Fréttir Hlutfall vanskila lækkar Hlutfall vanskila af útlánum hjá innlánsstofnunum hefur lækkað úr 2,4 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2004 í 1,6 prósent í lok ársins. Í lok ársins á undan var hlutfallið 3,1 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Strauk frá Stuðlum og er leitað Leit stendur yfir að 14 ára dreng sem strauk af meðferðarheimilinu á Stuðlum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins strauk drengurinn síðastliðinn miðvikudag og hefur því verið týndur í tæpa viku, þegar þetta er skrifað. Innlent 13.10.2005 18:48 Dæmdur í 10 mánaða fangelsi Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Innlent 13.10.2005 18:48 Krefjast afsagnar Fischers Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. Erlent 13.10.2005 18:48 Ökukennaranám í KHÍ Kennaraháskóli Íslands mun eftirleiðis annast nám fyrir verðandi ökukennara og endurmenntun fyrir starfandi ökukennara. Skólinn bauð upp á ökukennaranám fyrir nokkrum árum og hefur það nú verið endurskoðað og endurbætt. Innlent 13.10.2005 18:48 500 palestínskum föngum sleppt Fimmhundruð palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael verður sleppt klukkan átta að íslenskum tíma í dag. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir þetta gert til þess að koma enn frekari skriði á friðarferlið sem tekið hefur mikinn kipp undanfarið. Erlent 13.10.2005 18:48 Þjófar stálu sundlaug Fátt er svo fast að þjófar geti ekki stolið því. Að því komst Norðmaðurinn Arild Nicolaysen þegar hann kom að sumarbústað sínum og sá að þjófar höfðu haft sundlaugina á brott. Erlent 13.10.2005 18:48 Flýr undan Fljótsdalslínum Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48 Hringleið umhverfis Miðnesheiði Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. Innlent 13.10.2005 18:48 Lög um málefni aldraðra úrelt Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun. Innlent 13.10.2005 18:48 Abbas undirbúi róttækar umbætur George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:48 Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48 Ódýrara að taka lán fyrir skálanum Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Innlent 13.10.2005 18:48 Bush mætir andstæðingum sínum Bush Bandaríkjaforseti mun mæta sínum hörðustu andstæðingum, hverjum á fætur öðrum, í fimm daga Evrópureisu sinni sem hófst í dag og situr meðal annars kvöldverð með Jacques Chirac Frakklandsforseta í kvöld. Bush er talin ætla að nota tækifærið til að bæta samskiptin yfir Atlantsála sem súrnuðu verulega í kjölfar Íraksstríðsins. Erlent 13.10.2005 18:48 116 lík hafa fundist Fimm lík til viðbótar hafa fundist um borð í ferju sem sökk í Bangladess á laugardaginn. Seint í gærkvöldi fundust þrjátíu lík og alls hafa þá 116 lík fundist. Áttatíu manna er enn saknað og er óttast að flestir ef ekki allir þeirra hafi látið lífið. Erlent 13.10.2005 18:48 Varpstaður ritunnar einsdæmi Ritan er komin til Bolungarvíkur og farin að huga að hreiðurgerð í fríholtunum utan á bryggjunum og mun það vera einsdæmi hér á landi að fugl velji sér viðlíka varpstaði. Ritan hverfur út á Atlantshafið síðsumars og sést ekki aftur fyrr en um þetta leyti og er hún kærkominn vorboði í Bolungarvík. Innlent 13.10.2005 18:48 8 handteknir vegna fíkniefnamála Átta manns voru handteknir á Akureyri um helgina vegna fíkniefnamála og enn eitt fíkniefnamálið hefur verið í rannsókn síðan í nótt. Mennirnir átta voru teknir í tvennu lagi og fundust fíkniefni og tól til neyslu þeirra í báðum tilvikum. Innlent 13.10.2005 18:48 Edda PP kaupir Prentmet Fyrirtækið Edda Printing and Publishing hefur fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags keypt Prentmet ehf. Fyrir á Edda PP allt hlutafé í Edda Printing LLC sem rekur eina stærstu og fullkomnustu prentsmiðju í Pétursborg í Rússlandi. Áætluð sameiginleg velta prentsmiðjanna á Íslandi og í Rússlandi á yfirstandandi ári er vel á fjórða milljarð króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Flug úr skorðum vegna þoku Þoka hefur legið yfir vestanverðu landinu í dag og hefur innanlandsflug af þeim sökum farið úr skorðum. Þokan hefur mest verið við Faxaflóa og Breiðafjörð en einnig náð inn á Vestfirði. Skyggni hefur farið niður í nokkra tugi metra og hefur Reykjavíkurflugvöllur verið meira og minna lokaður frá hádegi og flugvélum beint til Keflavíkur. Innlent 13.10.2005 18:48 Mikill hiti á fasteignamarkaði Mikill hiti er nú á fasteignamarkaði að því er fram kemur í hálffimmfréttum KB banka. Samkvæmt Fasteignamati ríksins hækkaði verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% í janúar frá fyrri mánuði en fjölbýli hefur hækkað um rúm 25% á síðastliðnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48 Ágreiningur á bak við vinarþelið Vinsemd og friður svífur yfir vötnum á ferðalagi Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, enda er tilgangurinn að styrkja tengslin á Atlantshafsásnum eftir erfið misseri. En fréttamaður Stöðvar 2 komst að því að hátíðarbragur og tignarlæti duga ekki til að dreifa athyglinni frá grundvallarágreiningi stórveldisins og stækkandi Evrópusambands. Erlent 13.10.2005 18:48 Skilorð fyrir árás með flösku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann á 23. aldursári í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að bein í andliti brotnuðu. Innlent 13.10.2005 18:48 Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum innlánum og útlánum þann 1. mars nk. Með hækkuninni er Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Tæpt ár fyrir kjálkabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 33 ára gamlan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, innbrot og þjófnað. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á konu í íbúð sinni að morgni gamlársdags árið 2003 og misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún kjálkabrotnaði. Innlent 13.10.2005 18:48 Stal buxum, kaffi og frönskum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára Keflvíking í hundrað daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðartilraun. Pilturinn hafði aðfaranótt 26. maí í fyrra farið inn á Flughótel í Keflavík og látið þar greipar sópa. Innlent 13.10.2005 18:48 Bannað að nota bændaferðir Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag. Innlent 13.10.2005 18:48 Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna. Innlent 13.10.2005 18:48 Súðavík kaupir verðbréf Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. Innlent 13.10.2005 18:48 Þjálfar dómara og saksóknara Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks. Erlent 13.10.2005 18:48 210 milljónir barna þræla Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF telur að 210 milljónir barna víða um heim neyðist til að vinna fyrir sér við skelfilegar aðstæður. Erlent 13.10.2005 18:48 « ‹ ›
Hlutfall vanskila lækkar Hlutfall vanskila af útlánum hjá innlánsstofnunum hefur lækkað úr 2,4 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2004 í 1,6 prósent í lok ársins. Í lok ársins á undan var hlutfallið 3,1 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Strauk frá Stuðlum og er leitað Leit stendur yfir að 14 ára dreng sem strauk af meðferðarheimilinu á Stuðlum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins strauk drengurinn síðastliðinn miðvikudag og hefur því verið týndur í tæpa viku, þegar þetta er skrifað. Innlent 13.10.2005 18:48
Dæmdur í 10 mánaða fangelsi Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Innlent 13.10.2005 18:48
Krefjast afsagnar Fischers Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. Erlent 13.10.2005 18:48
Ökukennaranám í KHÍ Kennaraháskóli Íslands mun eftirleiðis annast nám fyrir verðandi ökukennara og endurmenntun fyrir starfandi ökukennara. Skólinn bauð upp á ökukennaranám fyrir nokkrum árum og hefur það nú verið endurskoðað og endurbætt. Innlent 13.10.2005 18:48
500 palestínskum föngum sleppt Fimmhundruð palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael verður sleppt klukkan átta að íslenskum tíma í dag. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir þetta gert til þess að koma enn frekari skriði á friðarferlið sem tekið hefur mikinn kipp undanfarið. Erlent 13.10.2005 18:48
Þjófar stálu sundlaug Fátt er svo fast að þjófar geti ekki stolið því. Að því komst Norðmaðurinn Arild Nicolaysen þegar hann kom að sumarbústað sínum og sá að þjófar höfðu haft sundlaugina á brott. Erlent 13.10.2005 18:48
Flýr undan Fljótsdalslínum Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:48
Hringleið umhverfis Miðnesheiði Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. Innlent 13.10.2005 18:48
Lög um málefni aldraðra úrelt Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun. Innlent 13.10.2005 18:48
Abbas undirbúi róttækar umbætur George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:48
Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 13.10.2005 18:48
Ódýrara að taka lán fyrir skálanum Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Innlent 13.10.2005 18:48
Bush mætir andstæðingum sínum Bush Bandaríkjaforseti mun mæta sínum hörðustu andstæðingum, hverjum á fætur öðrum, í fimm daga Evrópureisu sinni sem hófst í dag og situr meðal annars kvöldverð með Jacques Chirac Frakklandsforseta í kvöld. Bush er talin ætla að nota tækifærið til að bæta samskiptin yfir Atlantsála sem súrnuðu verulega í kjölfar Íraksstríðsins. Erlent 13.10.2005 18:48
116 lík hafa fundist Fimm lík til viðbótar hafa fundist um borð í ferju sem sökk í Bangladess á laugardaginn. Seint í gærkvöldi fundust þrjátíu lík og alls hafa þá 116 lík fundist. Áttatíu manna er enn saknað og er óttast að flestir ef ekki allir þeirra hafi látið lífið. Erlent 13.10.2005 18:48
Varpstaður ritunnar einsdæmi Ritan er komin til Bolungarvíkur og farin að huga að hreiðurgerð í fríholtunum utan á bryggjunum og mun það vera einsdæmi hér á landi að fugl velji sér viðlíka varpstaði. Ritan hverfur út á Atlantshafið síðsumars og sést ekki aftur fyrr en um þetta leyti og er hún kærkominn vorboði í Bolungarvík. Innlent 13.10.2005 18:48
8 handteknir vegna fíkniefnamála Átta manns voru handteknir á Akureyri um helgina vegna fíkniefnamála og enn eitt fíkniefnamálið hefur verið í rannsókn síðan í nótt. Mennirnir átta voru teknir í tvennu lagi og fundust fíkniefni og tól til neyslu þeirra í báðum tilvikum. Innlent 13.10.2005 18:48
Edda PP kaupir Prentmet Fyrirtækið Edda Printing and Publishing hefur fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags keypt Prentmet ehf. Fyrir á Edda PP allt hlutafé í Edda Printing LLC sem rekur eina stærstu og fullkomnustu prentsmiðju í Pétursborg í Rússlandi. Áætluð sameiginleg velta prentsmiðjanna á Íslandi og í Rússlandi á yfirstandandi ári er vel á fjórða milljarð króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Flug úr skorðum vegna þoku Þoka hefur legið yfir vestanverðu landinu í dag og hefur innanlandsflug af þeim sökum farið úr skorðum. Þokan hefur mest verið við Faxaflóa og Breiðafjörð en einnig náð inn á Vestfirði. Skyggni hefur farið niður í nokkra tugi metra og hefur Reykjavíkurflugvöllur verið meira og minna lokaður frá hádegi og flugvélum beint til Keflavíkur. Innlent 13.10.2005 18:48
Mikill hiti á fasteignamarkaði Mikill hiti er nú á fasteignamarkaði að því er fram kemur í hálffimmfréttum KB banka. Samkvæmt Fasteignamati ríksins hækkaði verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% í janúar frá fyrri mánuði en fjölbýli hefur hækkað um rúm 25% á síðastliðnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:48
Ágreiningur á bak við vinarþelið Vinsemd og friður svífur yfir vötnum á ferðalagi Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, enda er tilgangurinn að styrkja tengslin á Atlantshafsásnum eftir erfið misseri. En fréttamaður Stöðvar 2 komst að því að hátíðarbragur og tignarlæti duga ekki til að dreifa athyglinni frá grundvallarágreiningi stórveldisins og stækkandi Evrópusambands. Erlent 13.10.2005 18:48
Skilorð fyrir árás með flösku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann á 23. aldursári í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að bein í andliti brotnuðu. Innlent 13.10.2005 18:48
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum innlánum og útlánum þann 1. mars nk. Með hækkuninni er Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Tæpt ár fyrir kjálkabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 33 ára gamlan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, innbrot og þjófnað. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á konu í íbúð sinni að morgni gamlársdags árið 2003 og misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún kjálkabrotnaði. Innlent 13.10.2005 18:48
Stal buxum, kaffi og frönskum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára Keflvíking í hundrað daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðartilraun. Pilturinn hafði aðfaranótt 26. maí í fyrra farið inn á Flughótel í Keflavík og látið þar greipar sópa. Innlent 13.10.2005 18:48
Bannað að nota bændaferðir Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag. Innlent 13.10.2005 18:48
Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna. Innlent 13.10.2005 18:48
Súðavík kaupir verðbréf Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. Innlent 13.10.2005 18:48
Þjálfar dómara og saksóknara Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks. Erlent 13.10.2005 18:48
210 milljónir barna þræla Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF telur að 210 milljónir barna víða um heim neyðist til að vinna fyrir sér við skelfilegar aðstæður. Erlent 13.10.2005 18:48