Fréttir Exista kaupir VÍS eignarhaldsfélag Fjárfestingarfélagið Exista hefur keypt VÍS, eignarhaldsfélag. Kaupin eru undirbúningur í skráningu í Exista í Kauphöll Íslands en það mun verða eitt stærsta félagið í Kauphöllinni. Innlent 31.5.2006 18:17 Tilbúnir til viðræðna Bandaríkjamenn segjast reiðubúnir til að hefja beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra en útiloka ekki að beita hervaldi fari samningar út um þúfur. Erlent 31.5.2006 18:13 Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Innlent 31.5.2006 17:53 Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar þjóðlenda Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar er þjóðalenda samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Orkuveitunnar segir úrskurðinn koma á óvart. Kröfu ríkisins um að efsti hluti Esjunnar sé þjóðlenda var hafnað. Innlent 31.5.2006 17:42 Stór hluti hugbúnaðar á Íslandi er stolinn Um 57 prósent hugbúnaðar á Íslandi er illa fenginn og skipar Ísland sér í sæti með löndum í Austur-Evrópu og Asíu. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til skoðunar að beiðni Microsoft á Íslandi hvernig hægt sé að stemma stigu við hugbúnaðarstuldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem markaðsrannóknarfyrirtækið IDC gerði fyrir samtökin BSA en meðlimir þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Apple, Adope og McAfee. Innlent 31.5.2006 17:42 Valgerður vill rannsókn vegna áletrunar á borða Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent lögreglustjóranum í Reykjavík bréf vegna áletrunar á mótmælaborða í göngu Íslandsvina síðastliðinn laugardag. Innlent 31.5.2006 17:39 Bjartsýni á evrusvæðinu Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:21 Stýrivextir hækka í Noregi Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:03 Nýr bæjarstjóri á Hornafirði Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið. Innlent 31.5.2006 16:11 Uppsagnir í tímaritaútgáfu Fróða Niðurskurður er á tímaritaútgáfunni Fróða. Ritstjórum tímaritanna Séð og heyrt og Vikunnar hefur verið sagt upp störfum auk nokkurra annarra starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta var tilkynnt á nýafstöðnum fundi í fyrirtækinu í dag. Innlent 31.5.2006 16:11 Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Viðskipti erlent 31.5.2006 15:32 Dr. Agnar hlaut hvatningarverðlaunin Agnar Helgason, doktor í mannfræði, hlaut í dag Hvatningarverðlaun Visinda- og tækniráðs. Forsætisráðherra veitti honum verðlaunin fyrir hönd valnefndarinnar. Innlent 31.5.2006 13:55 Illa gengur að stilla til friðar í Austur-Tímor Illa gengur að koma á friði í Austur Tímor eftir að forsætisráðherrann rak 600 hermenn sem höfðu hafið verkfall. Átökin hafa kostað alls 27 manns lífið. Erlent 31.5.2006 12:10 Ætlar að stöðva átök hvað sem það kostar Forsætisráðherra Íraks segist ætla að stöðva átökin í landinu, hvað sem það kostar. Átökin í Írak hafa aldrei verið verið meiri og hafa tugir fallið í árásum síðustu tvo sólarhringa. Erlent 31.5.2006 12:06 Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi, þegar flokkurinn komst ekki að við myndun bæjarstjórnar í Bolungarvík í gærkvöldi. Innlent 31.5.2006 12:01 Sérverslunum, skautahöll og kanaútvarpinu lokað Nokkrum sérverslunum og skautahöllinni á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli verður lokað í dag. Á morgun á svo að slökkva endanlega á sjálfu kanaútvarpinu. Innlent 31.5.2006 11:56 Breytingar hjá Kaupþing banka Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:59 Breytingar á forystu Framsóknarflokksins óhjákvæmilegar? Menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins. Þetta segir þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson. Hann útilokar ekki að það hafi verið mistök af hálfu flokksins að krefjast forsætisráðherrastólsins. Innlent 31.5.2006 11:08 Exista eignast VÍS Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:08 Vörskiptahalli í apríl tvöfalt meiri en í fyrra Vöruskiptahallinn vil útlönd nam tæpum 10 milljörðum króna í apríl, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Það er hátt í tvöfalt meiri halli en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 31.5.2006 10:57 Milosevic ekki myrtur Ekkert bendir til þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið myrtur og óvíst er hvort hægt hefði verið að bjarga honum hefði hann fengið þá læknisaðstoð sem hann óskaði eftir. Þetta er niðurstaða dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur dauða forsetans mars en þá var hann í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Erlent 31.5.2006 10:00 Atlantsolía opna sjöttu bensínstöðina á höfuðborgarsvæðinu Atlantsolía opnar sína sjöttu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu í dag og er hún við rætur Öskjuhlíðar, beint fyrir neðan Keiluhöllina. Innlent 31.5.2006 09:30 Væntingavísitala Gallups undir 100 stigum Væntingavísitala Gallups mælist nú undir 100 stigum í fyrsta sinn síðan í desember árið 2002. Þegar hún mælist undir hundrað, þá eru fleiri neytendur svartsýnir á efnahagsástandið, en bjartsýnir. Innlent 31.5.2006 09:27 Kananum lokað í dag Miðbylgjuútvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eða "kananum", eins og hún var alltaf kölluð, verður lokað í dag samkvæmt brottflutningsáætlun bandaríkjahers. Innlent 31.5.2006 09:22 Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í Asíu Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í mörgum löndum Asíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN AIDS sem fer með mál sjúkdómsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 31.5.2006 07:50 Reyklausi dagurinn í dag Alþjóðlegur baráttudagur gegn tóbaksnotkun er í dag, eða „Reyklausi dagurinn" eins og hann var kallaður. Lögð er áhersla á að hvetja fólk til að hætta tóbaksnotkun. Fyrir tuttugu árum sögðust um 27 prósent landsmanna reykja en sú tala er nú komin niður í 20 prósent. Innlent 31.5.2006 07:47 Gengu berskerksgang í París Óeirðarlögreglan í París hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir að mótmælendur gengu berserksgang um nokkur úthverfi borgarinnar og kveiktu í byggingum og bílum, þar á meðal í lögreglubifreið. Erlent 31.5.2006 07:44 Úrskurður í þjóðlendumálum Óbyggðanefnd mun í dag kveða upp úrskurð í fimm þjóðlendumálum og fjalla þau öll um landssvæði á Suðvesturlandi. Þau varða Stór-Reykjavík, Ölfus, Grafning, Grindavík, Vatnsleysu og Kjalarnes og Kjós. Innlent 31.5.2006 07:38 Fjöldi látinna kominn í tæplega 6000 Fjöldi látinna eftir að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter reið yfir indónesísku eyjuna Jövu er nú kominn í tæplega sex þúsund. Þá eru tæplega 650 þúsund manns heimilislausir samkvæmt yfirvöldum í landinu Erlent 31.5.2006 07:32 Svissneska farþegaþotan enn í Keflavík Swiss Air farþegaþotan, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að annar hreyfill hennar bilaði þegar hún var stödd skammt frá landinu á leiði sinni til Bandaríkjanna, er enn á flugvellinum. Sextíu manns sem voru um borð gistu í Keflavík og víðar í nótt. Innlent 31.5.2006 07:25 « ‹ ›
Exista kaupir VÍS eignarhaldsfélag Fjárfestingarfélagið Exista hefur keypt VÍS, eignarhaldsfélag. Kaupin eru undirbúningur í skráningu í Exista í Kauphöll Íslands en það mun verða eitt stærsta félagið í Kauphöllinni. Innlent 31.5.2006 18:17
Tilbúnir til viðræðna Bandaríkjamenn segjast reiðubúnir til að hefja beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra en útiloka ekki að beita hervaldi fari samningar út um þúfur. Erlent 31.5.2006 18:13
Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð. Innlent 31.5.2006 17:53
Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar þjóðlenda Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar er þjóðalenda samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Orkuveitunnar segir úrskurðinn koma á óvart. Kröfu ríkisins um að efsti hluti Esjunnar sé þjóðlenda var hafnað. Innlent 31.5.2006 17:42
Stór hluti hugbúnaðar á Íslandi er stolinn Um 57 prósent hugbúnaðar á Íslandi er illa fenginn og skipar Ísland sér í sæti með löndum í Austur-Evrópu og Asíu. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til skoðunar að beiðni Microsoft á Íslandi hvernig hægt sé að stemma stigu við hugbúnaðarstuldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem markaðsrannóknarfyrirtækið IDC gerði fyrir samtökin BSA en meðlimir þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Apple, Adope og McAfee. Innlent 31.5.2006 17:42
Valgerður vill rannsókn vegna áletrunar á borða Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent lögreglustjóranum í Reykjavík bréf vegna áletrunar á mótmælaborða í göngu Íslandsvina síðastliðinn laugardag. Innlent 31.5.2006 17:39
Bjartsýni á evrusvæðinu Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:21
Stýrivextir hækka í Noregi Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. Viðskipti erlent 31.5.2006 17:03
Nýr bæjarstjóri á Hornafirði Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið. Innlent 31.5.2006 16:11
Uppsagnir í tímaritaútgáfu Fróða Niðurskurður er á tímaritaútgáfunni Fróða. Ritstjórum tímaritanna Séð og heyrt og Vikunnar hefur verið sagt upp störfum auk nokkurra annarra starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta var tilkynnt á nýafstöðnum fundi í fyrirtækinu í dag. Innlent 31.5.2006 16:11
Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Viðskipti erlent 31.5.2006 15:32
Dr. Agnar hlaut hvatningarverðlaunin Agnar Helgason, doktor í mannfræði, hlaut í dag Hvatningarverðlaun Visinda- og tækniráðs. Forsætisráðherra veitti honum verðlaunin fyrir hönd valnefndarinnar. Innlent 31.5.2006 13:55
Illa gengur að stilla til friðar í Austur-Tímor Illa gengur að koma á friði í Austur Tímor eftir að forsætisráðherrann rak 600 hermenn sem höfðu hafið verkfall. Átökin hafa kostað alls 27 manns lífið. Erlent 31.5.2006 12:10
Ætlar að stöðva átök hvað sem það kostar Forsætisráðherra Íraks segist ætla að stöðva átökin í landinu, hvað sem það kostar. Átökin í Írak hafa aldrei verið verið meiri og hafa tugir fallið í árásum síðustu tvo sólarhringa. Erlent 31.5.2006 12:06
Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi, þegar flokkurinn komst ekki að við myndun bæjarstjórnar í Bolungarvík í gærkvöldi. Innlent 31.5.2006 12:01
Sérverslunum, skautahöll og kanaútvarpinu lokað Nokkrum sérverslunum og skautahöllinni á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli verður lokað í dag. Á morgun á svo að slökkva endanlega á sjálfu kanaútvarpinu. Innlent 31.5.2006 11:56
Breytingar hjá Kaupþing banka Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:59
Breytingar á forystu Framsóknarflokksins óhjákvæmilegar? Menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins. Þetta segir þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson. Hann útilokar ekki að það hafi verið mistök af hálfu flokksins að krefjast forsætisráðherrastólsins. Innlent 31.5.2006 11:08
Exista eignast VÍS Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. Viðskipti innlent 31.5.2006 11:08
Vörskiptahalli í apríl tvöfalt meiri en í fyrra Vöruskiptahallinn vil útlönd nam tæpum 10 milljörðum króna í apríl, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Það er hátt í tvöfalt meiri halli en í sama mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 31.5.2006 10:57
Milosevic ekki myrtur Ekkert bendir til þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið myrtur og óvíst er hvort hægt hefði verið að bjarga honum hefði hann fengið þá læknisaðstoð sem hann óskaði eftir. Þetta er niðurstaða dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur dauða forsetans mars en þá var hann í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Erlent 31.5.2006 10:00
Atlantsolía opna sjöttu bensínstöðina á höfuðborgarsvæðinu Atlantsolía opnar sína sjöttu bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu í dag og er hún við rætur Öskjuhlíðar, beint fyrir neðan Keiluhöllina. Innlent 31.5.2006 09:30
Væntingavísitala Gallups undir 100 stigum Væntingavísitala Gallups mælist nú undir 100 stigum í fyrsta sinn síðan í desember árið 2002. Þegar hún mælist undir hundrað, þá eru fleiri neytendur svartsýnir á efnahagsástandið, en bjartsýnir. Innlent 31.5.2006 09:27
Kananum lokað í dag Miðbylgjuútvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eða "kananum", eins og hún var alltaf kölluð, verður lokað í dag samkvæmt brottflutningsáætlun bandaríkjahers. Innlent 31.5.2006 09:22
Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í Asíu Alnæmissjúklingum fjölgar hratt í mörgum löndum Asíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UN AIDS sem fer með mál sjúkdómsins hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 31.5.2006 07:50
Reyklausi dagurinn í dag Alþjóðlegur baráttudagur gegn tóbaksnotkun er í dag, eða „Reyklausi dagurinn" eins og hann var kallaður. Lögð er áhersla á að hvetja fólk til að hætta tóbaksnotkun. Fyrir tuttugu árum sögðust um 27 prósent landsmanna reykja en sú tala er nú komin niður í 20 prósent. Innlent 31.5.2006 07:47
Gengu berskerksgang í París Óeirðarlögreglan í París hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir að mótmælendur gengu berserksgang um nokkur úthverfi borgarinnar og kveiktu í byggingum og bílum, þar á meðal í lögreglubifreið. Erlent 31.5.2006 07:44
Úrskurður í þjóðlendumálum Óbyggðanefnd mun í dag kveða upp úrskurð í fimm þjóðlendumálum og fjalla þau öll um landssvæði á Suðvesturlandi. Þau varða Stór-Reykjavík, Ölfus, Grafning, Grindavík, Vatnsleysu og Kjalarnes og Kjós. Innlent 31.5.2006 07:38
Fjöldi látinna kominn í tæplega 6000 Fjöldi látinna eftir að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter reið yfir indónesísku eyjuna Jövu er nú kominn í tæplega sex þúsund. Þá eru tæplega 650 þúsund manns heimilislausir samkvæmt yfirvöldum í landinu Erlent 31.5.2006 07:32
Svissneska farþegaþotan enn í Keflavík Swiss Air farþegaþotan, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að annar hreyfill hennar bilaði þegar hún var stödd skammt frá landinu á leiði sinni til Bandaríkjanna, er enn á flugvellinum. Sextíu manns sem voru um borð gistu í Keflavík og víðar í nótt. Innlent 31.5.2006 07:25