Fréttir

Fréttamynd

Maður sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir þann þriðja nóvember síðastliðinn, Kristófer Örn Sigurðsson, er fundinn. Hann fannst nú rétt undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar

Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Bandarískur prestur leystur frá störfum vegna kynlífshneykslis

Einn af áhrifamestu predikurum kristinnar trúar í Bandaríkjunum, Ted Haggard, var rekinn af kirkjuráði sínu nú um helgina. Haggard, sem er mikið á móti hjónabandi samkynhneigðra, viðurkenndi nú á föstudaginn að hann hefði keypt sér eiturlyf og farið í nuddtíma til karlkyns hóru.

Erlent
Fréttamynd

Forsetakosningar haldnar í Níkaragva

Fimm eru í framboði í Níkaragva en baráttan er helst sögð standa milli Daniel Ortega, fyrrverandi forseta og skæruliðaleiðtoga, og athafnamannsins Eduardo Montealegre.

Erlent
Fréttamynd

Veður á Austurlandi versnar enn

Lögreglan á Egilsstöðum skýrði frá því í dag að vegurinn á Möðrudalsöræfum væri lokaður vegna veðurs, sem og leiðin frá Egilsstöðum til Mývatns. Veginum á Sandvíkurheiði, sem liggur milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, hefur einnig verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Skutu 12 ára stúlku til bana

Ísraelskar leyniskyttur skutu 12 ára palestínska stúlku til bana í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í gær. Aðgerðir Ísraela þar síðan á miðvikudag hafa kostað á fimmta tug Palestínumanna lífið. Á sama tíma er þjóðstjórn Palestínumanna sögð ná næsta leyti.

Erlent
Fréttamynd

Saddam Hússein dæmdur til dauða

Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Sjíar fagna dómnum en Súnníar fordæma hann. Mannréttindasamtök segja málsmeðferðina gallaða. Málinu verður áfrýjað.

Erlent
Fréttamynd

Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnafjarðarhöfn

Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga minna skipið af strandstað á ellefta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Veðurfréttir: Athuga á með millilandaflug á hádegi

Ekkert hefur verði flogið á Keflavíkurflugvöll í morgun vegna veðurhamsins og var öllum vélum vísað til Glasgow þar sem þær bíða að veður skáni. Slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár, að öllum flugvélum hafi verið beint framhjá landinu. Innanlandsflug liggur allt niðri sem stendur en áætlað er að athuga með flug til og frá Reykjavík klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dauðadómur kveðinn upp yfir Saddam Hússein

Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, var í morgun dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt dómsorði verður hann hengdur. Dómurinn í morgun var kveðinn upp í fyrsta kærumálinu gegn forsetanum en hann var ákærður fyrir aðild að morðum á 148 manns í bænum Dujail árið 1982.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar leiðir á ný

Nú rétt í þessu bárust tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Gunnar Svavarsson hefur hlotið 1245 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2061 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 2155 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar halda árásum sínum á Gaza áfram

Ísraelskar leyniskyttur skutu tvo Palestínumenn til bana í dag og var annar þeirra tólf ára stelpa. Sex í viðbót létust í árásum Ísraela á Gazasvæðið og er talið að fjórir þeirra hafi verið vígamenn.

Erlent
Fréttamynd

Kúbverjar undirbúa 50 ára afmæli byltingarinnar

Hermenn marseruðu á götum úti í Kúbu í dag á meðan orrustuflugvélar þutu um loftin. Verið er að undirbúa hátíðarhöld fyrir 2. desember næstkomandi vegna 50 ára byltingarafmælis Kúbumanna og um leið er það 80 ára afmæli Fídels Kastró sem haldið verður upp á.

Erlent
Fréttamynd

Haukar snúa baki við Bush

Þeim fjölgar með hverjum deginum bandamönnum Bush Bandaríkjaforseta sem ákveða að snúa bakið við honum og hans stefnumálum. Nú síðast eru það tveir helstu haukarnir í hans hópi sem segja vanhæft fólk hafa haldið á spilunum eftir að innrás var gerð í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisverndarsinnar mótmæltu víða um heim

Þúsundir manna söfnuðust saman á Trafalgartorgi í Lundúnum í dag til þess að krefjast aðgerða í umhverfismálum. Mótmælendur komu einnig saman í Brussel í Belgíu í dag og í Ástralíu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum

Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála.

Innlent