Fréttir Tafir á Kastrup Miklar tafir hafa orðið á flugi frá Kastrup flugvelli síðustu tvo daga. Að sögn langþreytts farþega biðu hundruð viðskiptavina Icelandair og Iceland Express klukkustundum saman eftir að komast heim í gær. Upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að þessar tafir stafi annars vegar af verkfallsdeilum þjónustuaðila á flugvellinum og hins vegar af bilunum í færiböndum fyrir töskur. Borið hefur við að farþegar hafi fengið töskur sínar með seinna flugi af þessum sökum. Leyst hefur verið úr launadeilum dönsku starfsmannanna en hins vegar er hægt að búast við að tæknileg vandamál geri vart við sig eitthvað áfram. Innlent 3.7.2006 18:18 Rigningarlaust í sex daga í júní Aðeins sex alþurrir dagar voru í Reykjavík í júní og Reykvíkingar því orðnir nokkuð sólsveltir. Sundlaugagestir í Laugardalnum létu sólarleysið þó ekki á sig fá á meðan sólbekkirnir lágu ónotaðir í stöflum. Innlent 3.7.2006 18:30 Innflytjendaflokkur stofnaður á næstu dögum Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir að tími sé kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu. Paul F. Nikolov, blaðamaður á Reykjavík Grapevine, skrifaði pistil í nýjasta tölublaði blaðsins sem kom út á föstudaginn var. Hann segir að niðurstöður sveitastjórnarkosninganna hafi verið mörgum vonbrigði. Þeir flokkar sem buðu fram hafi lagt litla áherslu á málefni innflytjenda. Innlent 3.7.2006 18:09 Ók á áhorfendur að kappróðri Tíu slösuðust þegar ökumaður ók bíl sínum í gegnum áhorfendaskara við kappróðrarkeppni og út í Ohio-á í Bandaríkjunum í gær. Fjórir slösuðust, þar á meðal ökumaðurinn. Allir dvelja þeir enn á sjúkrahúsi og tveir eru í lífshættu. Ökumaðurinn, sem er átján ára, var meðvitundarlaus þegar hann var dreginn upp úr ánni. Talið er að hann hafi misst meðvitund af óþekktum orsökum og það hafi valdið slysinu. Erlent 3.7.2006 18:03 Réttað yfir Rauðu kmerunum Dómarar og saksóknarar við sérskipaðan stríðsglæpadómstól í Kambódíu tóku við embætti í dag. Þar verður réttað yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu kmeranna sem eru sakaðir um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Kmerarnir voru við völd á árunum 1975 til 1979 og talið að um 1,7 milljón manna hafi látist úr hungri og þrældómi auk þess sem fjölmargir voru myrtir. Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna, lést árið 1998. Fjölmargir nánir samstarfsmenn hans ganga enn lausir og geta um frjálst höfuð strokið í Kambódíu. Erlent 3.7.2006 17:59 Nærri 90% Íslendinga nota tölvu og netið Nærri níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og netið. Þetta kemur fram í könnun Hagstofunnar á notkun landsmanna á tæknibúnaði og netinu. Engin Evrópuþjóð er með jafn hátt hlutfall nettenginga og Íslendingar. Innlent 3.7.2006 17:07 Fyrrverandi samgönguráðherra sendir þeim núverandi tóninn Halldór Blöndal, fyrrverandi samgöngumálaráðherra, sendir Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráðherra, tóninn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að leið einkaframkvæmdar, sem Sturla vilji fara, sé engin töfralausn heldur til þess gerð að fela lántökur ríksins. Í grein Halldórs minnist hann sérstaklega á fyrirhugaðar framkvæmdir við veg úr Reykjavík austur að Þjórsárbrú. Hann segir að slíkur vegur yrði fjármagnaður með svokölluðum skuggagjöldum; aðferð sem bæði hann og Steingrímur J. Sigfússon hafi afskrifað á sínum tíma. Skynsamlegra sé að nýta þá þekkingu og reynslu sem vegagerðin býr að. Innlent 3.7.2006 16:34 Vonast eftir góðu gengi geimferjunar Bjarni Tryggvason geimfari segir mikilvægt fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA að ferð geimferjunnar Discovery takist vel. Geimskoti hefur verið frestað tvisvar en vonast er til að ferjan fari á loft á morgun. Innlent 3.7.2006 16:24 Írakar krefja Jórdaníu um dóttur Saddams Raghad, dóttir Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta, er gestur konungsfjölskyldurnnar í Jórdaníu þar sem hún heldur til og hefur fengið hæli af mannúðarástæðum. Írösk stjórnvöld segja hana og móður hennar, eftirlýst og ætla að krefjast framsals. Forsætisráðherra Jórdaníu greindi frá því í morgun að Raghad, dóttir einræðisherrans fyrrverandi, væri gestur jórdönsku konungsfjölskyldunnar, og hefði fengið hæli þar í landi ásamt börnum sínum með því skilyrði að hún tæki ekki þátt í starfi stjórnmálaafls eða léti að sér kveða á því sviði. Þjóðaröryggisráðgjafi stjórnvalda í Írak segir að framsals hennar veðri krafist þar sem hún sé eftirlýst í heimalandi sínu. Þrátt fyrir loforð hennar gagnvart jórdönskum yfirvöldum er hún sögð hafa skipulagt fjáröflun til að hún geti greitt lögfræðikostnað föðurs síns. Jórdönsk yfirvöld segjast ekki hafa fengið formlega framsalsbeiðni frá íröskum stjórnvöldum. Eiginkona Íraksforseta fyrrverandi, Sajida, er einnig eftirlýst en hún heldur til í Doha, höfuðborg Katar, þar sem henni hefur verið veitt hæli. Írösk stjórnvöld hafa haldið því fram að ættingjar Saddams Hússeins fjármagni andspyrnuhópa í Írak og því gengið hart fram í að óska framsals. Erlent 3.7.2006 16:18 Miklar tafir á Kastrup Miklar tafir hafa orðið á flugi frá Kastrup flugvelli síðustu tvo daga eða svo. Að sögn langþreytts farþega biðu hundruð viðskiptavina Icelandair og Iceland express klukkustundum saman eftir að komast heim í gær. Upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að þessar tafir stafi annars vegar af verkfallsdeilum þjónustuaðila á flugvellinum og hins vegar af bilunum í færiböndum fyrir töskuflutninga. Borið hefur við að farþegar hafi fengið töskur sínar með seinna flugi af þessum sökum. Leyst hefur verið úr launadeilum dönsku starfsmannanna en hins vegar geta tæknileg vandamál gert vart við sig eitthvað áfram. Innlent 3.7.2006 16:13 Á fjórða tug manna látnir Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust. Ekki er talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Um það bil tvö hundruð og fimmtíu lögreglumenn og minnst tuttugu slökkviliðsmenn komu þegar á vettvang og flytja þurfti um hundrað og fimmtíu manns frá lestarstöðinni þar sem slysið varð. Talsmaður björgunarsveita í Valenciu segir að einn lestarvagn, hið minnsta, hafi farið af sporinu þegar lestin var að leggja af stað frá lestarstöð í miðborginni. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða, líkast til hafi lestin farið of hratt og hjól gefið sig. Áður var talið að veggur hefði hrunið á einn lestarvagninn en það hefur nú verið útilokað. Rúmlega sextíu milljón manns notuðu neðanjarðarlestarkerfið í Valecia í fyrra, að meðaltali um hundrað sextíu og fimm þúsund manns á dag. Valencia er ein stærsta borgin á Spáni en þar búa um sex hundruð þúsund manns. Fjölmargir gestir eru væntanlegir til borgarinnar þar sem mikil fjölskylduhátíð er haldinn þar um næstu helgi. Meðal gesta er Benedikt páfi sextándi. Erlent 3.7.2006 16:00 Segir Sýrlendinga ábyrga Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Sýrlendinga bera ábyrgð á örlögum ísraelska hermannsins sem hefur verIð í haldi herskárra Palestínumanna í Rúma viku. Hann er sagður í haldi manna sem tengist Hamas-samtökunum sem leiða heimastjórn Palestínumanna. Peretz lagði áherslu á það í dag að Khaled Mashaal, æðsti leiðtogi Hamas, hefðist við í Sýrlandi og því teldu Ísraelar ljóst að Hamas og Mashaal störfuðu með stuðningi stjórnvalda í Damascus. Ísraelar hafa sent herlið sitt til árása á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermannsins. Erlent 3.7.2006 15:56 Segir harðar aðgerðir við ólöglegum veiðum nauðsynlegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðum norsku strandgæslunnar að færa skipið “Joana” til hafnar í dag. Skipverjar þess voru á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði norður af Noregi. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins er skipið “þjóðernislaust” það er að segja, siglir hvorki undir fána nokkurs ríkis né eru á því merkingar um heimahöfn eða skráningarnúmer. Íslensk stjórnvöld hafa átt samstarf við ýmsar þjóðir, þar á meðal Norðmenn, sem ætlað er að efla aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að Einar K. Guðfinnsson segist hafa fullan skilning á aðgerðum sem þessum. Nauðsynlegt sé að grípa til harðra aðgerða ef takast eigi að stjórna skipum sem sigla án fána og hindra veiðar þeirra. Fiskveiðinefnd Norðaustur- Atlantshafs samþykkti nýlega að skip sem staðin hafa verið að ólöglegum veiðum, fái ekki að leggjast að höfn í aðildarríkjum nefndarinnar en henni tilheyra Evrópusambandsríkin, Rússland, Noregur, Ísland, Grænland og Færeyjar. Fyrr í þessum mánuði ákváðu sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja Fiskveiðinefndarinnar einnig að útbúa samræmdan lista yfir óskráð skip en með þeim aðgerðum gætu þau fengið á sig hafnbann allt frá Grænlandi, Íslandi, Kanada og Noregi til Namibíu, Suður Afríku og Argentínu í suðri. Innlent 3.7.2006 15:42 Vill að bílprófsaldurinn verði hækkaður Sýslumaðurinn á Selfossi vil að bílprófsaldurinn verðu hækkaður upp í 18 ára aldur til samræmis við sjálfræðisaldurinn. Hann segir unga ökumenn eiga lítið erindi í umferðina. Innlent 3.7.2006 14:57 Mikill fjöldi á alþjóðlegri ráðstefnu um aðgerðarrannsóknir Fimmtán hundruð og fimmtíu manns sækja nú alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðarannsóknir í Háskóla Íslands. Fullyrða skipuleggjendur ráðstefnunnar að hún sé sú fjölmennasta sem haldin hefur verið á Íslandi. Innlent 3.7.2006 12:14 Innflytjendaflokkurinn stofnaður á næstu dögum Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir tíma kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu. Innlent 3.7.2006 11:58 Frávísun Baugsmálsins kærð Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu segir að frávísun héraðsdóms á föstudag verði kærð til Hæstaréttar nú fyrir hádegi. Um er að ræða einn ákærulið af nítján, þann veigamesta. Innlent 3.7.2006 11:31 Varnarliðið hyggst ekki greiða vangoldnar launahækkanir Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli eiga inni vangoldnar launahækkanir frá áramótum og hefur Varnarliðið lýst því yfir að það muni ekki greiða þær. Innlent 3.7.2006 11:24 Glitnir spáir 50 til 75 punkta stýrivaxtahækkun Greiningardeild Glitnis telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,50 til 0,75 prósentustig. Ef af hækkun verður munu stýrivextir Seðlabankans verða á bilinu 12,75 til 13,0 prósent en þeir hafa ekki verið jafn háir í meira en áratug. Viðskipti innlent 3.7.2006 11:07 Nöfn hinna látnu Stúlkan sem lést í umferðarslysi við Varmahlíð í gærmorgun hét Sigrún Kristinsdóttir, búsett að Vesturgili 5, Akureyri. Hún var tvítug að aldri. Tvær vinkonur hennar liggja alvarlega slasaðar á Landspítalanum. Líðan þeirra óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild. Þær eru frá Sauðárkróki og fór bænastund fram í Sauðárkrókskirkju í gærkvöld þar sem beðið var fyrir bata þeirra. Maðurinn sem lést í vélhjólaslysi í Örfæfasveit í gær hét Heiðar Þórarinn Jóhannsson. Hann var 52ja ára, búsettur að Lundargötu 10, Akureyri. Hann var ókvæntur og barnlaus. Innlent 3.7.2006 11:02 Eignir aukast Auðsáhrif eru meiri nú en fyrir fimm árum, þetta kemur fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Í spá frá ráðuneytinu er gert er ráð fyrir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 3,5% á þessu ári. Innlent 3.7.2006 10:56 Cyntellect hætt við skráningu á iSEC Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect, sem framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur hætt við skráningu á iSEC markað Kauphallar Íslands. ISEC markaður var opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Viðskipti innlent 3.7.2006 10:26 Virði hlutar BAE í Airbus rýr Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. Viðskipti erlent 3.7.2006 10:11 Enn á gjörgæslu Líðan stúlknanna tveggja, sem slösuðust lífshættulega í bílveltu í Skagafirði í gær, er óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild. Innlent 3.7.2006 10:04 Bensínverð hækkar sem fyrr Olís hækkaði bensínverð í gær um tvær krónur og áttatíu aura, en á laugardag hækkuðu ESSÓ og Skeljungur lítrann um þrjár krónur. Sem fyrr gefa félögin þá skýringu á hækkunum sínum að að gengi krónunnar sé lágt gagnvart dollar og heimsmarkaðsverð fari hækkandi. Bensínlítrinn á stöðvum með fullri þjónustu er kominn vel yfir 130 krónur hjá félögunum þremur.- Innlent 3.7.2006 09:58 Fyrsti þjóðhöfðinginn á alþjóðaþingi Lions Ólafur Ragnar Grímsson er staddur á alþjóðaþingi Lions sem haldið er í Boston. Hann er fyrsti þjóðhöfðingi veraldar sem hefur verið boðið að halda ræðu hjá hreyfingunni frá því hún var stofnuð árið 1907. Innlent 3.7.2006 09:51 Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá NATO Opnað hefur verið nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Brussel, Belgíu. Vefsetrið er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi fastanefndarinnar auk mikils upplýsingaefnis um Ísland. Innlent 3.7.2006 10:56 Kosningaúrslit í Mexíkó enn ókunn Úrslit forseta kosninganna í Mexíkó verða ekki kunn fyrr en á miðvikudag. Mjög mjótt er á mununum en útgönguspár sýna að frambjóðendurnir Andres Manuel Lopez Obrador og íhaldsmaðurinn Felipe Calderon séu nær hnífjafnir. Óttast er að ef niðurstöður kosninganna verða samkvæmt spánum þá gæti það leitt til stjórnmálakreppu, mótmæla og óstöðugleika í Mexikó. Báðir frambjóðendur hafa lýst yfir sigri í kosningunum en segjast þó munu virða úrslitin hver svo sem þau kunna að vera. Erlent 3.7.2006 09:18 Heimsmeistarakeppni í eldamennsku á grilli Fyrsta heimsmeistarakeppnin í eldamennsku á grilli var haldin í Rússlandi í gær. Engum sögum fer af sigurvegara keppninnar en hún þykir vera merki um vaxandi vinsældir vestrænna siða í landinu. Formaður alheimssamtaka grillara segir eldamennsku á grilli breiðast út í austur Evrópu eins og eldur í sinu og þess sé ekki langt að bíða að Kínverjir taki upp þennan ágæta sið. Erlent 3.7.2006 08:54 Festust í á með tvö ung börn Hjón með tvö ung börn sín festu bíl sinn úti í á skammt frá Stöng í Þjórsárdal í gær og kölluðu eftir hjálp, þar sem bíllinn virtist ætla að berast undan straumnum. Björgunarsveitir frá Selfossi og úr Gnúpverjahreppi voru sendar af stað í skyndingu og höfðu náð bílnum upp úr ánni á innan við klukkustund frá því að hjálparbeiðnin barst. Engan í bílnum sakaði og var hann ökufær eftir óhappið.- Innlent 3.7.2006 08:53 « ‹ ›
Tafir á Kastrup Miklar tafir hafa orðið á flugi frá Kastrup flugvelli síðustu tvo daga. Að sögn langþreytts farþega biðu hundruð viðskiptavina Icelandair og Iceland Express klukkustundum saman eftir að komast heim í gær. Upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að þessar tafir stafi annars vegar af verkfallsdeilum þjónustuaðila á flugvellinum og hins vegar af bilunum í færiböndum fyrir töskur. Borið hefur við að farþegar hafi fengið töskur sínar með seinna flugi af þessum sökum. Leyst hefur verið úr launadeilum dönsku starfsmannanna en hins vegar er hægt að búast við að tæknileg vandamál geri vart við sig eitthvað áfram. Innlent 3.7.2006 18:18
Rigningarlaust í sex daga í júní Aðeins sex alþurrir dagar voru í Reykjavík í júní og Reykvíkingar því orðnir nokkuð sólsveltir. Sundlaugagestir í Laugardalnum létu sólarleysið þó ekki á sig fá á meðan sólbekkirnir lágu ónotaðir í stöflum. Innlent 3.7.2006 18:30
Innflytjendaflokkur stofnaður á næstu dögum Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir að tími sé kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu. Paul F. Nikolov, blaðamaður á Reykjavík Grapevine, skrifaði pistil í nýjasta tölublaði blaðsins sem kom út á föstudaginn var. Hann segir að niðurstöður sveitastjórnarkosninganna hafi verið mörgum vonbrigði. Þeir flokkar sem buðu fram hafi lagt litla áherslu á málefni innflytjenda. Innlent 3.7.2006 18:09
Ók á áhorfendur að kappróðri Tíu slösuðust þegar ökumaður ók bíl sínum í gegnum áhorfendaskara við kappróðrarkeppni og út í Ohio-á í Bandaríkjunum í gær. Fjórir slösuðust, þar á meðal ökumaðurinn. Allir dvelja þeir enn á sjúkrahúsi og tveir eru í lífshættu. Ökumaðurinn, sem er átján ára, var meðvitundarlaus þegar hann var dreginn upp úr ánni. Talið er að hann hafi misst meðvitund af óþekktum orsökum og það hafi valdið slysinu. Erlent 3.7.2006 18:03
Réttað yfir Rauðu kmerunum Dómarar og saksóknarar við sérskipaðan stríðsglæpadómstól í Kambódíu tóku við embætti í dag. Þar verður réttað yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu kmeranna sem eru sakaðir um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Kmerarnir voru við völd á árunum 1975 til 1979 og talið að um 1,7 milljón manna hafi látist úr hungri og þrældómi auk þess sem fjölmargir voru myrtir. Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna, lést árið 1998. Fjölmargir nánir samstarfsmenn hans ganga enn lausir og geta um frjálst höfuð strokið í Kambódíu. Erlent 3.7.2006 17:59
Nærri 90% Íslendinga nota tölvu og netið Nærri níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og netið. Þetta kemur fram í könnun Hagstofunnar á notkun landsmanna á tæknibúnaði og netinu. Engin Evrópuþjóð er með jafn hátt hlutfall nettenginga og Íslendingar. Innlent 3.7.2006 17:07
Fyrrverandi samgönguráðherra sendir þeim núverandi tóninn Halldór Blöndal, fyrrverandi samgöngumálaráðherra, sendir Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráðherra, tóninn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að leið einkaframkvæmdar, sem Sturla vilji fara, sé engin töfralausn heldur til þess gerð að fela lántökur ríksins. Í grein Halldórs minnist hann sérstaklega á fyrirhugaðar framkvæmdir við veg úr Reykjavík austur að Þjórsárbrú. Hann segir að slíkur vegur yrði fjármagnaður með svokölluðum skuggagjöldum; aðferð sem bæði hann og Steingrímur J. Sigfússon hafi afskrifað á sínum tíma. Skynsamlegra sé að nýta þá þekkingu og reynslu sem vegagerðin býr að. Innlent 3.7.2006 16:34
Vonast eftir góðu gengi geimferjunar Bjarni Tryggvason geimfari segir mikilvægt fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA að ferð geimferjunnar Discovery takist vel. Geimskoti hefur verið frestað tvisvar en vonast er til að ferjan fari á loft á morgun. Innlent 3.7.2006 16:24
Írakar krefja Jórdaníu um dóttur Saddams Raghad, dóttir Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta, er gestur konungsfjölskyldurnnar í Jórdaníu þar sem hún heldur til og hefur fengið hæli af mannúðarástæðum. Írösk stjórnvöld segja hana og móður hennar, eftirlýst og ætla að krefjast framsals. Forsætisráðherra Jórdaníu greindi frá því í morgun að Raghad, dóttir einræðisherrans fyrrverandi, væri gestur jórdönsku konungsfjölskyldunnar, og hefði fengið hæli þar í landi ásamt börnum sínum með því skilyrði að hún tæki ekki þátt í starfi stjórnmálaafls eða léti að sér kveða á því sviði. Þjóðaröryggisráðgjafi stjórnvalda í Írak segir að framsals hennar veðri krafist þar sem hún sé eftirlýst í heimalandi sínu. Þrátt fyrir loforð hennar gagnvart jórdönskum yfirvöldum er hún sögð hafa skipulagt fjáröflun til að hún geti greitt lögfræðikostnað föðurs síns. Jórdönsk yfirvöld segjast ekki hafa fengið formlega framsalsbeiðni frá íröskum stjórnvöldum. Eiginkona Íraksforseta fyrrverandi, Sajida, er einnig eftirlýst en hún heldur til í Doha, höfuðborg Katar, þar sem henni hefur verið veitt hæli. Írösk stjórnvöld hafa haldið því fram að ættingjar Saddams Hússeins fjármagni andspyrnuhópa í Írak og því gengið hart fram í að óska framsals. Erlent 3.7.2006 16:18
Miklar tafir á Kastrup Miklar tafir hafa orðið á flugi frá Kastrup flugvelli síðustu tvo daga eða svo. Að sögn langþreytts farþega biðu hundruð viðskiptavina Icelandair og Iceland express klukkustundum saman eftir að komast heim í gær. Upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að þessar tafir stafi annars vegar af verkfallsdeilum þjónustuaðila á flugvellinum og hins vegar af bilunum í færiböndum fyrir töskuflutninga. Borið hefur við að farþegar hafi fengið töskur sínar með seinna flugi af þessum sökum. Leyst hefur verið úr launadeilum dönsku starfsmannanna en hins vegar geta tæknileg vandamál gert vart við sig eitthvað áfram. Innlent 3.7.2006 16:13
Á fjórða tug manna látnir Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust. Ekki er talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Um það bil tvö hundruð og fimmtíu lögreglumenn og minnst tuttugu slökkviliðsmenn komu þegar á vettvang og flytja þurfti um hundrað og fimmtíu manns frá lestarstöðinni þar sem slysið varð. Talsmaður björgunarsveita í Valenciu segir að einn lestarvagn, hið minnsta, hafi farið af sporinu þegar lestin var að leggja af stað frá lestarstöð í miðborginni. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða, líkast til hafi lestin farið of hratt og hjól gefið sig. Áður var talið að veggur hefði hrunið á einn lestarvagninn en það hefur nú verið útilokað. Rúmlega sextíu milljón manns notuðu neðanjarðarlestarkerfið í Valecia í fyrra, að meðaltali um hundrað sextíu og fimm þúsund manns á dag. Valencia er ein stærsta borgin á Spáni en þar búa um sex hundruð þúsund manns. Fjölmargir gestir eru væntanlegir til borgarinnar þar sem mikil fjölskylduhátíð er haldinn þar um næstu helgi. Meðal gesta er Benedikt páfi sextándi. Erlent 3.7.2006 16:00
Segir Sýrlendinga ábyrga Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Sýrlendinga bera ábyrgð á örlögum ísraelska hermannsins sem hefur verIð í haldi herskárra Palestínumanna í Rúma viku. Hann er sagður í haldi manna sem tengist Hamas-samtökunum sem leiða heimastjórn Palestínumanna. Peretz lagði áherslu á það í dag að Khaled Mashaal, æðsti leiðtogi Hamas, hefðist við í Sýrlandi og því teldu Ísraelar ljóst að Hamas og Mashaal störfuðu með stuðningi stjórnvalda í Damascus. Ísraelar hafa sent herlið sitt til árása á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermannsins. Erlent 3.7.2006 15:56
Segir harðar aðgerðir við ólöglegum veiðum nauðsynlegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðum norsku strandgæslunnar að færa skipið “Joana” til hafnar í dag. Skipverjar þess voru á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði norður af Noregi. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins er skipið “þjóðernislaust” það er að segja, siglir hvorki undir fána nokkurs ríkis né eru á því merkingar um heimahöfn eða skráningarnúmer. Íslensk stjórnvöld hafa átt samstarf við ýmsar þjóðir, þar á meðal Norðmenn, sem ætlað er að efla aðgerðir gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum. Í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að Einar K. Guðfinnsson segist hafa fullan skilning á aðgerðum sem þessum. Nauðsynlegt sé að grípa til harðra aðgerða ef takast eigi að stjórna skipum sem sigla án fána og hindra veiðar þeirra. Fiskveiðinefnd Norðaustur- Atlantshafs samþykkti nýlega að skip sem staðin hafa verið að ólöglegum veiðum, fái ekki að leggjast að höfn í aðildarríkjum nefndarinnar en henni tilheyra Evrópusambandsríkin, Rússland, Noregur, Ísland, Grænland og Færeyjar. Fyrr í þessum mánuði ákváðu sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja Fiskveiðinefndarinnar einnig að útbúa samræmdan lista yfir óskráð skip en með þeim aðgerðum gætu þau fengið á sig hafnbann allt frá Grænlandi, Íslandi, Kanada og Noregi til Namibíu, Suður Afríku og Argentínu í suðri. Innlent 3.7.2006 15:42
Vill að bílprófsaldurinn verði hækkaður Sýslumaðurinn á Selfossi vil að bílprófsaldurinn verðu hækkaður upp í 18 ára aldur til samræmis við sjálfræðisaldurinn. Hann segir unga ökumenn eiga lítið erindi í umferðina. Innlent 3.7.2006 14:57
Mikill fjöldi á alþjóðlegri ráðstefnu um aðgerðarrannsóknir Fimmtán hundruð og fimmtíu manns sækja nú alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðarannsóknir í Háskóla Íslands. Fullyrða skipuleggjendur ráðstefnunnar að hún sé sú fjölmennasta sem haldin hefur verið á Íslandi. Innlent 3.7.2006 12:14
Innflytjendaflokkurinn stofnaður á næstu dögum Innflytjendaflokkurinn, stjórnmálaflokkur með áherslur á málefni innflytjenda, verður stofnaður á næstu dögum. Stofnandi flokksins segir tíma kominn til að raddir innflytjenda heyrist í þjóðfélaginu. Innlent 3.7.2006 11:58
Frávísun Baugsmálsins kærð Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu segir að frávísun héraðsdóms á föstudag verði kærð til Hæstaréttar nú fyrir hádegi. Um er að ræða einn ákærulið af nítján, þann veigamesta. Innlent 3.7.2006 11:31
Varnarliðið hyggst ekki greiða vangoldnar launahækkanir Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli eiga inni vangoldnar launahækkanir frá áramótum og hefur Varnarliðið lýst því yfir að það muni ekki greiða þær. Innlent 3.7.2006 11:24
Glitnir spáir 50 til 75 punkta stýrivaxtahækkun Greiningardeild Glitnis telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,50 til 0,75 prósentustig. Ef af hækkun verður munu stýrivextir Seðlabankans verða á bilinu 12,75 til 13,0 prósent en þeir hafa ekki verið jafn háir í meira en áratug. Viðskipti innlent 3.7.2006 11:07
Nöfn hinna látnu Stúlkan sem lést í umferðarslysi við Varmahlíð í gærmorgun hét Sigrún Kristinsdóttir, búsett að Vesturgili 5, Akureyri. Hún var tvítug að aldri. Tvær vinkonur hennar liggja alvarlega slasaðar á Landspítalanum. Líðan þeirra óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild. Þær eru frá Sauðárkróki og fór bænastund fram í Sauðárkrókskirkju í gærkvöld þar sem beðið var fyrir bata þeirra. Maðurinn sem lést í vélhjólaslysi í Örfæfasveit í gær hét Heiðar Þórarinn Jóhannsson. Hann var 52ja ára, búsettur að Lundargötu 10, Akureyri. Hann var ókvæntur og barnlaus. Innlent 3.7.2006 11:02
Eignir aukast Auðsáhrif eru meiri nú en fyrir fimm árum, þetta kemur fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins. Í spá frá ráðuneytinu er gert er ráð fyrir því að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um 3,5% á þessu ári. Innlent 3.7.2006 10:56
Cyntellect hætt við skráningu á iSEC Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect, sem framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur hætt við skráningu á iSEC markað Kauphallar Íslands. ISEC markaður var opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Viðskipti innlent 3.7.2006 10:26
Virði hlutar BAE í Airbus rýr Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. Viðskipti erlent 3.7.2006 10:11
Enn á gjörgæslu Líðan stúlknanna tveggja, sem slösuðust lífshættulega í bílveltu í Skagafirði í gær, er óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild. Innlent 3.7.2006 10:04
Bensínverð hækkar sem fyrr Olís hækkaði bensínverð í gær um tvær krónur og áttatíu aura, en á laugardag hækkuðu ESSÓ og Skeljungur lítrann um þrjár krónur. Sem fyrr gefa félögin þá skýringu á hækkunum sínum að að gengi krónunnar sé lágt gagnvart dollar og heimsmarkaðsverð fari hækkandi. Bensínlítrinn á stöðvum með fullri þjónustu er kominn vel yfir 130 krónur hjá félögunum þremur.- Innlent 3.7.2006 09:58
Fyrsti þjóðhöfðinginn á alþjóðaþingi Lions Ólafur Ragnar Grímsson er staddur á alþjóðaþingi Lions sem haldið er í Boston. Hann er fyrsti þjóðhöfðingi veraldar sem hefur verið boðið að halda ræðu hjá hreyfingunni frá því hún var stofnuð árið 1907. Innlent 3.7.2006 09:51
Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá NATO Opnað hefur verið nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Brussel, Belgíu. Vefsetrið er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi fastanefndarinnar auk mikils upplýsingaefnis um Ísland. Innlent 3.7.2006 10:56
Kosningaúrslit í Mexíkó enn ókunn Úrslit forseta kosninganna í Mexíkó verða ekki kunn fyrr en á miðvikudag. Mjög mjótt er á mununum en útgönguspár sýna að frambjóðendurnir Andres Manuel Lopez Obrador og íhaldsmaðurinn Felipe Calderon séu nær hnífjafnir. Óttast er að ef niðurstöður kosninganna verða samkvæmt spánum þá gæti það leitt til stjórnmálakreppu, mótmæla og óstöðugleika í Mexikó. Báðir frambjóðendur hafa lýst yfir sigri í kosningunum en segjast þó munu virða úrslitin hver svo sem þau kunna að vera. Erlent 3.7.2006 09:18
Heimsmeistarakeppni í eldamennsku á grilli Fyrsta heimsmeistarakeppnin í eldamennsku á grilli var haldin í Rússlandi í gær. Engum sögum fer af sigurvegara keppninnar en hún þykir vera merki um vaxandi vinsældir vestrænna siða í landinu. Formaður alheimssamtaka grillara segir eldamennsku á grilli breiðast út í austur Evrópu eins og eldur í sinu og þess sé ekki langt að bíða að Kínverjir taki upp þennan ágæta sið. Erlent 3.7.2006 08:54
Festust í á með tvö ung börn Hjón með tvö ung börn sín festu bíl sinn úti í á skammt frá Stöng í Þjórsárdal í gær og kölluðu eftir hjálp, þar sem bíllinn virtist ætla að berast undan straumnum. Björgunarsveitir frá Selfossi og úr Gnúpverjahreppi voru sendar af stað í skyndingu og höfðu náð bílnum upp úr ánni á innan við klukkustund frá því að hjálparbeiðnin barst. Engan í bílnum sakaði og var hann ökufær eftir óhappið.- Innlent 3.7.2006 08:53