Fréttir

Fréttamynd

Blair íhugaði afsögn

Tony Blair býr sig undir pólitíska orrahríð í næstu viku. Þá er væntanleg skýrsla um gallaðar upplýsingar sem lagðar voru stríðinu í Írak til grundvallar, auk þess sem aukakosningar fara fram sem talið er að Verkamannaflokkurinn gjörtapi. 

Erlent
Fréttamynd

Sameining á döfinni

Líklegt þykir að þrjú sveitarfélög á Fjótsdalshéraði fyrir austan land, Austur- og Norður-Héruð og Fellahreppur, verði sameinuð innan tíðar. Var það samþykkt á sérstökum fundi sveitarstjórnanna í fyrrakvöld

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi

Talið er fullvíst að alþjóðlegur glæpahringur standi á bak við tilraun nígerískrar konu til að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Sams konar mál hafa komið upp í nágrannalöndunum undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Síminn braut samkeppnislög

Síminn braut samkeppnislög með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum," að því er fram kemur í bráðabirgðaákvörðun Samkeppnisstofnunar frá því í gær, föstudaginn 9. júlí. Frá og með birtingu ákvörðunarinnar er Símanum því óheimilt að kynna þetta áskriftartilboð eða skrá nýja viðskiptavini samkvæmt því.

Innlent
Fréttamynd

Skólastofur í bústöðum

Nemendum, sem hefur verið bjargað um skólavist í framhaldsskóla næsta vetur, verður meðal annars komið fyrir í sumarhúsum á lóðum Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans við Hamrahlíð. Framhaldsskólarnir taka við nemendunum í þeirri von að byggt verði við skólana innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Losa fisk úr flutningabíl

Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi var kölluð út kl.6:30 í morgun eftir að fiskflutningabíll valt á móts við afleggjarann upp í Hítardal á Snæfellsnesvegi. Engin slys urðu á fólki en tæma þurfti flutningabílinn af fisknum sem hann var að flytja og voru björgunarsveitarmenn að störfum til kl.9 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Listahátíð á Seyðisfirði

Framtakssöm ungmenni undirbúa listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem mun standa alla næstu viku. Á Lunga, eins og hátíðin heitir, verður boðið upp á námskeið af ýmsu tagi auk þess sem fjölmargar hljómsveitir stíga á svið.

Innlent
Fréttamynd

Breytast í hrygnur

Þriðjungur hænga í breskum ám er að breytast í hrygnur vegna mengunar. Einkum eru það hormónaleifar í skólpi, ekki síst vegna getnaðarvarnarpilla, sem taldar eru valda þessu. Breska umhverfisstofnunin gerði rannsókn á 1500 fiskum í 50 breskum ám, og komst að því að ríflega þriðjungur hænga sýni merki þess að kynskiptast.

Erlent
Fréttamynd

Listrænn laugardagur í miðbænum

Í dag verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg haldinn í miðbæ Reykjavíkur. Mögnuð miðborg er yfirskrift skipulagðrar dagskrár í sumar í miðborg Reykjavíkur. Takmarkið er að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Tvö andstæð lögfræðiálit

Allsherjarnefnd Alþingis hefur fengið tvö algerlega andstæð lögfræðiálit um heimild ríkisstjórnarinnar til að leggja fram nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga um leið og fjölmiðlalögin, sem forseti synjaði staðfestingar, voru felld úr gildi og forsendur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu að engu gerðar.

Innlent
Fréttamynd

Filipeyskum gísl sleppt

Filipeyskum gísl hefur verið sleppt úr haldi mannræningja í Írak. Þetta gerðist í kjölfar þess að stjórnvöld í Filipseyjum ákváðu að framlengja ekki veru sveita sinna í Írak. Myndbandsupptaka af manninum var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sást maðurinn biðja forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak

Erlent
Fréttamynd

Vill gefa saman samkynhneigð pör

Allsherjargoði vill fá leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör. Hann segir óeðlilegt að sömu lög gildi um öll trúfélög, enda taki þau umfram allt mið af þjóðkirkjunni. Hann segir eðlilegt að hvert trúfélag ákveði sjálft hvort það leggi blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra.

Innlent
Fréttamynd

Leiðir ekki til minni matarlystar

Það er ekki ýkja langt síðan að fréttir af hormóninu FYY breiddust sem eldur í sinu út um heimsbyggðina. FYY átti að vera lausn allra offituvandamála, slá á matarlyst og leiða til þess að fólk léttist.

Erlent
Fréttamynd

Alnæmi heftir framþróun ríkja

Alþjóðavinnumálastofnunin gerir ráð fyrir að allt að 50 milljón manns á vinnufærum aldri muni láta lífið úr alnæmi á næstu fimm árum. Telur stofnunin að slíkt eigi eftir að hafa alvarleg efnahagsleg áhrif víða um heim og telur mjög brýnt að auka baráttuna gegn þessum skæða faraldri hið fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Framlengja ekki veru hersveita

Myndbandsupptaka af filipseyskum gísl í Írak var birt í morgun á arabískri sjónvarpsstöð. Þar sést maðurinn biðja Gloriu Macapagal, forseta Filipseyja, að kalla filipseyskar hersveitir heim frá Írak og þar með þyrma lífi mannsins.

Erlent
Fréttamynd

Hafa misst fjórðung stuðningsmanna

Stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, njóta sameiginlega fylgis tæplega 40 prósent þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá síðari hluta maí hefur sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna ekki mælst minna í könnunum blaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Síminn ósammála Samkeppnisstofnun

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðarði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppnislög.

Innlent
Fréttamynd

Strætó frjálst að fá upplýsingar

Persónuvernd gerði ekki neinar athugasemdir við að lögregla veitti Strætó upplýsingar um hvort maður sem sækti um vinnu sem vagnstjóri hefði tilskilin réttindi. Framkvæmdastjóri Strætós notaði tregðu á slíku sem afsökun fyrir því að próflaus vagnstjóri fékk vinnu hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Stakk sig á nál í vinnuskólanum

Ung stúlka stakk sig til blóðs á sprautunál í blómabeði, þegar hún var að störfum í einkagarði í austurbæ Reykjavíkur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur á miðvikudaginn var. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús til að athuga hvort hún hefði orðið fyrir sýkingu og veita henni viðeigandi meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur til lífstíðarfangelsis

Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfsmanna hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Kom í ljós við yfirheyrslur að vísindamaðurinn, Richard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert athugavert við málatilbúnað

Jón Sveinsson lögmaður sem sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sér ekkert athugavert við málatilbúnað ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlafrumvarpsins nýja. Jón Sveinsson og Eiríkur Tómasson lagaprófessor eru helstu ráðgjafar Framsóknarflokksins um lögfræðileg málefni. Mismunandi afstaða þeirra bendir til þess að Framsóknarmenn séu klofnir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sambandsleysið algjört

Dómur verður upp kveðinn í lok mánaðarins í sakamáli á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Jóni Árna er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna af eftirmenntagjaldi rafeindavirkja. Sækjanda í málinu þótti sambandsleysið algjört í greiðslukerfi eftirmenntunarsjóðs rafvirkja.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við stjórnina dalar enn

Ríkisstjórn Íslands nýtur stuðnings 34,5 prósent kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins en 65,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru andvígir stjórninni. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu ef frá er talin könnun Fréttablaðsins frá því í maí þegar 30,9 prósent sögðust styðja stjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Fjármagna baráttu gegn smygli

Tóbaksrisinn Philip Morris mun á næstu tólf árum greiða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna til að fjármagna baráttu gegn sígarettusmygli og greiða Evrópusambandinu skaðabætur fyrir smygl.

Erlent
Fréttamynd

Hitabylgja í Japan

Fjórir hið minnsta hafa látið lífið í gríðarlegri hitabylgju sem gengur yfir Japan þessi dægrin. Yfir áttatíu liggja á sjúkrahúsi, en hitinn náði til að mynda 38 gráðum í skugga skammt norðvestur af Tókyó. Í höfuðborginni sjálfri náði hitinn 35 gráðum. Meðalhiti þar í júlí er 25 gráður.

Erlent
Fréttamynd

Beðið eftir DNA

Senda þurfti blóðið sem fannst á heimili Hákonar Eydal í DNA rannsókn erlendis. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði í DV í fyrradag að lögreglan væri enn í sömu sporum og þegar Hákon Eydal var handtekinn á þriðjudagsmorgunn.

Innlent
Fréttamynd

Orð Eiríks Tómassonar vega þungt

Jónína Bjartmarz þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður Allsherjarnefndar segist hafa lært sama stjórnskipunarrétt og Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um ummæli Davíðs Oddsonar þess efnis að ríkisstjórnin geti ekki gert mikið með vitlaus lagaálit.

Innlent
Fréttamynd

Matvælaverð hækkað með aðild

Matvælaverð hefur hækkað verulega í Póllandi eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. maí. Þar með er ótti margra, sem höfðu efasemdir um aðild, að verða að veruleika. Bændur hafa hins vegar ástæðu til að kætast þar sem hækkun matvælaverðs hefur skilað þeim auknum tekjum. Þó var mesta andstöðu við aðild að finna í þeirra röðum.

Erlent
Fréttamynd

Ræða þjóðstjórn í Ísrael

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likud, fundar á morgun með Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins - stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Ísrael - um að flokkarnir taki höndum saman ásamt Shinui um þjóðarstjórn. Ljóst er þó að andstaða er við slíka stjórn í báðum flokkum, einkum þó í Likud.

Erlent
Fréttamynd

Smiður í atkvæðagreiðslu

Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að á miðvikudag í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hafi aukaatkvæði dúkkað upp. "Milli atkvæðagreiðslna bættist eitt atkvæði við án þess að nokkur gengi í salinn. Var því fleygt að smiðirnir væru kannski farnir að taka óvart þátt í atkvæðagreiðslum þingsins," segir Siv.

Innlent