dæmið gránaði niður i hlíðar á Vaðlaheiði, gengt Akureyri í nótt. Þar var hiti rétt yfir frostmarkinu klukkan sex í morgun þannig að næturfrost hefur víða verið til fjalla. Innlent 19.5.2006 09:56 Um fimmtungur segir ölvunarakstur hafa áhrif á afstöðu sína Um það bil tuttugu prósent, eða fimmtungur kjósenda í Árborg, segja að fréttir af ölvunarakstri Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, hafi áhrif á afstöðu þeirra í komandi bæjarstjórnarkosningum, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Innlent 19.5.2006 09:58 Guantanamofangelsi og leynifangelsum beri að loka Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum segir Guantanamo-fangelsið á Kúbu brjóta gegn alþjóðalögum og því beri að loka. Einnig beri Bandaríkjastjórn að loka leynifangelsum annars staðar í heiminum. Erlent 19.5.2006 10:02 Gripinn við innbrot í Síðumúla Lögreglumenn gripu mann sem ætlaði að brjótast inn í hús við Síðumúla í Reykjavík í nótt og náðu skömmu síðar bíl sem átti að nota til undankomu. Ökumaður hans og þjófurinn voru handteknir og verða þeir yfirheyrðir nánar. Innlent 19.5.2006 09:52 Reykhreinsibúnaður bilaði Bilun varð í einu reykhreinsivirki Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Reykur streymdi því út í loftið um fjögurra klukkutímaskeið áður en bilunin uppgötvaðist. Innlent 19.5.2006 09:48 Enn leitað að ræningja Lögregla leitar enn að manni, sem rændi talsverðu af lyfjum úr apóteki við Smiðjuveg í Kópavogi undir hádegi í gær. Hann ógnaði starfsfólki með öxi en vann engum mein. Hann er talinn vera á fertugsaldri. Innlent 19.5.2006 09:19 Fujimori látinn laus úr fangelsi Hæstiréttur í Chile lét í gær Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann á yfir höfði sér ákærur um spillingu og mannréttindabrot í heimalandinu og gera stjórnvöld þar þá kröfu að hann verði framseldur. Dómstólar í Chile eiga eftir að taka afstöðu til þess. Erlent 19.5.2006 09:06 Forkaupsréttur á jörð Ekki var fallist á forkaupsrétt eins eigenda jarðarinnar Garðs í Aðaldælahreppi að öðrum hlutum hennar samkvæmt dómi Hæstaréttar. Fór maðurinn fram á riftun samninga við aðra kaupendur vegna þessa. Innlent 19.5.2006 09:03 Landamæragirðing gagnrýnd Sú ákvörðun Bandaríkjaþings, að reisa 600 km langa girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna, var gagnrýnd harðlega á fundi utanríkisráðherra landa í Mið-Ameríku í gærkvöld. Erlent 19.5.2006 08:41 Baulað á Silvíu Nótt Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt, áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Evróvision í Olympiuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera afar fátítt , ef ekki eins dæmi. Eftir flutning hennar var líka púað, en einnig máti greina fagnaðar hróp. Lagið komst ekki áfram í aðal keppnina en ekki liggur fyrir hversu mörg atkvæði það hlaut í undanekppninni. Þrátt fyrir það söfnuðust íslenskir aðdáendur Silvíu víða saman í gær, bæði á heimilum og á veitingahúsum, og fylgdust spenntir með. Hvað sem sumir segja um áhugann á Evróvision-keppninni, þá voru götur á höfuðborgarsvæðinu nánast auðar, eins og um miðja nótt væri, meðan á keppninni stóð. Innlent 19.5.2006 08:35 Elsti frambjóðandinn 92 ára Elsti frambjóðandinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor er 92 ára. Sá er Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra frá Brekku í Mjóafirði. Hann er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Fjarðabyggð. Innlent 19.5.2006 08:33 23 létust í Kína af völdum fellibylsins Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar fellibylurinn Chanchu gekk yfir suðurhluta Kína í gær. Talið er að tala látinna eigi þó eftir að hækka nokkuð því fjölmargra er saknað, þar á meðal tæplega þrjátíu víetnamskra sjómanna sem voru á veiðum á kínverskum vötnum. Erlent 19.5.2006 08:14 Glitnir hækkar vexti af húsnæðislánum Vextir af húsnæðislánum Glitnis hækka upp í 4,9% á mánudag, úr því að vera 4,15% fyrir hálfu örðu ári, þegar bankarnir hófu samkeppni á íbúðalánamarkaði. Hækkunin hefur ekki áhrif á kjör þeirra, sem þegar hafa tekið lán. Vextir af óverðtryggðum lánum verða líka hækkaðir. Í tilkynningu frá Glitni segir að þetta sé gert eftir að Seðlabankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta í gær. Innlent 19.5.2006 08:11 Skotbardagar í Gaza-borg Skotbardagar brutust út í Gaza-borg í nótt á milli nýskipaðrar öryggissveitar Hamas-samtaka Palestínumanna og lögreglumanna hliðhollir Fatah-hreyfingunni. Erlent 19.5.2006 08:07 Stefnuskrá Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ kynnt Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ kynntu stefnuskrá sína í dag og mun megináhersla vera lögð á ábyrga fjármálastjórn, börnin í fyrsta sæti og málefni eldri borgara. Þá stefna Sjálfstæðismenn í bænum á að koma á rafrænni upplýsinga- og þjónustuveitu, tryggja fjölbreytt framboð lóða í bæjarfélaginu og byggingu mennngarhúss í miðbæ Mosfellsbæjar. Innlent 18.5.2006 22:32 Breytingar geti lækkað matarverð um 20 prósent Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst. Innlent 18.5.2006 22:38 Siðanefnd blaðamanna klofnaði Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands klofnaði í fyrsta sinn í 16 ár þegar nefndin úrskurðaði í kæru Steingríms Ólafssonar á hendur DV fyrir umfjöllun blaðsins á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni sem fannst myrtur í El Salvador en Steingrímur er bróðir hins látna. Meirihluti siðanefndar komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn þriðju grein siðareglnanna. Innlent 18.5.2006 22:30 Vilja allir hækka laun leikskólakennara Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Innlent 18.5.2006 22:19 Silvía Nótt komst ekki áfram Lagið Congratulations í flutningi Silvíu Nætur komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fara á laugardag. Undankeppni fór fram í kvöld og flutti Silvía íslenska lagið síðust keppenda. Lífið 18.5.2006 21:20 Bausch & Lomb innkallar linsuvökvann Framleiðendur Renu MoistureLoc, mest selda linsuvökva á Íslandi, og í heiminum öllum, hafa ákveðið að stöðva dreifingu hans og innkalla útistandandi birgðir. Óttast er að hann geti undir ákveðnum kringumstæðum valdið hornhimnubólgu sem aftur getur leitt til blindu. Erlent 18.5.2006 17:32 Lífeyrissjóðirnir sem sveiflujöfnun Lífeyrissjóðirnir geta verið nokkurs konar varagjaldeyrissjóður vegna fjárfestinga sinna erlendis segir Seðlabankastjóri. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti dregið úr gengissveiflum vegna þess hvernig þeir stýra fjárfestingum sínum erlendis. Innlent 18.5.2006 17:08 « ‹ ›
Mótmælir fækkun bílastæða í miðborginni Stjórn Laugavegssamtakanna mótmælir harðlega fyrirætlunum meirihluta borgarstjórnar um að fækka bílastæðum í miðborginni og þrengja að aðkomu einkabílsins að miðborginni, eins og samtökin segja að standi berum orðum í stefnu meirihlutans. Ekkert samráð hafi verið haft við rekstraraðila eða íbúa um málið. Innlent 19.5.2006 12:10
Styrkjum úr Pokasjóði úthlutað í dag Styrkjum úr Pokasjóði verslunarinnar verður úthlutað í dag, en þeir nema alls 90 milljónum króna. Þetta er í ellefta sinn sem úthlutað er en sjóðurinn fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum. Alls bárust um 700 umsóknir til sjóðsins en í ár fá hátt í eitt hundrað einstaklingar, félagasamtök og stofnanir framlag úr sjóðnum. Innlent 19.5.2006 12:56
Stúdentar ekki sáttir þrátt fyrir hækkun framfærslu Stúdentar eru alls ekki sáttir við lánakjör sín þrátt fyrir breytingar til hækkunar á framfærslu sem samþykkt hefur verið í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs segir óviðunandi að námslán séu undir lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Innlent 19.5.2006 12:20
Leit að ungum manni frestað vegna veðurs Fyrirhugaðri leit björgunarsveita að Pétri Þorvarðarsyni sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað fram til næsta fimmtudags vegna veðurskilyrða. Péturs hefur verið saknað frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan á aðfararnótt sunndags en leit heimamanna síðustu daga hefur engum árangri skilað. Innlent 19.5.2006 12:39
Skriða vaxtahækkana að fara stað Skriða vaxtahækkana er að fara af stað eftir að Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta í gær. Vextir af húsnæðislánum bankanna eru nú komnir upp í það sama og vextir Íbúðalánasjóðs voru, áður en bankarnir fóru inn á þann markað fyrir hálfu öðru ári. Innlent 19.5.2006 12:02
D-listi með meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn fengi annað hvert atkvæði í kosningum til borgarstjórnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndi flokkurinn mælist í fyrsta sinn í sögu flokksins með nógu mikið fylgi í skoðanakönnun til að ná manni inn í borgarstjórn. Innlent 19.5.2006 11:58
Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu. Viðskipti erlent 19.5.2006 11:09
SPRON hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkunar SPRON hefur ákveðið að hækka bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti eftir að Seðlabankinn hækkaði í gær stýrivexti um 0,75 prósent. Óverðtryggðir vextir hækka um allt að 0,75 prósent en verðtryggðir vextir, það er vextir af nýjum íbúðalánum, um 0,3 prósent. Þeir fara því úr 4,6 prósentum í 4,9 prósent frá og með mánudeginum. Innlent 19.5.2006 10:15
Ætlar að vera áfram við fjallsrætur Merapi Á meðan mörg þúsund íbúar á indónesísku eyjunni Jövu flýja eldfjallið Merapi sem nú er að gjósa er einn áttræður maður sannfærður um að það sé óhætt að halda áfram til við fjallræturnar þar sem hann á heima. Erlent 19.5.2006 10:05
Éljagangur á norðaustanverður landinu í nótt Éljagangur var sums staðar á norðaustanverðinu í nótt og til dæmið gránaði niður i hlíðar á Vaðlaheiði, gengt Akureyri í nótt. Þar var hiti rétt yfir frostmarkinu klukkan sex í morgun þannig að næturfrost hefur víða verið til fjalla. Innlent 19.5.2006 09:56
Um fimmtungur segir ölvunarakstur hafa áhrif á afstöðu sína Um það bil tuttugu prósent, eða fimmtungur kjósenda í Árborg, segja að fréttir af ölvunarakstri Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, hafi áhrif á afstöðu þeirra í komandi bæjarstjórnarkosningum, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Innlent 19.5.2006 09:58
Guantanamofangelsi og leynifangelsum beri að loka Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum segir Guantanamo-fangelsið á Kúbu brjóta gegn alþjóðalögum og því beri að loka. Einnig beri Bandaríkjastjórn að loka leynifangelsum annars staðar í heiminum. Erlent 19.5.2006 10:02
Gripinn við innbrot í Síðumúla Lögreglumenn gripu mann sem ætlaði að brjótast inn í hús við Síðumúla í Reykjavík í nótt og náðu skömmu síðar bíl sem átti að nota til undankomu. Ökumaður hans og þjófurinn voru handteknir og verða þeir yfirheyrðir nánar. Innlent 19.5.2006 09:52
Reykhreinsibúnaður bilaði Bilun varð í einu reykhreinsivirki Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Reykur streymdi því út í loftið um fjögurra klukkutímaskeið áður en bilunin uppgötvaðist. Innlent 19.5.2006 09:48
Enn leitað að ræningja Lögregla leitar enn að manni, sem rændi talsverðu af lyfjum úr apóteki við Smiðjuveg í Kópavogi undir hádegi í gær. Hann ógnaði starfsfólki með öxi en vann engum mein. Hann er talinn vera á fertugsaldri. Innlent 19.5.2006 09:19
Fujimori látinn laus úr fangelsi Hæstiréttur í Chile lét í gær Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann á yfir höfði sér ákærur um spillingu og mannréttindabrot í heimalandinu og gera stjórnvöld þar þá kröfu að hann verði framseldur. Dómstólar í Chile eiga eftir að taka afstöðu til þess. Erlent 19.5.2006 09:06
Forkaupsréttur á jörð Ekki var fallist á forkaupsrétt eins eigenda jarðarinnar Garðs í Aðaldælahreppi að öðrum hlutum hennar samkvæmt dómi Hæstaréttar. Fór maðurinn fram á riftun samninga við aðra kaupendur vegna þessa. Innlent 19.5.2006 09:03
Landamæragirðing gagnrýnd Sú ákvörðun Bandaríkjaþings, að reisa 600 km langa girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna, var gagnrýnd harðlega á fundi utanríkisráðherra landa í Mið-Ameríku í gærkvöld. Erlent 19.5.2006 08:41
Baulað á Silvíu Nótt Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt, áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Evróvision í Olympiuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera afar fátítt , ef ekki eins dæmi. Eftir flutning hennar var líka púað, en einnig máti greina fagnaðar hróp. Lagið komst ekki áfram í aðal keppnina en ekki liggur fyrir hversu mörg atkvæði það hlaut í undanekppninni. Þrátt fyrir það söfnuðust íslenskir aðdáendur Silvíu víða saman í gær, bæði á heimilum og á veitingahúsum, og fylgdust spenntir með. Hvað sem sumir segja um áhugann á Evróvision-keppninni, þá voru götur á höfuðborgarsvæðinu nánast auðar, eins og um miðja nótt væri, meðan á keppninni stóð. Innlent 19.5.2006 08:35
Elsti frambjóðandinn 92 ára Elsti frambjóðandinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor er 92 ára. Sá er Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra frá Brekku í Mjóafirði. Hann er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Fjarðabyggð. Innlent 19.5.2006 08:33
23 létust í Kína af völdum fellibylsins Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar fellibylurinn Chanchu gekk yfir suðurhluta Kína í gær. Talið er að tala látinna eigi þó eftir að hækka nokkuð því fjölmargra er saknað, þar á meðal tæplega þrjátíu víetnamskra sjómanna sem voru á veiðum á kínverskum vötnum. Erlent 19.5.2006 08:14
Glitnir hækkar vexti af húsnæðislánum Vextir af húsnæðislánum Glitnis hækka upp í 4,9% á mánudag, úr því að vera 4,15% fyrir hálfu örðu ári, þegar bankarnir hófu samkeppni á íbúðalánamarkaði. Hækkunin hefur ekki áhrif á kjör þeirra, sem þegar hafa tekið lán. Vextir af óverðtryggðum lánum verða líka hækkaðir. Í tilkynningu frá Glitni segir að þetta sé gert eftir að Seðlabankinn tilkynnti hækkun stýrivaxta í gær. Innlent 19.5.2006 08:11
Skotbardagar í Gaza-borg Skotbardagar brutust út í Gaza-borg í nótt á milli nýskipaðrar öryggissveitar Hamas-samtaka Palestínumanna og lögreglumanna hliðhollir Fatah-hreyfingunni. Erlent 19.5.2006 08:07
Stefnuskrá Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ kynnt Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ kynntu stefnuskrá sína í dag og mun megináhersla vera lögð á ábyrga fjármálastjórn, börnin í fyrsta sæti og málefni eldri borgara. Þá stefna Sjálfstæðismenn í bænum á að koma á rafrænni upplýsinga- og þjónustuveitu, tryggja fjölbreytt framboð lóða í bæjarfélaginu og byggingu mennngarhúss í miðbæ Mosfellsbæjar. Innlent 18.5.2006 22:32
Breytingar geti lækkað matarverð um 20 prósent Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst. Innlent 18.5.2006 22:38
Siðanefnd blaðamanna klofnaði Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands klofnaði í fyrsta sinn í 16 ár þegar nefndin úrskurðaði í kæru Steingríms Ólafssonar á hendur DV fyrir umfjöllun blaðsins á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni sem fannst myrtur í El Salvador en Steingrímur er bróðir hins látna. Meirihluti siðanefndar komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn þriðju grein siðareglnanna. Innlent 18.5.2006 22:30
Vilja allir hækka laun leikskólakennara Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Innlent 18.5.2006 22:19
Silvía Nótt komst ekki áfram Lagið Congratulations í flutningi Silvíu Nætur komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fara á laugardag. Undankeppni fór fram í kvöld og flutti Silvía íslenska lagið síðust keppenda. Lífið 18.5.2006 21:20
Bausch & Lomb innkallar linsuvökvann Framleiðendur Renu MoistureLoc, mest selda linsuvökva á Íslandi, og í heiminum öllum, hafa ákveðið að stöðva dreifingu hans og innkalla útistandandi birgðir. Óttast er að hann geti undir ákveðnum kringumstæðum valdið hornhimnubólgu sem aftur getur leitt til blindu. Erlent 18.5.2006 17:32
Lífeyrissjóðirnir sem sveiflujöfnun Lífeyrissjóðirnir geta verið nokkurs konar varagjaldeyrissjóður vegna fjárfestinga sinna erlendis segir Seðlabankastjóri. Hann telur að lífeyrissjóðirnir geti dregið úr gengissveiflum vegna þess hvernig þeir stýra fjárfestingum sínum erlendis. Innlent 18.5.2006 17:08