Fréttir

Fréttamynd

Færri tækifæri fyrir konur

Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fjölda brota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu nýja ríkisstjórn

Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa þjónustu

Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr stjórnarformaður Baugs

Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Enginn grunaður vegna íkveikju

Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Reykingabann í Hong Kong

Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga.

Erlent
Fréttamynd

Kærður fyrir fjárdrátt

Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Auga fyrir góð málefni

Sjóðurinn Auga var stofnaður á Kjarvalsstöðum. Sjóðnum er ætlað að styðja góð málefni í samfélaginu með afli auglýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Getur aftur sprangað um bryggjuna

Eskfirðingurinn, sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá á dögunum að væri óhress með að geta ekki lengur sprangað óhindrað um bryggjurnar vegna girðingar gegn hryðjuverkamönnum, getur nú andað léttar.

Innlent
Fréttamynd

Síminn gefur Fjarskiptasafnið

Síminn hefur ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt við Suðurgötu, bæði húsið sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og alla munina sem þar eru sýndir. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Símanum.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Flugleiðum

Hagnaður Flugleiða á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna og ríflega þrefaldaðist frá árinu á undan. Er þetta er besta afkoma í sögu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að heildarveltan hafi verið 43 í fyrra en það er fimm milljarða króna veltuaukning frá árinu áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólík sýn á lýðræði Rússa

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast efla kjarnorkuöryggismál

Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands samþykktu í dag að efla öryggi í kjarnorkumálum með það að markmiði að draga úr hættunni á að hryðjuverkahópar komist yfir gerðeyðingarvopn. Munu ríkin deila upplýsingum í þessum málaflokki.

Erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan farin að lækka

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka eftir stöðuga hækkun frá áramótum, sem nemur ellefu prósentum. Í gær og í fyrradag lækkaði hún hins vegar um tæp fjögur prósent og í gær var mun meira af sölutilboðum en kauptilboðum í umferð sem bendir til að margir vilji losa sig við íslensk hlutabréf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veður válynd í heiminum

Hvít snjóbreiða hamlaði samgöngum í París í dag og hinum megin á hnettinum, í Kaliforníu, stríða menn líka við ofankomu. Gríðarlegar rigningar hafa sett allt á flot og valdið aurskriðum og dauða níu manna.

Erlent
Fréttamynd

Ekki boðið á fund um neyðarlínu

Fulltrúa slökkviliðs Ísafjarðar var ekki boðið á fund um neyðarlínuna í kjölfar mistaka hjá henni þegar sjúkrabíll var kallaður frá Ísafirði þegar maður hneig niður í Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hjálparstarfsmenn drepnir

Tveir afganskir hjálparstarfsmenn fundust látnir í suðurhluta Afganistans í gær og fyrradag en þeir höfðu verið skotnir í höfuðið. Hjálparstarfsmennirnir unnu fyrir samtökin IbnSina og sagði talsmaður þeirra við Reuters-fréttaveituna að þeir hefðu fundist á vegi í Kandahar-héraði. Talið er að skæruliðar hafi banað þeim en þeir hafa látið mikið að sér kveða í héraðinu að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Júsjenko vill hefja viðræður 2007

Viktor Júsjenko, nýkjörinn forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að yfirvöld þar í landi vildu flýta viðræðum um aðild að Evrópsambandinu og hefja þær strax árið 2007 eða jafnvel fyrr. Þetta sagði hann í ávarpi á Evrópuþinginu og lofaði að hefja þær umbætur í landinu sem Evrópusambandið fer fram á vegna aðildar.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir misþyrmingar

Tveir breskir hermenn voru sakfelldir í dag fyrir misþyrmingar á föngum í Írak. Refsing þeirra hefur ekki verið ákveðin en þeir eiga allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér. Sannað þótti að þeir hefðu barið fanga og híft upp með lyftara ásamt því að tilkynna ekki um að fangar hefðu verið látnir líkja eftir kynlífsathöfnum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Íbúðalánasjóð út af markaði

"Frelsinu fylgir ábyrgð og bankarnir verða að axla þá ábyrgð gagnvart markaðnum til langtíma," segir Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins, en hann hefur ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna, farið hvað hörðustu orðum um Samtök banka og sparisjóða og aðför þeira að Íbúðalánasjóði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiðir húsaleiguna

Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, er í vanda eftir að upp komst að ríkissjóður greiðir í mánuði hverjum andvirði rúmlega milljón króna í leigu fyrir hús sem hann hefur til afnota. Það bætir ekki stöðu ráðherrans að hann leigir eigin íbúð út á 200 þúsund krónur og er sú íbúð stutt frá húsinu sem ríkissjóður greiðir fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Voru með ófullnægjandi skilríki

Fimm Portúgalar sem lögreglan á Selfossi stöðvaði síðdegis í gær eftir að bíll þeirra hafði mælst á of miklum hraða reyndust vera með ófullnægjandi skilríki. Tveir þeirra höfðu engin skilríki, þrír höfðu aðeins dvalarleyfi og aðeins einn hafði atvinnuleyfi þótt þeir væru allir í fullri vinnu sem smiðir austur í Rangárvallasýslu.

Innlent
Fréttamynd

Sektuð vegna samráðs

Samkeppnisráð dæmdi í dag þrjú tryggingafélög til að greiða 60,5 milljónir króna í sekt vegna ólögmæts verðsamráðs. Félögin sem um ræðir eru Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstöðin og VÍS.

Innlent
Fréttamynd

Alltof mikill hraðakstur

Rúmlega 40 bílstjórar voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi í gær og fyrradag. Sævar Finnbogason, varðstjóri í Kópavogi, segir þetta óvenjulega mikið og honum finnst undarlegt að þokan á þriðjudag hafi ekki einu sinni hægt á mönnum.

Innlent
Fréttamynd

Vinnsla hafin á ný í Grindavík

"Við frystum aðeins um helgina, en það er annars bara engin loðna til að frysta. Við bíðum bara eftir því," segir Óskar Ævarsson yfirmaður fiskimjölverksmiðju Samherja sem brann í Grindavík 9. febrúar eftir að mjöl ofhitnaði í þurrkara.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsakademíu komið á fót

Komið hefur verið á fót norrænni sjávarútvegsakademíu sem mun standa fyrir námskeiðum í fiskveiðistjórnun og fylgjast með fiskistofnum og auðlindum hafsins. Sjávarútvegsakademían verður ekki með fast heimilisfang heldur mun hún starfa sem tengslanet og verður því stjórnað frá Háskólanum í Björgvin eftir því sem segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Innlent
Fréttamynd

Drottning sögð hunsa son sinn

Breskir fjölmiðlar segja þá staðreynd að Elísabet drottning ætlar ekki að vera viðstödd borgaralega hjónavígslu sonar síns, Karls prins, vera til marks um miklar deilur innan konungsfjölskyldunnar um fyrirhugað brúðkaup Karls og Camillu Parker-Bowles.

Erlent
Fréttamynd

Sektuð um 60,5 milljónir

Tryggingafélögin voru í gær sektuð um 60,5 milljónir af samkeppnisráði vegna ólöglegs verðsamráðs. Tryggingamiðstöðin hefur fallist á að greiða 18,5 milljónir í sekt og VÍS hefur fallist á að greiða 15 milljónir. Sjóvá-Almennar tryggingar eru sektuð um 27 milljónir, en tryggingafélagið hyggst áfrýja niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurflugvöllur opinn á ný

Þokunni sem legið hefur yfir Reykjavík síðustu daga hefur nú létt og Reykjavíkurflugvöllur er því opinn á ný. Um 1500 farþegar eru bókaðir í flug í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að koma þeim öllum á áfangastað án mikillar röskunnar.</span />

Innlent