Fréttir Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25 Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Innlent 13.10.2005 14:25 Verkamannaflokkurinn fær á baukinn Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Erlent 13.10.2005 14:25 OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu sína frá og með 1. ágúst. Óvíst var hvort af aukningunni yrði vegna nokkurrar verðhjöðnunar fyrr í mánuðinum en nú segja talsmenn OPEC að 500 þúsund föt verði framleidd aukalega á hverjum degi. Erlent 13.10.2005 14:25 Yfirkennari skólans handtekinn Yfirkennarinn í grunnskólanum í Kumbakonam á Indlandi, sem brann í morgun, hefur verið handtekinn. AP fréttastofan segir að a.m.k. 80 börn hafi látið lífið í eldsvoðanum og 100 liggi sár á sjúkrahúsi, þar af um 30 sem séu alvarlega slösuð. Erlent 13.10.2005 14:25 Tefst um nokkrar vikur Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum. Innlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarandstaðan krefst fundar Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25 Fíkniefnum kastað úr bíl Pakka með fíkniefnum var kastað út úr bifreið sem var á norðurleið skammt frá Blönduósi í gærkvöld. Lögregla kannaðist við mennina í bílnum og gaf þeim merki um að stöðva. Í stað þess að nema staðar var litlum pakka, sem reyndist innihalda fíkniefni, fleygt úr bílnum á ferð. Innlent 13.10.2005 14:25 Líf hundruð þúsunda í hættu Þjóðarmorð og hungursneyð gætu leitt til dauða hundruð þúsunda í Darfur-héraði í Súdan. Íslensk kona, sem bjó um hríð í Súdan, segir ástandið hluta af víðtækari deilum í landinu sem eigi sér langa sögu. Erlent 13.10.2005 14:25 Veiðigjald verður þungur baggi "Mér finnst ekki líklegt að með þessu gjaldi náist almenn sátt um sjávarútveginn," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.10.2005 14:25 Brýnt að minnka sykurneyslu Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Innlent 13.10.2005 14:25 Slitið sambandi við Ísrael Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur slitið sambandi við ísraelsk stjórnvöld í kjölfar þess að tveir meintir ísraelskir njósnarar voru fangelsaðir fyrir að reyna að verða sér út um nýsjálensk vegabréf. Erlent 13.10.2005 14:25 Skapar frið á götum Dönsk lögregluyfirvöld hafa heimild til að banna þekktum ofbeldismönnum aðgang að þekktum veitingahús- og næturklúbbahverfum í landinu. Erlent 13.10.2005 14:25 Innflytjendur á glapstigum Meirihluti er fyrir því á danska þinginu að láta kanna ástæður þess að innflytjendur lenda hlutfallslega mun oftar í fangelsi en aðrir þegnar landsins. Erlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarsamstarfið traust Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst. Innlent 13.10.2005 14:25 Sex milljarða halli Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunarvanda. Þingmaður Samfylkingar segir ríkisforstjóra stundum þurfa að velja á milli tveggja tegunda lögbrota vegna fjárskorts. Innlent 13.10.2005 14:25 Eldsvoði skapar glundroða Loka varð stórum hluta miðbæjar Madrid, höfuðborgar Spánar, um nónbil í gær braust út mikill eldsvoði í rafstöð einni sem staðsett er í þröngu húsasundi. Gríðarmikill svartur reykur gaus upp og fór rafmagn af mörgum af helstu ferðamannastöðum borgarinnar Erlent 13.10.2005 14:25 Formenn hittast á fundi í dag Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna Innlent 13.10.2005 14:25 Nýr ferðavefur opnaður Ferðamálaráð Íslands hefur opnað nýjan ferðavef fyrir Íslendinga www.ferdalag.is. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði vefinn í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs á dögunum en við það tækifæri var endurnýjuðum landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.icetourist.is hleypt af stokkunum. Innlent 13.10.2005 14:25 Stærsti steypuklumpur landsins Vinna við stærsta steypuklump Íslandssögunnar er hafin við Kárahnjúka. Í þennan eina klump þarf álíka mikla steypu og í fjögur hundruð einbýlishús. Innlent 13.10.2005 14:25 Bráðnun jökla mikil ógnun Margir vísindamenn búast við að íshellan yfir Grænlandi fari að bráðna verulega á þessari öld. Þegar og ef það gerist verður eina leiðin til að skoða London eða Los Angeles úr kafbáti. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 14:25 Kók vill málamiðlun Coca Cola fyrirtækið hefur boðist til að gera verulegar breytingar á viðskiptaháttum sínum í Evrópu. Með því vonast fyrirtækið til að binda endi á rannsókn samkeppnismálayfirvalda Evrópusambandsins sem hefur staðið yfir í sex ár. Erlent 13.10.2005 14:25 Borgarstjórnarkosningar í Englandi Borgarstjórnarkosningar verða í tveimur borgum á Englandi í dag og segja stjórnmálaskýrendur að niðurstöður þeirra kosninga sýni betur en nokkuð annað stöðu Tonys Blairs og Verkamannaflokksins, daginn eftir að skýrsla Butlers lávarðar birtist. Erlent 13.10.2005 14:25 Brotist inn í fyrirtæki Lögreglan í Reykjavík handtók mann í morgun, eftir að hann hafði brotist inn í fyrirtæki á Ártúnshöfðanum. Maðurinn hafði skömmu áður ekið bifreið sinni útaf og sást glögglega á öryggismyndavélum er hann hljóp sem fætur toguðu úr bílnum og braust inn í fyrirtækið. Innlent 13.10.2005 14:24 Dýr myndi Hafliði allur Þýskur karlmaður hefur kært unga konu sem starfar hjá erótískri símaþjónustu til lögreglu eftir að honum barst um hálfrar milljónar króna símreikningur vegna samtals við konuna sem stóð yfir næturlangt. Erlent 13.10.2005 14:25 Brýnt að draga úr sykurneyslu Heilbrigðisráðherra segir að kanna verði allar leiðir til að draga úr sykurneyslu, þar á meðal forvarnarskatt. Samtök iðnaðarins segja slíkar hugmyndir "með öllu óþolandi" en Lýðheilsustöð telur gagnrýni þeirra á misskilningi byggða. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:25 Skortur á ánamöðkum Vegna þurrka á landinu í sumar, er mikill skortur á maðki fyrir stangveiðimenn. Maðkurinn hefur því fimmfaldast í verði. Sumarið er ekki góður tími fyrir ánamaðka. Þeir eru rifnir upp úr jörðinni, tugþúsundum saman, þræddir upp á öngla, og hent út í vatn, þar sem hungraðir fiskar ráðast á þá, og éta þá upp til agna. Innlent 13.10.2005 14:25 Mikið annríki í sjúkraflugi Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi frá Akureyri með vélum Flugfélags Íslands undanfarna daga. Í morgun fóru sjúkraflutningamaður og tveir læknar með Metró vél Flugfélags Íslands til Kulusuk og sóttu slasaðan dreng sem fluttur var með þyrlu frá Angmassalik. Innlent 13.10.2005 14:25 Samdráttur milli ára Fiskafli hjá íslenskum fiskiskipum var talsvert minni í júní en hann var á sama tíma fyrir ári síðan. Samkvæmt tölum Fiskistofu var aflinn tæp 180 þúsund tonn en það er minnkun um ellefu þúsund tonn milli ára. Sé aflinn skoðaður frá janúar til júní versnar staðan enn en um 83 þúsund tonna samdrátt er að ræða. Innlent 13.10.2005 14:25 Slys við Geitaskarð Slys varð norðan við Geitaskarð á fimmta tímanum, þegar ökumaður bíls sem ekið var frá Blönduósi um Langadal keyrði á röngum vegarhelmingi beint framan á kyrrstæðan bíl. Við höggið kastaðist bíllinn sem ekið var á, á annan kyrrstæðan bíl sem stóð fyrir aftan hann. Tvennt var flutt með sjúkrabíl á Akureyri en ekki er vitað um líðan þeirra. Lögreglan á Blönduósi er nú að opna fyrir umferð um veginn. Innlent 13.10.2005 14:25 « ‹ ›
Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25
Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Innlent 13.10.2005 14:25
Verkamannaflokkurinn fær á baukinn Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Erlent 13.10.2005 14:25
OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu sína frá og með 1. ágúst. Óvíst var hvort af aukningunni yrði vegna nokkurrar verðhjöðnunar fyrr í mánuðinum en nú segja talsmenn OPEC að 500 þúsund föt verði framleidd aukalega á hverjum degi. Erlent 13.10.2005 14:25
Yfirkennari skólans handtekinn Yfirkennarinn í grunnskólanum í Kumbakonam á Indlandi, sem brann í morgun, hefur verið handtekinn. AP fréttastofan segir að a.m.k. 80 börn hafi látið lífið í eldsvoðanum og 100 liggi sár á sjúkrahúsi, þar af um 30 sem séu alvarlega slösuð. Erlent 13.10.2005 14:25
Tefst um nokkrar vikur Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum. Innlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarandstaðan krefst fundar Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25
Fíkniefnum kastað úr bíl Pakka með fíkniefnum var kastað út úr bifreið sem var á norðurleið skammt frá Blönduósi í gærkvöld. Lögregla kannaðist við mennina í bílnum og gaf þeim merki um að stöðva. Í stað þess að nema staðar var litlum pakka, sem reyndist innihalda fíkniefni, fleygt úr bílnum á ferð. Innlent 13.10.2005 14:25
Líf hundruð þúsunda í hættu Þjóðarmorð og hungursneyð gætu leitt til dauða hundruð þúsunda í Darfur-héraði í Súdan. Íslensk kona, sem bjó um hríð í Súdan, segir ástandið hluta af víðtækari deilum í landinu sem eigi sér langa sögu. Erlent 13.10.2005 14:25
Veiðigjald verður þungur baggi "Mér finnst ekki líklegt að með þessu gjaldi náist almenn sátt um sjávarútveginn," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.10.2005 14:25
Brýnt að minnka sykurneyslu Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Innlent 13.10.2005 14:25
Slitið sambandi við Ísrael Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur slitið sambandi við ísraelsk stjórnvöld í kjölfar þess að tveir meintir ísraelskir njósnarar voru fangelsaðir fyrir að reyna að verða sér út um nýsjálensk vegabréf. Erlent 13.10.2005 14:25
Skapar frið á götum Dönsk lögregluyfirvöld hafa heimild til að banna þekktum ofbeldismönnum aðgang að þekktum veitingahús- og næturklúbbahverfum í landinu. Erlent 13.10.2005 14:25
Innflytjendur á glapstigum Meirihluti er fyrir því á danska þinginu að láta kanna ástæður þess að innflytjendur lenda hlutfallslega mun oftar í fangelsi en aðrir þegnar landsins. Erlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarsamstarfið traust Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst. Innlent 13.10.2005 14:25
Sex milljarða halli Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunarvanda. Þingmaður Samfylkingar segir ríkisforstjóra stundum þurfa að velja á milli tveggja tegunda lögbrota vegna fjárskorts. Innlent 13.10.2005 14:25
Eldsvoði skapar glundroða Loka varð stórum hluta miðbæjar Madrid, höfuðborgar Spánar, um nónbil í gær braust út mikill eldsvoði í rafstöð einni sem staðsett er í þröngu húsasundi. Gríðarmikill svartur reykur gaus upp og fór rafmagn af mörgum af helstu ferðamannastöðum borgarinnar Erlent 13.10.2005 14:25
Formenn hittast á fundi í dag Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna Innlent 13.10.2005 14:25
Nýr ferðavefur opnaður Ferðamálaráð Íslands hefur opnað nýjan ferðavef fyrir Íslendinga www.ferdalag.is. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði vefinn í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs á dögunum en við það tækifæri var endurnýjuðum landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.icetourist.is hleypt af stokkunum. Innlent 13.10.2005 14:25
Stærsti steypuklumpur landsins Vinna við stærsta steypuklump Íslandssögunnar er hafin við Kárahnjúka. Í þennan eina klump þarf álíka mikla steypu og í fjögur hundruð einbýlishús. Innlent 13.10.2005 14:25
Bráðnun jökla mikil ógnun Margir vísindamenn búast við að íshellan yfir Grænlandi fari að bráðna verulega á þessari öld. Þegar og ef það gerist verður eina leiðin til að skoða London eða Los Angeles úr kafbáti. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 14:25
Kók vill málamiðlun Coca Cola fyrirtækið hefur boðist til að gera verulegar breytingar á viðskiptaháttum sínum í Evrópu. Með því vonast fyrirtækið til að binda endi á rannsókn samkeppnismálayfirvalda Evrópusambandsins sem hefur staðið yfir í sex ár. Erlent 13.10.2005 14:25
Borgarstjórnarkosningar í Englandi Borgarstjórnarkosningar verða í tveimur borgum á Englandi í dag og segja stjórnmálaskýrendur að niðurstöður þeirra kosninga sýni betur en nokkuð annað stöðu Tonys Blairs og Verkamannaflokksins, daginn eftir að skýrsla Butlers lávarðar birtist. Erlent 13.10.2005 14:25
Brotist inn í fyrirtæki Lögreglan í Reykjavík handtók mann í morgun, eftir að hann hafði brotist inn í fyrirtæki á Ártúnshöfðanum. Maðurinn hafði skömmu áður ekið bifreið sinni útaf og sást glögglega á öryggismyndavélum er hann hljóp sem fætur toguðu úr bílnum og braust inn í fyrirtækið. Innlent 13.10.2005 14:24
Dýr myndi Hafliði allur Þýskur karlmaður hefur kært unga konu sem starfar hjá erótískri símaþjónustu til lögreglu eftir að honum barst um hálfrar milljónar króna símreikningur vegna samtals við konuna sem stóð yfir næturlangt. Erlent 13.10.2005 14:25
Brýnt að draga úr sykurneyslu Heilbrigðisráðherra segir að kanna verði allar leiðir til að draga úr sykurneyslu, þar á meðal forvarnarskatt. Samtök iðnaðarins segja slíkar hugmyndir "með öllu óþolandi" en Lýðheilsustöð telur gagnrýni þeirra á misskilningi byggða. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:25
Skortur á ánamöðkum Vegna þurrka á landinu í sumar, er mikill skortur á maðki fyrir stangveiðimenn. Maðkurinn hefur því fimmfaldast í verði. Sumarið er ekki góður tími fyrir ánamaðka. Þeir eru rifnir upp úr jörðinni, tugþúsundum saman, þræddir upp á öngla, og hent út í vatn, þar sem hungraðir fiskar ráðast á þá, og éta þá upp til agna. Innlent 13.10.2005 14:25
Mikið annríki í sjúkraflugi Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi frá Akureyri með vélum Flugfélags Íslands undanfarna daga. Í morgun fóru sjúkraflutningamaður og tveir læknar með Metró vél Flugfélags Íslands til Kulusuk og sóttu slasaðan dreng sem fluttur var með þyrlu frá Angmassalik. Innlent 13.10.2005 14:25
Samdráttur milli ára Fiskafli hjá íslenskum fiskiskipum var talsvert minni í júní en hann var á sama tíma fyrir ári síðan. Samkvæmt tölum Fiskistofu var aflinn tæp 180 þúsund tonn en það er minnkun um ellefu þúsund tonn milli ára. Sé aflinn skoðaður frá janúar til júní versnar staðan enn en um 83 þúsund tonna samdrátt er að ræða. Innlent 13.10.2005 14:25
Slys við Geitaskarð Slys varð norðan við Geitaskarð á fimmta tímanum, þegar ökumaður bíls sem ekið var frá Blönduósi um Langadal keyrði á röngum vegarhelmingi beint framan á kyrrstæðan bíl. Við höggið kastaðist bíllinn sem ekið var á, á annan kyrrstæðan bíl sem stóð fyrir aftan hann. Tvennt var flutt með sjúkrabíl á Akureyri en ekki er vitað um líðan þeirra. Lögreglan á Blönduósi er nú að opna fyrir umferð um veginn. Innlent 13.10.2005 14:25