Fréttir

Fréttamynd

Tepptu umferð vegna deilna

Ökumaður fólksbíls og vagnstjóri tepptu umferð um götu í Kópavogi í gær í næstum því stundarfjórðung þar sem hvorugur vildi víkja fyrir hinum. Atvikið er í skoðun hjá Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Tryggir hag neytenda

"Verðlækkanir hjá Krónunni og Bónus munu væntanlega hafa áhrif á aðrar lágvöruverðsverslanir" segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í flugvél á Manchester-velli

Eldur kviknaði í pakistanskri flugvél á flugvellinum í Manchester í morgun. Enginn slasaðist en meira en þrjú hundruð farþegar voru fluttir úr vélinni. Eldsupptök eru ókunn en verið var að dæla eldsneyti á vélina þegar eldurinn blossaði upp.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Fischers til Japans

Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Bobbys Fischers hér á landi heldur til Japans um hádegisbil í dag að ósk skáksnillingsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá nefndinni verður erindið að leita fundar með fulltrúum japanska dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins síðar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla áfram í Beirút

Stjórnarandstæðingar í Líbanon ætla að halda opinberum mótmælum sínum áfram eftir afsögn ríkisstjórnar landsins í gær. Mótmælendur hafa fagnað á götum úti í alla nótt og krefjast þess nú að forsetar bæði Líbanons og Sýrlands verði næstir til þess að segja af sér. Stjórnin í Líbanon mun starfa áfram uns forseti landsins, Emile Lahoud, kemur með tillögu að nýrri stjórn.

Erlent
Fréttamynd

Fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær ungan mann til sex mánaða fangelsis fyrir að ráðast á tvo lögregluþjóna í janúar á síðasta ári með þeim afleiðingum að annar lögreglumaðurinn hlaut meiðsl af.

Innlent
Fréttamynd

Sendinefndin með leynivopn

Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus.

Innlent
Fréttamynd

Bjargað eftir viku úr rústum

Fertugum manni var bjargað úr rústum heimilis síns í Kerman-héraði í suðausturhluta Írans viku eftir að jarðskjálfti skók héraðið. Samkvæmt fréttastofunni IRNA bjó maðurinn einn og fannst hann þegar íbúar í bænum hans voru að hreinsa til eftir hamfarirnar en ekki er vitað hvernig honum tókst að lifa í svo langan tíma undir rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Almenn ánægja með uppsagnir

Almenn ánægja virðist vera meðal leikara Þjóðleikhússins með uppsagnir í þeirra röðum, jafnt hjá þeim sem misstu vinnuna og þeim sem sluppu með skrekkinn. Sumir þeirra viðurkenna þó að aðferð leikhússtjóra hafi skapað vanlíðan.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraþjálfarar fengu 13 prósent

Nýr kjarasamningur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara felur að þeirra mati í sér 13 prósenta hækkun á samningstímanum sem er þrjú ár, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Árásin í Tel Aviv verk Sýrlendinga

Ísraelar fullyrða að Sýrlendingar hafi gefið fyrirskipun um hryðjuverkaárás í Tel Aviv um helgina. Fimm manns létu lífið og friðarferlið er í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Þinglýst til að verjast braski

Borgarráð tekur á næstunni ákvörðun um hvort 30 lóðum undir einbýlishús við Lambasel í Breiðholti verði úthlutað með hefðbundnum hattardrætti eða haldið verði útboð eins og gert var í Norðlingaholti. Lóðirnar verða fyrst auglýstar á næstunni í Stjórnartíðindum.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnni á lausn Fischer

Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan.

Innlent
Fréttamynd

Segir Evrópuumræðu leikrit

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar til varnar hundi

Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur nú til skoðunar úrskurð um að tíu ára collie-hundur skuli aflífaður. Hundurinn glefsaði í barn í annað sinn í fyrra og hefur nú lögmann, heilbrigðisvottorð og vitnisburði.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Býst við innrás Bandaríkjamanna

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Páfi sagður á góðum batavegi

Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 100 létust í sprengjuárás

105 létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum en hún átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það enn á tölu látinna og særðra.

Erlent
Fréttamynd

Rannsóknir enn í gangi

"Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Mistök við sendingu

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að ef fleiri en einn viðtakandi bjó á sama heimilisfangi, fóru allir reikningar á einn aðila þess heimilsfangs.

Innlent
Fréttamynd

Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu

Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður.

Innlent
Fréttamynd

125 látnir í tilræðinu í Hilla

Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Ástralir ekki hrifnir af Karli

Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér.

Erlent
Fréttamynd

Sjö leikarar sögðu upp

Þremur fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp störfum í gær. Sjö aðrir leikarar höfðu þá sagt störfum sínum lausum að fyrra bragði í kjölfar yfirlýsingar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóri um að tíu leikurum yrði sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grunur um manndráp

"Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Telur þingmennsku styrkja framboð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip gert að rýma fyrir öðrum

Bæjarráð Akureyrar vill að leigusamningi um lóð Eimskipafélags Íslands á hafnarsvæðinu á Akureyri verði sagt upp. Bæjaryfirvöld vilja geta boðið öðrum skipafélögum aðgang að hafnarsvæðinu en Eimskipafélagið hefur eitt skipafélaga haft aðstöðu á Oddeyrarhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Krónan hefur kallað á stríð

Ný verðstefna sem kom til framkvæmda hjá Krónunni um helgina hefur hrint af stað verðstríði á matvörumarkaði, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Talsmenn Bónuss og Nettó segja að ekkert verði gefið eftir. </font /></b />

Viðskipti innlent