Fréttir Mikið um lúsasmit í skólum Mikið hefur verið um lúsasmit í skólum landsins að undanförnu ef marka má fjölda fyrirspurna og frétta af lús hjá Sóttvarnarlækni. Fjöldi smita liggur þó ekki fyrir þrátt fyrir að lúsasmit hafi orðið tilkynningaskyld árið 1999. Allir geta smitast en lúsin greinist helst hjá þriggja til tólf ára börnum. Mikilvægt er að nota kamb og lúsdrepandi efni til að ráð niðurlögum smitsins. Innlent 13.10.2005 19:11 Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Erlent 13.10.2005 19:11 Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Erlent 13.10.2005 19:11 Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Erlent 13.10.2005 19:11 Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Erlent 13.10.2005 19:11 Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. Innlent 13.10.2005 19:11 Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. Erlent 13.10.2005 19:11 Útlendingar á batavegi Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:11 Skuldum þjóðartekjur þriggja ára Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. Innlent 13.10.2005 19:11 Reyna að sleppa við veggjald Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið. Innlent 13.10.2005 19:11 Bush fagnað í Georgíu Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. Erlent 13.10.2005 19:11 Verstu timburmenn í sögu Danmerkur Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar. Erlent 13.10.2005 19:11 Sellafield-mengun mælist hér Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. Erlent 13.10.2005 19:11 Þjóðverjar draga notkun kjarnorku Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:11 Lögregla leitar bifreiðar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. Innlent 13.10.2005 19:11 Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Innlent 13.10.2005 19:11 Segir prentarablek fáránlega dýrt Verð á prentarableki þykir hátt og eru jafnvel upp sögur um að framleiðendur forriti prentara til að eyða mun meira bleki en þörf er á. Tölvusérfræðingur við tekur ekki undir þetta en segir prentarablek vera fáránlega dýrt. Innlent 13.10.2005 19:11 Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Innlent 13.10.2005 19:11 Dæmdur fyri húsbrot og árás Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn fór í heimildarleysi inn um opna svalahurð á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana þannig að hún hlaut áverka í andliti. Með broti sínu braut maðurinn skilorð. Í dómnum segir að hann hafi játað hreinskilningslega og hafi látið iðrun í ljós. Innlent 13.10.2005 19:11 Margir vilja ættleiða útburð Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. Erlent 13.10.2005 19:11 Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. Innlent 13.10.2005 19:11 Tekinn með nektarmyndir af piltum Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. Erlent 13.10.2005 19:11 Eltu uppi uppreisnarmenn Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. Erlent 13.10.2005 19:11 Verðið sagt platverð Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11 Geislavirkur leki í Sellafield Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi. Erlent 13.10.2005 19:11 Fjörurnar fylltust af timbri Fjörurnar í hjarta Hafnarfjarðar fylltust af timbri frá framkvæmdunum við Norðurbakkann fyrir helgina og þurftu starfsmenn verktakafyrirtækisins Bortækni að ganga í fjörur fyrir og eftir helgina til að hreinsa þær. Innlent 13.10.2005 19:11 Fasteignasölu lokað Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala, sem nýverið tók til starfa, hefur þurft að loka einni fasteignasölu. Þar starfaði enginn löggildur fasteignasali á þeim tíma. Langflestum málum nefndarinnar lýkur án þess að nokkuð þurfi að aðhafast. Innlent 13.10.2005 19:11 Viðvörunarkerfi fyrir haustið 2007 Yfirvöld í Indlandi greindu frá því í dag að búið yrði að koma upp fljóðbylgjuviðvörunarkerfi fyrir vestur- og austurströnd landsins í september 2007. Ríflega níu þúsund manns létust í landinu í flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu annan dag jóla og þrjú þúsund er enn saknað. Því hafa verið uppi háværar raddir um að koma upp viðvörunarkerfi á svæðinu til að koma í veg fyrir viðlíka mannfall ef flóðbygljur ríða yfir svæðið aftur. Erlent 13.10.2005 19:11 Sluppu naumlega í Mosfellsbæ Þrír piltar voru í hættu í gær þegar maður, sem sendur hafði verið af geðdeild, ók út af í Mosfellsbæ á bíl sem hann tók ófrjálsri hendi. Innlent 13.10.2005 19:11 Afhentu ráðherra áskorun Stjórn og aðalfundur Ferðafélagsins 4x4, Landsamband sendibílstjóra, Frami, félag leigubílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagið Átak afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun við Alþingishúsið í dag vegna gjalds sem lagt verður á dísilolíu 1. júní næstkomandi. Félögin stóðu fyrir hópakstri frá Holtagörðum niður í bæ vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:11 « ‹ ›
Mikið um lúsasmit í skólum Mikið hefur verið um lúsasmit í skólum landsins að undanförnu ef marka má fjölda fyrirspurna og frétta af lús hjá Sóttvarnarlækni. Fjöldi smita liggur þó ekki fyrir þrátt fyrir að lúsasmit hafi orðið tilkynningaskyld árið 1999. Allir geta smitast en lúsin greinist helst hjá þriggja til tólf ára börnum. Mikilvægt er að nota kamb og lúsdrepandi efni til að ráð niðurlögum smitsins. Innlent 13.10.2005 19:11
Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Erlent 13.10.2005 19:11
Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Erlent 13.10.2005 19:11
Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Erlent 13.10.2005 19:11
Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Erlent 13.10.2005 19:11
Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. Innlent 13.10.2005 19:11
Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. Erlent 13.10.2005 19:11
Útlendingar á batavegi Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:11
Skuldum þjóðartekjur þriggja ára Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu. Innlent 13.10.2005 19:11
Reyna að sleppa við veggjald Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið. Innlent 13.10.2005 19:11
Bush fagnað í Georgíu Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. Erlent 13.10.2005 19:11
Verstu timburmenn í sögu Danmerkur Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar. Erlent 13.10.2005 19:11
Sellafield-mengun mælist hér Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. Erlent 13.10.2005 19:11
Þjóðverjar draga notkun kjarnorku Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:11
Lögregla leitar bifreiðar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. Innlent 13.10.2005 19:11
Þörf á varanlegri lausn Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Innlent 13.10.2005 19:11
Segir prentarablek fáránlega dýrt Verð á prentarableki þykir hátt og eru jafnvel upp sögur um að framleiðendur forriti prentara til að eyða mun meira bleki en þörf er á. Tölvusérfræðingur við tekur ekki undir þetta en segir prentarablek vera fáránlega dýrt. Innlent 13.10.2005 19:11
Struku saman af Litla Hrauni Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Innlent 13.10.2005 19:11
Dæmdur fyri húsbrot og árás Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn fór í heimildarleysi inn um opna svalahurð á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana þannig að hún hlaut áverka í andliti. Með broti sínu braut maðurinn skilorð. Í dómnum segir að hann hafi játað hreinskilningslega og hafi látið iðrun í ljós. Innlent 13.10.2005 19:11
Margir vilja ættleiða útburð Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. Erlent 13.10.2005 19:11
Virðisauki lagður á olíugjald Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti. Innlent 13.10.2005 19:11
Tekinn með nektarmyndir af piltum Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. Erlent 13.10.2005 19:11
Eltu uppi uppreisnarmenn Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. Erlent 13.10.2005 19:11
Verðið sagt platverð Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:11
Geislavirkur leki í Sellafield Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi. Erlent 13.10.2005 19:11
Fjörurnar fylltust af timbri Fjörurnar í hjarta Hafnarfjarðar fylltust af timbri frá framkvæmdunum við Norðurbakkann fyrir helgina og þurftu starfsmenn verktakafyrirtækisins Bortækni að ganga í fjörur fyrir og eftir helgina til að hreinsa þær. Innlent 13.10.2005 19:11
Fasteignasölu lokað Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala, sem nýverið tók til starfa, hefur þurft að loka einni fasteignasölu. Þar starfaði enginn löggildur fasteignasali á þeim tíma. Langflestum málum nefndarinnar lýkur án þess að nokkuð þurfi að aðhafast. Innlent 13.10.2005 19:11
Viðvörunarkerfi fyrir haustið 2007 Yfirvöld í Indlandi greindu frá því í dag að búið yrði að koma upp fljóðbylgjuviðvörunarkerfi fyrir vestur- og austurströnd landsins í september 2007. Ríflega níu þúsund manns létust í landinu í flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu annan dag jóla og þrjú þúsund er enn saknað. Því hafa verið uppi háværar raddir um að koma upp viðvörunarkerfi á svæðinu til að koma í veg fyrir viðlíka mannfall ef flóðbygljur ríða yfir svæðið aftur. Erlent 13.10.2005 19:11
Sluppu naumlega í Mosfellsbæ Þrír piltar voru í hættu í gær þegar maður, sem sendur hafði verið af geðdeild, ók út af í Mosfellsbæ á bíl sem hann tók ófrjálsri hendi. Innlent 13.10.2005 19:11
Afhentu ráðherra áskorun Stjórn og aðalfundur Ferðafélagsins 4x4, Landsamband sendibílstjóra, Frami, félag leigubílstjóra, Félag hópferðaleyfishafa og bifreiðastjórafélagið Átak afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun við Alþingishúsið í dag vegna gjalds sem lagt verður á dísilolíu 1. júní næstkomandi. Félögin stóðu fyrir hópakstri frá Holtagörðum niður í bæ vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:11