Fréttir

Fréttamynd

Sagðist særð, móðguð og reið

Þóra Victoria, aðstoðarflokksstjóri hjá Skrúðgarðyrkjudeild borgarinnar, hefur sent opinbert kvörtunarbréf til yfirmanna Reykjavíkurborgar þar sem hún sakar Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, um aðdróttanir og svívirðingar í sinn garð.

Innlent
Fréttamynd

Lántakar geti brugðist við sveiflum

Mikilvægt er að lántakar með óverðtryggð húsnæðislán geti brugðist við sveiflum í greiðslubyrði. Þá skiptir máli fyrir lántaka með verðtryggð lán að kaupmáttur lántaka og raunverð íbúðahúsnæðis haldist nokkurn veginn í hendur á lánstímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Agnarsmár vágestur veldur miklum skaða

Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg.

Innlent
Fréttamynd

Tölum hreint út um spillingu og þöggun

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Hæna fóstrar andarunga

Hænan Gulla á Ósbakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi fóstrar nú þrjá stokkandarunga eftir að hrafnar réðust á andamömmu fyrir skemmstu. Frá þessu er greint í Bændablaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Málarekstur gegn SFO hefur ekki áhrif

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), framkvæmdi í mars í fyrra húsleitir á ýmsum stöðum vegna rannsóknar sinnar á lánveitingum Kaupþings til bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimshreyfing í þágu breytinga

Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu "lokaskjali” fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga.

Skoðun
Fréttamynd

Alþingi veitir heimild til láns

Frumvarp Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, um heimild til fjármálaráðherra til að fjármagna göng undir Vaðlaheiði var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 13 á Alþingi í gær. Fimm þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna þar af þrír stjórnarþingmenn.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í plastbát í Hrísey

Eldur kom upp í plastbátnum Guðrúnu EA 58 í Hrísey á Eyjafirði í gær. Slökkvilið var kallað til og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi

Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi

„Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður,“ segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann.

Innlent
Fréttamynd

Bættar samgöngur hækka fasteignamat

Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin tapar miklu fylgi

Stjórnarflokkarnir í Danmörku fá herfilega útreið í nýrri skoðanakönnun og mikil óánægja er með störf forsætisráðherrans Helle Thorning-Schmidt.

Erlent
Fréttamynd

Setti heimsmet fyrir andlátið

Dauð leðurblaka sem hjón fundu í kofa sínum í Finnmörk í Norður-Noregi fyrir skömmu hefur sennilega sett heimsmet rétt áður en hún drapst. Aldrei áður hefur leðurblaka fundist svo norðarlega. Kofinn er í Bekkarfjord rétt hjá nyrsta odda Noregs og um leið Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Danir og Kínverjar semja um viðskipti

Danmörk og Kína undirrita 35 samninga og viðskiptasamninga upp á 18 milljarða danskra króna á meðan á opinberri heimsókn forseta Kína, Hu Jintao, til Danmerkur stendur.

Erlent
Fréttamynd

Íslensk farfuglaheimili fá toppeinkunn

Þrjú íslensk farfuglaheimili eru meðal 10 bestu farfuglaheimila í heimi samkvæmt mati gesta sem greint er frá á vefnum hihostels.com. Farfuglaheimilið á Laugarvatni er í tíunda sæti, farfuglaheimilið á Selfossi í áttunda sæti og farfuglaheimilið Reykjavik Downtown á Vesturgötu 17 í sjötta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Rigningin stöðvaði átökin tímabundið

Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Geta dæmt sameiginlega forsjá

Dómarar munu geta dæmt foreldrum sem skilja sameiginlega forsjá, en Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar að barnalögum þess efnis á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Allar líkur á sumarþingi

Ekkert bendir til að saman náist um þinglok og því allar líkur á að sumarþing verði kvatt saman eftir mánaðamótin eftir stutt hlé. Formenn þingflokkanna funduðu í gærkvöldi um framhaldið, og þá afgreiðslu einstakra mála, en fundi var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Innlent
Fréttamynd

Segir Öryggisráðið ónýtt tæki

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill draga þá sem bera ábyrgð á voðaverkum í Sýrlandi fyrir alþjóðlega dómstóla. Íslendingar styðja tillögu í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

SpKef tapaði 50 milljörðum

Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

2.277 hundar eru skráðir í Reykjavík

Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist.

Innlent
Fréttamynd

Styður áheyrnaraðild að Norðurskautsráði

Ísland styður áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu, en það mál er í nokkru uppnámi vegna frosts í samskiptum Noregs og Kína. Fréttablaðið greindi frá því í gær að kínverskir þátttakendur á kínversk-íslensku ljóðaþingi, sem halda átti í Noregi, hefðu ekki fengið leyfi til Noregsfarar. Þá hefur Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, lýst því yfir að Kína fái ekki áheyrnaraðild við núverandi aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu

Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bætur fyrir skartgripi 5% af innbústryggingu

Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna.

Innlent
Fréttamynd

IPA-styrkir eru óafturkræfir

ESB mun ekki fara fram á endurgreiðslu veittra IPA-styrkja til Íslands ef ekki verður af aðild. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um hvort finna mætti skriflega staðfestingu á slíku.

Innlent
Fréttamynd

Einn stjórnarliði sagði nei

Frumvarpi um fjármögnun Vaðlaheiðarganga var vísað til fjárlaganefndar eftir aðra umræðu í gær. Málið var samþykkt með 31 atkvæði gegn átján, en sex þingmenn sátu hjá.

Innlent
Fréttamynd

Málamiðlun sem sögð er ganga of skammt

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær mikilvægu samkomulagi um að brottkasti á fiski innan sambandsins verði hætt og þar með dregið úr ofveiði. Tímasetningar samkomulagsins eru hins vegar gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum sem telja að gildistaka takmarkana við brottkasti einstakra tegunda muni koma of seint.

Innlent