Fréttir Alvarleg undirboð á vinnumarkaði Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustusamninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. 250-300 starfsmenn eru á svörtum markaði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Neysla einstæðra milljón umfram te Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Vill aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Innlent 13.10.2005 18:49 Dæmdir fyrir mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega mannréttindi, þar á meðal með því að pynta og myrða borgara, í aðgerðum sínum gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjeníu. Úrskurðurinn féll í máli sem sex tsjetsjenar höfðuðu á hendur yfirvöldum í Moskvu vegna dauða ættingja þeirra í árásum rússneska hersins á uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu á árunum 1999 og 2000. Erlent 13.10.2005 18:49 Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. Innlent 13.10.2005 18:49 Leit í rústum Tvíburaturna hætt Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa formlega hætt leit í rústum Tvíburaturnanna þrátt fyrir að enn eigi eftir að bera kennsl á meira en ellefu hundruð manns sem fórust í árásinni. Undanfarna níu mánuði hafa björgunarsveitarmenn grafið upp meira en eitt og hálft tonn af braki í rústunum og tekist hefur að bera kennsl á rúmlega átta hundruð manns með DNA-rannsóknum í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 18:49 Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. Innlent 13.10.2005 18:49 Efast um að fé fari til fatlaðra Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. Innlent 13.10.2005 18:49 Hagnaður Burðaráss 9,3 milljarðar Burðarás hagnaðist um rúma 9,3 milljarða á síðasta ári. Þar af nam hagnaður af fjárfestingarstarfsemi 8.461 milljónum króna og segir í fréttatilkynningu að hann megi rekja til sölu á sjávarútvegsarmi félagsins í dótturfélögum Brims og mikillar hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði í fyrra. Innleystur hagnaður dótturfélagsins Eimskipafélags Íslands var 990 milljónir. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Segjast fara frá Líbanon Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 18:49 Ölvun ógildir ekki bótarétt Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Innlent 13.10.2005 18:49 Páfi aftur á sjúkrahús Jóhannes Páll páfi annar hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús vegna flensu, en svo virðist sem afturkippur hafi komið í bata hans. Páfi var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm snemma í þessum mánuði vegna öndunarerfiðleika í kjölfar flensu og dvaldist þar í tíu daga. Talið var að hann væri á góðum batavegi en svo virðist ekki vera því í morgun var aftur farið með hann á sjúkrahúsið að því er segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Erlent 13.10.2005 18:49 Ríkisstjórnarmyndun gengur illa Brösulega gengur að koma saman starfhæfri ríkisstjórn í Írak eftir kosningarnar í síðasta mánuði. Andstæðar pólitískar fylkingar berjast um bitana. Erlent 13.10.2005 18:49 Má leggja 20% ofan á meðalverð Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:49 Með falsað vegabréf Rúmlega þrítugur útlendingur sótti um pólitískt hæli þegar hann kom úr ferjunni Norrænu á þriðjudagsmorgun. Við komuna til landsins hafði hann framvísað ungversku vegabréfi sem grunur lék á að væri falsað. Hann viðurkenndi að svo væri og óskaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Innlent 13.10.2005 18:49 Söluþrýstingur í Kauphöll Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka ört eftir að hafa hækkað um ellefu prósent frá áramótum og hefur nú myndast söluþrýstingur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Mótmæla Bush hvar sem hann fer Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer. Erlent 13.10.2005 18:49 Fjölmargir árekstrar í gær Fjöldi árekstra varð í Reykjavík í gærdag en engin slasaðist alvarlega þrátt fyrir talsvert eignatjón í sumum þeirra. Lögregla kann enga skýringu á þessu því þótt þoka hafi verið í borginni var hún ekki svo svört að hún hafi átt að byrgja ökumönnum sýn. Innlent 13.10.2005 18:49 Sýknaður af tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir hádegi tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Innlent 13.10.2005 18:49 Kosið um stjórnarskrá í sumar Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur. Erlent 13.10.2005 18:49 Ráðgjöf gegn HIV - smiti Starfsfólk á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala - háskólasjúkrahúsi veitir nú aukna þjónustu þeim sem koma í HIV próf, að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á deildinni. Innlent 13.10.2005 18:49 Sagður hafa ætlað að myrða Bush Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann. Erlent 13.10.2005 18:49 Orðlaus yfir sýknudómi Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. Innlent 13.10.2005 18:49 Bæði undrandi og glaður Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Innlent 13.10.2005 18:49 Almenningur hundfúll út í Bush Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna séu að sættast og grafa stríðsöxina er hinn almenni Evrópubúi enn þá hundfúll út í Bush Bandaríkjaforseta. Andstaðan endurspeglast í miklum mótmælum sem hafa brotist út hvar sem Bush hefur farið um Evrópu. Erlent 13.10.2005 18:49 Skólastjórinn fann drenginn Fjórtán ára pilturinn, sem leitað hefur verið að undanfarna viku, er fundinn. Skólastjórinn hans fann hann í gærmorgun Innlent 13.10.2005 18:49 Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Raddir þingmanna á netinu Síðan í haust hefur verið hægt að hlusta á raddsýnishorn alþingismanna á vef þingsins, althingi.is. Innlent 13.10.2005 18:49 Sóttvarnalæknir verðlaunaður IcePro, samstarfsvettvangur um eflingu rafrænna samskipta, hefur ákveðið að sóttvarnalæknir hljóti IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Úrvalsvísitalan farin að lækka Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka eftir stöðuga hækkun frá áramótum, sem nemur ellefu prósentum. Í gær og í fyrradag lækkaði hún hins vegar um tæp fjögur prósent og í gær var mun meira af sölutilboðum en kauptilboðum í umferð sem bendir til að margir vilji losa sig við íslensk hlutabréf. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 « ‹ ›
Alvarleg undirboð á vinnumarkaði Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustusamninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. 250-300 starfsmenn eru á svörtum markaði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Neysla einstæðra milljón umfram te Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Vill aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Innlent 13.10.2005 18:49
Dæmdir fyrir mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega mannréttindi, þar á meðal með því að pynta og myrða borgara, í aðgerðum sínum gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjeníu. Úrskurðurinn féll í máli sem sex tsjetsjenar höfðuðu á hendur yfirvöldum í Moskvu vegna dauða ættingja þeirra í árásum rússneska hersins á uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu á árunum 1999 og 2000. Erlent 13.10.2005 18:49
Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. Innlent 13.10.2005 18:49
Leit í rústum Tvíburaturna hætt Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa formlega hætt leit í rústum Tvíburaturnanna þrátt fyrir að enn eigi eftir að bera kennsl á meira en ellefu hundruð manns sem fórust í árásinni. Undanfarna níu mánuði hafa björgunarsveitarmenn grafið upp meira en eitt og hálft tonn af braki í rústunum og tekist hefur að bera kennsl á rúmlega átta hundruð manns með DNA-rannsóknum í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 18:49
Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. Innlent 13.10.2005 18:49
Efast um að fé fari til fatlaðra Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. Innlent 13.10.2005 18:49
Hagnaður Burðaráss 9,3 milljarðar Burðarás hagnaðist um rúma 9,3 milljarða á síðasta ári. Þar af nam hagnaður af fjárfestingarstarfsemi 8.461 milljónum króna og segir í fréttatilkynningu að hann megi rekja til sölu á sjávarútvegsarmi félagsins í dótturfélögum Brims og mikillar hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði í fyrra. Innleystur hagnaður dótturfélagsins Eimskipafélags Íslands var 990 milljónir. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Segjast fara frá Líbanon Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 18:49
Ölvun ógildir ekki bótarétt Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Innlent 13.10.2005 18:49
Páfi aftur á sjúkrahús Jóhannes Páll páfi annar hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús vegna flensu, en svo virðist sem afturkippur hafi komið í bata hans. Páfi var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm snemma í þessum mánuði vegna öndunarerfiðleika í kjölfar flensu og dvaldist þar í tíu daga. Talið var að hann væri á góðum batavegi en svo virðist ekki vera því í morgun var aftur farið með hann á sjúkrahúsið að því er segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Erlent 13.10.2005 18:49
Ríkisstjórnarmyndun gengur illa Brösulega gengur að koma saman starfhæfri ríkisstjórn í Írak eftir kosningarnar í síðasta mánuði. Andstæðar pólitískar fylkingar berjast um bitana. Erlent 13.10.2005 18:49
Má leggja 20% ofan á meðalverð Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:49
Með falsað vegabréf Rúmlega þrítugur útlendingur sótti um pólitískt hæli þegar hann kom úr ferjunni Norrænu á þriðjudagsmorgun. Við komuna til landsins hafði hann framvísað ungversku vegabréfi sem grunur lék á að væri falsað. Hann viðurkenndi að svo væri og óskaði hælis hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Innlent 13.10.2005 18:49
Söluþrýstingur í Kauphöll Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka ört eftir að hafa hækkað um ellefu prósent frá áramótum og hefur nú myndast söluþrýstingur. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Mótmæla Bush hvar sem hann fer Engu virðist skipta þótt Bush Bandaríkjaforseti friðmælist við hvern Evrópuleiðtogann á fætur öðrum, Evrópubúum líst ekkert betur á Bush en áður og safnast saman til að mótmæla hvar sem hann fer. Erlent 13.10.2005 18:49
Fjölmargir árekstrar í gær Fjöldi árekstra varð í Reykjavík í gærdag en engin slasaðist alvarlega þrátt fyrir talsvert eignatjón í sumum þeirra. Lögregla kann enga skýringu á þessu því þótt þoka hafi verið í borginni var hún ekki svo svört að hún hafi átt að byrgja ökumönnum sýn. Innlent 13.10.2005 18:49
Sýknaður af tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir hádegi tæplega fimmtugan karlmann af ákæru um tilraun til manndráps. Innlent 13.10.2005 18:49
Kosið um stjórnarskrá í sumar Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur. Erlent 13.10.2005 18:49
Ráðgjöf gegn HIV - smiti Starfsfólk á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala - háskólasjúkrahúsi veitir nú aukna þjónustu þeim sem koma í HIV próf, að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á deildinni. Innlent 13.10.2005 18:49
Sagður hafa ætlað að myrða Bush Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann. Erlent 13.10.2005 18:49
Orðlaus yfir sýknudómi Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. Innlent 13.10.2005 18:49
Bæði undrandi og glaður Sjón átti ekki svefnsama nótt en varð bæði undrandi og glaður þegar hringt var í hann í morgun og honum tilkynnt að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs féllu honum í skaut fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur. Innlent 13.10.2005 18:49
Almenningur hundfúll út í Bush Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu og Bandaríkjanna séu að sættast og grafa stríðsöxina er hinn almenni Evrópubúi enn þá hundfúll út í Bush Bandaríkjaforseta. Andstaðan endurspeglast í miklum mótmælum sem hafa brotist út hvar sem Bush hefur farið um Evrópu. Erlent 13.10.2005 18:49
Skólastjórinn fann drenginn Fjórtán ára pilturinn, sem leitað hefur verið að undanfarna viku, er fundinn. Skólastjórinn hans fann hann í gærmorgun Innlent 13.10.2005 18:49
Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Raddir þingmanna á netinu Síðan í haust hefur verið hægt að hlusta á raddsýnishorn alþingismanna á vef þingsins, althingi.is. Innlent 13.10.2005 18:49
Sóttvarnalæknir verðlaunaður IcePro, samstarfsvettvangur um eflingu rafrænna samskipta, hefur ákveðið að sóttvarnalæknir hljóti IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Úrvalsvísitalan farin að lækka Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka eftir stöðuga hækkun frá áramótum, sem nemur ellefu prósentum. Í gær og í fyrradag lækkaði hún hins vegar um tæp fjögur prósent og í gær var mun meira af sölutilboðum en kauptilboðum í umferð sem bendir til að margir vilji losa sig við íslensk hlutabréf. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49