Virði hlutar BAE í Airbus rýr 3. júlí 2006 10:11 Líkan af A380 risaþotu frá Airbus Mynd/AFP Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. Gengi hlutabréfa í Airbus hefur lækkað mikið vegna framleiðslutafa á A380 risaþotunum, sem verða þær stærstu í heimi. Tvívegis hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu þotanna og hafa nokkur stór flugfélög, m.a. Singapore Airlines, snúið sér til annarra flugvélaframleiðenda með viðskipti sín. Nokkur vandræðamál hafa komið upp hjá Airbus vegna þessara tafa en Noel Forgeard, yfirforstjóri EADS, móðurfélags Airbus, hefur vikið úr starfi. Lengi vel var þrýst á að hann gerði það en hann sætti ákúru vegna ætlaðra innherjasvika með sölu á hlutabréfum í Airbus. Forgeard hefur ætíð neitað að hafa haft nokkra vitnesku um tafir á framleiðslu A380 risaþota þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í félaginu í mars á þessu ári. Þegar tilkynnt var um tafirnar í apríl féll gengi hlutabréfa í Airbus um 26 prósent. BAE Systems ætla að íhuga sölu á hlut sínum í Airbus og hafa ráðlagt hluthöfum fyrirtækisins að leggjast undir feld áður en þeir ákveða að selja hluti sína á þessu verði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingarbankinn Rothschild metur 20 prósenta hlut breska hergagnaframleiðandans BAE Systems í flugvélaframleiðandanum Airbus á 2,75 milljarða evrur, jafnvirði 268,.5 milljarða íslenskra króna. BAE Systems hafði vonast til að mat hlutarins yrði tvöfalt hærra. Gengi hlutabréfa í Airbus hefur lækkað mikið vegna framleiðslutafa á A380 risaþotunum, sem verða þær stærstu í heimi. Tvívegis hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu þotanna og hafa nokkur stór flugfélög, m.a. Singapore Airlines, snúið sér til annarra flugvélaframleiðenda með viðskipti sín. Nokkur vandræðamál hafa komið upp hjá Airbus vegna þessara tafa en Noel Forgeard, yfirforstjóri EADS, móðurfélags Airbus, hefur vikið úr starfi. Lengi vel var þrýst á að hann gerði það en hann sætti ákúru vegna ætlaðra innherjasvika með sölu á hlutabréfum í Airbus. Forgeard hefur ætíð neitað að hafa haft nokkra vitnesku um tafir á framleiðslu A380 risaþota þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í félaginu í mars á þessu ári. Þegar tilkynnt var um tafirnar í apríl féll gengi hlutabréfa í Airbus um 26 prósent. BAE Systems ætla að íhuga sölu á hlut sínum í Airbus og hafa ráðlagt hluthöfum fyrirtækisins að leggjast undir feld áður en þeir ákveða að selja hluti sína á þessu verði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent