Fréttir Barði mann með flösku Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur. Innlent 13.10.2005 19:11 Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Innlent 13.10.2005 19:12 Kópavogur 50 ára í dag Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í dag en bærinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli. Hátíðardagskrá verður í Salnum þar sem flutt verða fjölmörg tónlistaratriði, heiðurslistamaður bæjarins verður útnefndur, ræður verða haldnar og kvikmynd sem spannar fimmtíu ára sögu Kópavogs verður sýnd. Innlent 13.10.2005 19:11 Maðurinn fundinn Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann. Innlent 13.10.2005 19:11 Umdeild lagabreyting í Egyptalandi Egypska þingið samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að fleiri en einn fái að bjóða sig fram í forsetakosningum, en hingað til hefur þingið tilnefnt einn mann sem þjóðin hefur svo greitt atkvæði um. Það var Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem lagði til breytingarnar eftir að mjög hafði verið þrýst á hann innan lands sem utan að stuðla að meira lýðræði í landinu, en Mubarak hefur setið á forsetastóli í 24 ár. Erlent 13.10.2005 19:11 Segir FÍB rangtúlka áskorun Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts. Innlent 13.10.2005 19:11 Leiguskip losar um stífluna Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. Innlent 13.10.2005 19:11 Árásum linnir ekki í Bagdad Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. Erlent 13.10.2005 19:11 Vill máli vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. Innlent 13.10.2005 19:11 53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11 Samið um nánara samstarf Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. Erlent 13.10.2005 19:11 Rafsanjani í forsetaframboð Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd. Erlent 13.10.2005 19:11 Hitti aðalandstæðing Pútíns Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns. Erlent 13.10.2005 19:11 Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. Erlent 13.10.2005 19:11 Mikil ásókn í sjúkratryggingakort Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. Innlent 13.10.2005 19:11 Ölvun helsta ástæða endurkrafna Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan. Innlent 13.10.2005 19:11 Flest salmonellusmit í útlöndum 103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. Innlent 13.10.2005 19:11 Takmörk hjá Símanum og Vodafone Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum. Innlent 13.10.2005 19:11 Kvikmyndafræði kennd í HÍ Til stendur að hefja kennslu í kvikmyndafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust og hefur skólinn samið við Samskip um að styðja námið með því að kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein á BA-stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum, eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Háskólanum og Samskipum. Innlent 13.10.2005 19:11 Samskip styrkja Háskóla Íslands Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:11 Skuggagarðar stúdenta Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samning um byggingu nýrra stúdentagarða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúðum. Innlent 13.10.2005 19:11 10 milljarða króna vanskil Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:11 Hafna nýrri flugstöð Höfuðborgarsamtökin hafna áformum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsemina þar í sessi. Innlent 13.10.2005 19:11 Ruglað saman af ásettu ráði Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram. Erlent 13.10.2005 19:11 Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Erlent 13.10.2005 19:11 Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Erlent 13.10.2005 19:11 Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Erlent 13.10.2005 19:11 Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Erlent 13.10.2005 19:11 Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. Innlent 13.10.2005 19:11 Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. Erlent 13.10.2005 19:11 « ‹ ›
Barði mann með flösku Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur. Innlent 13.10.2005 19:11
Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. Innlent 13.10.2005 19:12
Kópavogur 50 ára í dag Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í dag en bærinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli. Hátíðardagskrá verður í Salnum þar sem flutt verða fjölmörg tónlistaratriði, heiðurslistamaður bæjarins verður útnefndur, ræður verða haldnar og kvikmynd sem spannar fimmtíu ára sögu Kópavogs verður sýnd. Innlent 13.10.2005 19:11
Maðurinn fundinn Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann. Innlent 13.10.2005 19:11
Umdeild lagabreyting í Egyptalandi Egypska þingið samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að fleiri en einn fái að bjóða sig fram í forsetakosningum, en hingað til hefur þingið tilnefnt einn mann sem þjóðin hefur svo greitt atkvæði um. Það var Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem lagði til breytingarnar eftir að mjög hafði verið þrýst á hann innan lands sem utan að stuðla að meira lýðræði í landinu, en Mubarak hefur setið á forsetastóli í 24 ár. Erlent 13.10.2005 19:11
Segir FÍB rangtúlka áskorun Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts. Innlent 13.10.2005 19:11
Leiguskip losar um stífluna Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. Innlent 13.10.2005 19:11
Árásum linnir ekki í Bagdad Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. Erlent 13.10.2005 19:11
Vill máli vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundarrétti, verði vísað frá dómi. Innlent 13.10.2005 19:11
53% meðlagsgreiðenda í vanskilum 53 prósent meðlagsgreiðenda eru í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga og skulda samtals yfir 13 milljarða króna í meðlög og dráttarvexti. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 19:11
Samið um nánara samstarf Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. Erlent 13.10.2005 19:11
Rafsanjani í forsetaframboð Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd. Erlent 13.10.2005 19:11
Hitti aðalandstæðing Pútíns Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns. Erlent 13.10.2005 19:11
Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. Erlent 13.10.2005 19:11
Mikil ásókn í sjúkratryggingakort Rúmlega sex þúsund ný evrópsk sjúkratryggingakort voru gefin út dagana 1.- 7. maí hjá Tryggingastofnun en útgáfa þeirra hófst fyrsta dag mánaðarins. Er þetta fimmtungur af áætluðum fjölda á árinu öllu. Evrópska sjúkratryggingakortið leysir af hólmi E-111 vottorðið og veitir korthafa, sem lendir í slysi eða óvæntum veikindum, rétt til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í dvalarlandi á sama verði og heimamenn. Innlent 13.10.2005 19:11
Ölvun helsta ástæða endurkrafna Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan. Innlent 13.10.2005 19:11
Flest salmonellusmit í útlöndum 103 tilkynningar um salmonellusmit bárust til sóttvarnarlæknis á síðasta ári. Meirihluti smitanna tengdist ferðum Íslendinga til útlanda og höfðu flestir smitast á Spáni og Portúgal. Flest smitanna greinast yfir sumarmánuðina í tengslum við sólarlandaferðir. 31 tilfelli eða 30 prósent voru innlend salmonellusmit. Innlent 13.10.2005 19:11
Takmörk hjá Símanum og Vodafone Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum. Innlent 13.10.2005 19:11
Kvikmyndafræði kennd í HÍ Til stendur að hefja kennslu í kvikmyndafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust og hefur skólinn samið við Samskip um að styðja námið með því að kosta stöðu kennara. Til að byrja með verður kvikmyndafræðin 30 eininga aukagrein á BA-stigi en stefnt er að því að byggja upp framhaldsnám í greininni á næstu árum, eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Háskólanum og Samskipum. Innlent 13.10.2005 19:11
Samskip styrkja Háskóla Íslands Samskip og Háskóli Íslands hafa undirritað samstarfssamning um fjármögnun á nýju námi í kvikmyndafræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 19:11
Skuggagarðar stúdenta Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samning um byggingu nýrra stúdentagarða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúðum. Innlent 13.10.2005 19:11
10 milljarða króna vanskil Foreldrar sem greiða meðlög með börnum sínum voru á þrettánda þúsund um síðustu áramót. Meira en helmingur þeirra var þá í vanskilum við Innheimtustofnun sveitarfélaga, liðlega 53 prósent. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmanna á alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 19:11
Hafna nýrri flugstöð Höfuðborgarsamtökin hafna áformum um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsemina þar í sessi. Innlent 13.10.2005 19:11
Ruglað saman af ásettu ráði Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram. Erlent 13.10.2005 19:11
Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Erlent 13.10.2005 19:11
Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Erlent 13.10.2005 19:11
Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Erlent 13.10.2005 19:11
Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Erlent 13.10.2005 19:11
Barðist við 100 kílóa stórlúðu Hundrað kílóa stórlúða kom á land í Bolungarvík í dag. Viðureign sjómanns og fisks stóð í á aðra klukkustund áður en lúðan varð að játa sig sigraða. Innlent 13.10.2005 19:11
Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. Erlent 13.10.2005 19:11