Fréttir

Fréttamynd

Skuldum þjóðartekjur þriggja ára

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi að viðskiptahalli þjóðarinnar næmi nú um tíu prósentum af þjóðartekjum. Slíkt gæti ekki gengið til eilífðarnóns. Skuldir hefðu vaxið verulega og næmu nú tvöfaldri til þrefaldri vergri þjóðarframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að sleppa við veggjald

Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Bush fagnað í Georgíu

Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá.

Erlent
Fréttamynd

Verstu timburmenn í sögu Danmerkur

Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar.

Erlent
Fréttamynd

Sellafield-mengun mælist hér

Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar draga notkun kjarnorku

Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla leitar bifreiðar

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á varanlegri lausn

Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Segir prentarablek fáránlega dýrt

Verð á prentarableki þykir hátt og eru jafnvel upp sögur um að framleiðendur forriti prentara til að eyða mun meira bleki en þörf er á. Tölvusérfræðingur við tekur ekki undir þetta en segir prentarablek vera fáránlega dýrt.

Innlent
Fréttamynd

Struku saman af Litla Hrauni

Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyri húsbrot og árás

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn fór í heimildarleysi inn um opna svalahurð á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana þannig að hún hlaut áverka í andliti. Með broti sínu braut maðurinn skilorð. Í dómnum segir að hann hafi játað hreinskilningslega og hafi látið iðrun í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Margir vilja ættleiða útburð

Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Virðisauki lagður á olíugjald

Ríkissjóður nýtir sér upptöku olíugjalds í stað þungaskatts til nærri 500 milljóna króna skattahækkunar. Það gerist með því að á nýja olíugjaldið verður lagður virðisaukaskattur sem var ekki á þungaskatti.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með nektarmyndir af piltum

Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann.

Erlent
Fréttamynd

Eltu uppi uppreisnarmenn

Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu.

Erlent
Fréttamynd

Verðið sagt platverð

Tugir einyrkja flytja inn ameríska bíla fyrir aðra einstaklinga, einkum notaða bíla. Bílarnir eru í mörgum tilfellum fluttir inn í nafni viðskiptavinarins og firrar innflytjandinn sig þar með ábyrgð. Stóru bílainnflytjendurnir telja að verðið sé "fixað" og þess vegna sé það svo lágt. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Helfararminnismerki vígt í Berlín

Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn.

Erlent
Fréttamynd

Sérsveit styrkt á Akureyri

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Gætti þess að styggja ekki Rússa

George Bush, Bandaríkjaforseti, sýndi af sér kæti og dansaði fyrir gestgjafa sína í opinberri heimsókn til Georgíu. Hann hældi þarlendum stjórnvöldum á hvert reipi en passaði sig þó á því, að reita ekki Rússa til reiði.

Erlent
Fréttamynd

Brynja óskar eftir rökum

Tveir umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða hafa óskað skriflega eftir rökstuðningi um ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns.

Innlent
Fréttamynd

Lífstíðarfangelsi komi til greina

Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu

300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs.

Erlent
Fréttamynd

Fjarlægðu gáma af varpsvæði kríu

Fyrirtækið Bechtel, sem vinnur að byggingu Fjarðaráls, hefur flutt til gáma sem komið hafði verið fyrir á kríuvarpsvæði við höfnina á Reyðarfirði. Athugull íbúi Reyðarfjarðar vakti athygli á að geymsla gámanna á þessu svæði hindraði kríurnar í að hefja hreiðurgerð. Brugðist var við athugasemdinni og voru gámarnir færðir hið fyrsta og kríunni gefið eftir landið.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið auki skatta með olíugjaldi

Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot

Tamílskur karlmaður verður tekinn af lífi í Singapúr fyrir að hafa eitt kíló af hassi í fórum sínum. Börn hans, fjórtán ára tvíburar, hafa barist ötullega gegn aftökunni en án árangurs. Maðurinn var handtekinn við landamæri Singapúrs og Malasíu í ágúst 2003 og lýsti forseti Singapúrs því yfir í síðasta mánuði að engin miskunn yrði sýnd.

Erlent
Fréttamynd

Ekki slakað á áritanareglum

Ekki náðist samkomulag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leiðtogafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagnað sem stórum áfanga að bættum tengslum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnin næði ekki meirihluta

Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 þingmenn af 63 ef boðað yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bæta aðeins við sig frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Ótímabær gagnrýni á ritgerðarefni

Sverrir Þórisson starfsmaður námsmatsstofnunnar telur gagnrýni á ritgerðarefnið á samræmda prófinu í íslensku ótímabæra. Niðurstaða samræmdu prófanna hljóti að vera hinn eini sanni prófsteinn á það hvort efnið sé óviðeigandi eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Í vandræðum vegna gíslamála

Uppreisnarmenn í Írak hafa nú bæði gísla frá Japan og Ástralíu í haldi sínu en það eru þau tvö lönd sem hvað staðfastlegast hafa staðið við bakið á Bandaríkjastjórn í Írak. Ríkisstjórnir beggja landa eiga í töluverðum pólitískum vandræðum heima fyrir vegna þessa.

Erlent
Fréttamynd

Vantalið í svari utanríkisráðherra

Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópusambandsmálum segir að upplýsingar utanríkisráðherra um samþykkt Evrópusambandsgerða hér á landi séu villandi. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar Sjálfstæðisflokki kom fram að undanfarinn áratug hafi 2527 Evrópusambandsgerðir verið teknar upp í EES samninginn eða aðeins um sex og hálft prósent af heildarfjölda ESB gerða á sama tímabili

Innlent