Fréttir

Fréttamynd

Al-Qaida lætur að sér kveða

Osama bin Laden reynir nú að fá hryðjuverkaleiðtogann al-Zarqawi í Írak til að skipuleggja árásir á bandarísk skotmörk. Al-Qaida hefur lýst ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í Hilla í gær á hendur sér, þar sem minnst 125 létust.

Erlent
Fréttamynd

Bregðast ekki við

Yfirvöld hafa ekki brugðist við kæru stéttarfélagsins Eflingar frá því í haust á hendur byggingafyrirtækisins Perlunnar, sem er í eigu Eysteins Gunnars Guðmundssonar.

Innlent
Fréttamynd

Handspengjan sprakk í eldhúsinu

Karlmaður í Króatíu lést þegar handsprengja sprakk á heimili hans í borginni Split í dag. Samkvæmt lögreglu virðist sem maðurinn hafi óvart sprengt handsprengjuna en líklegt er talið að hann hafi haldið að hún væri óvirk. Sprengjan sprakk í eldhúsi heimilisins og særðust þrír í sprengingunni, þar á meðal eiginkona mannsins sem sögð er lífshættulega slösuð.

Erlent
Fréttamynd

Allir yfir 200 þúsund krónur

Laun hjúkrunarfræðinga hækka að minnsta kosti um sautján prósent á einu ári með nýjum kjarasamningi Bandalags háskólamanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir Gunnar skorta reynslu

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið.

Innlent
Fréttamynd

Há sekt fyrir skattsvik

Tveir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í rúmlega níu milljóna króna sektir fyrir skattsvik. Mennirnir tveir ráku fyrirtækið Barter ehf. sem varð gjaldþrota árið 2000. Þeir stóðu ekki skil á staðgreiðslu sem var dregin af launum starfsmanna fyrirtækisins síðustu þrjú árin áður en það varð gjaldþrota, samtals rúmlega 4,5 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki að skoða herstöð aftur

Íranar höfnuðu beiðni eftirlitsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna um að skoða aftur Parchin-herstöðina, en Bandaríkjamenn grunar að þar hafi farið fram tilraunir í tengslum við kjarnavopnaframleiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Hækkanir á eldsneytisverði

Stóru olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís, hækkuðu öll eldsneytisverð hjá sér um mánaðamót, að sögn vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði. Verðið er óbreytt hjá Atlantsolíu.

Innlent
Fréttamynd

Møllehøj er hæst

Nú hefur loksins verið skorið úr um hvaða fell er hæst í Danmörku. Það nefnist Møllehøj og er á Jótlandi.

Erlent
Fréttamynd

Ástralir ekki hrifnir af Karli

Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér.

Erlent
Fréttamynd

Sjö leikarar sögðu upp

Þremur fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp störfum í gær. Sjö aðrir leikarar höfðu þá sagt störfum sínum lausum að fyrra bragði í kjölfar yfirlýsingar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóri um að tíu leikurum yrði sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grunur um manndráp

"Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Telur þingmennsku styrkja framboð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip gert að rýma fyrir öðrum

Bæjarráð Akureyrar vill að leigusamningi um lóð Eimskipafélags Íslands á hafnarsvæðinu á Akureyri verði sagt upp. Bæjaryfirvöld vilja geta boðið öðrum skipafélögum aðgang að hafnarsvæðinu en Eimskipafélagið hefur eitt skipafélaga haft aðstöðu á Oddeyrarhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Krónan hefur kallað á stríð

Ný verðstefna sem kom til framkvæmda hjá Krónunni um helgina hefur hrint af stað verðstríði á matvörumarkaði, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Talsmenn Bónuss og Nettó segja að ekkert verði gefið eftir. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynna skuldbreytingar námslána

Menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa boðað til blaðamannafundar í dag til að kynna rétt lánþega til skuldbreytingar námslána í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN er rétturinn til að skuldbreyta láni afmarkaður við ákveðinn hóp lánþega, samtals tæplega 27 þúsund manns.

Innlent
Fréttamynd

Tryggur kjarni viðskiptavina

Verðstríð stórmarkaðanna hefur lítil sem engin áhrif á viðskipti hjá þeim smákaupmönnum sem enn lifa. Þetta segir Gunnar Jónasson kaupmaður í versluninni Kjötborg í Vesturbænum.

Innlent
Fréttamynd

Geta skuldbreytt námslánum

Námsmenn sem tóku lán eftir árið 1992 geta nú skuldbreytt lánunum og breytt afborgunarkjörum þeirra. Um er að ræða tæplega 27 þúsund námsmenn sem geta lækkað greiðslubyrði sína um tugi þúsunda á ári.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í togaranum Breka í gærkvöld

Talsverður eldur kom upp í togaranum Breka KE í Njarðvíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu vegna eldsins í svokallaðri stakkageymslu eða þar sem yfirhafnir áhafnar eru geymdar. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og tókst reykköfurum að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirsjá af Bryndísi

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mikla eftirsjá af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hættir störfum á Alþingi fyrsta ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins þarf að segja upp þremur

Þjóðleikhúsið þarf aðeins að segja upp þremur leikurum en ekki tíu eins og til stóð þar sem sjö sögðu sjálfviljugir upp samningi sínum. Til stóð að segja upp tíu manns og ráða leikara framvegis frekar í ákveðin verkefni. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði óskað eftir því að þeir leikarar sem vildu binda sig í verkefnum utan leikhússins losuðu samninga sína svo hægt væri að nýta þá fyrir aðra.

Innlent
Fréttamynd

Legókubbur stóð í dreng

Drengur á sjötta ári varð fyrir því síðdegis á laugardag að gleypa legókubb sem stóð í hálsi hans og olli honum öndunarörðugleikum. Ekki tókst að losa um kubbinn og því var drengurinn fluttur með hraði á slysadeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Leikarar verði verkefnaráðnir

Óánægju gætir meðal leikara Þjóðleikhússins eftir að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tilkynnti á fundi í morgun með þeim um uppsagnir tíu fastráðinna leikara af  33. Markmiðið er að verkefnaráða leikara frekar framvegis. Þeim sem skemmst hafa starfað við leikhúsið verður sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsakademía opnuð í dag

Norræna sjávarútvegsakademían var formlega opnuð í dag. Stofnunin á að verða samnefnari fyrir norrænar rannsóknir á auðlindum sjávar en hún hefur ekki ákveðið aðsetur heldur er um að ræða samvinnuverkefni sem stjórnað verður frá Háskólanum í Björgvin.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg tekur við af Bryndísi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með morgundeginum um allt að 0,3 prósentustig. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áburðarverksmiðja seld kaupfélögum

Haraldur Haraldsson, gjarnan kenndur við Andra, hefur selt Kaupfélögum Skagfirðinga, Borgfirðinga og Héraðsbúa Áburðarverksmiðjuna. Haraldur keypti Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi árið 1999 á 1300 milljónir króna ásamt fleiri fjárfestum.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís hættir á þingi 1. ágúst

Bryndís Hlöðversdóttir ætlar að hætta þingmennsku til að taka við stöðu deildarforseta lagadeildar Viðskiptaháskólans í Bifröst. Gert er ráð fyrir að hún hætti þingstörfum 1. ágúst. Næsti maður inn á þing er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Innlent