Fréttir Með talsvert magn fíkniefna Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Innlent 13.10.2005 19:40 Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. Innlent 13.10.2005 19:40 Geðlyfjaneysla mest í Köben Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu <em>Politiken</em>. Erlent 13.10.2005 19:40 Fleiri ákærðir vegna árása 28 ára gamall Lundúnarbúi hefur verið ákærður vegna tengsla við misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni þann 21. júlí. Honum er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um Hussain Osman sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp neðanjarðarlest í vesturhluta Lundúna. Osman var handtekinn á Ítalíu eftir að hafa flúið frá Englandi og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. ágúst. Erlent 13.10.2005 19:40 Vísa tíu meintum öfgamönnum burt Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana. Erlent 13.10.2005 19:40 Tafir á Heathrow vegna verkfalls Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning. Erlent 13.10.2005 19:40 Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Erlent 13.10.2005 19:40 Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." Innlent 13.10.2005 19:40 Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40 Minni útleiga leiði til betri hags Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast. Innlent 13.10.2005 19:40 Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. Innlent 13.10.2005 19:40 Fresta aftur för könnunarfars Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað. Erlent 13.10.2005 19:40 Íhuga málsókn vegna byggðakvóta Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt. Innlent 13.10.2005 19:40 Aðeins kröfur en ekki hótanir Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum. Erlent 13.10.2005 19:40 Mannskætt umferðarslys í Mexíkó Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg. Erlent 13.10.2005 19:40 Blöskrar meðferð á landi Umhverfisverndarsinnum blöskrar meðferð aðstandenda kvikmyndarinnar <em>Flags of Our Fathers</em> á landsvæðinu í Sandvík þar sem tökur fara nú fram. Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti meðal annars sjá sviðinn gróður eftir eldvörpur á mjög stóru svæði. Innlent 13.10.2005 19:40 Sagðir ógnun við öryggi landsins Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir. Erlent 13.10.2005 19:40 Skorað á Írana Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. Erlent 13.10.2005 19:40 Líst ekki á stöðuna "Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum." Innlent 13.10.2005 19:40 Fluttur slasaður til Reykjavíkur Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:40 Deilt um byggðakvóta "Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:40 Tímenningum verður vísað úr landi Tíu útlendingar sem sagðir eru ógna öryggi breska ríkisins voru í morgun handteknir í Bretlandi. Þeim verður vísað úr landi en mannréttindasamtök fordæma það. Erlent 13.10.2005 19:40 Enn á gjörgæsludeild eftir slys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:40 Ekki bjartsýnn á R-listaframboð Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur. Innlent 13.10.2005 19:40 Ófyrirséð vandamál við borun Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var og hafa ófyrirséð vandamál verið meiri en reiknað var með. Innlent 13.10.2005 19:40 Verðbólguaukning mikið áhyggjuefni ASÍ segir á fréttavef sínum að sú mikla verðbólguaukning sem orðið hafi að undanförnu séu slæm tíðindi fyrir þá sem láta sig stöðugleika varða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21 prósent á milli júlí og ágúst. Niðurstaðan þykir koma nokkuð á óvart þar sem opinberar spár um vísitöluna lágu á bilinu -0,2 prósent til 0 prósent. Innlent 13.10.2005 19:40 Jörð skelfur á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á vestanverðu Torfajökulssvæðinu rétt eftir klukkan níu í morgun og fannst hann í Landmannalaugum. Í kjölfar hans fylgdi annar minni um klukkan hálftíu, en hann var einn á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkri skjálftar hafi mælst á svæðinu á undaförnum vikum. Innlent 13.10.2005 19:40 250 lán veitt til listaverkakaupa Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:40 Óttast frekari olíuverðshækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum. Erlent 13.10.2005 19:39 Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. Innlent 13.10.2005 19:39 « ‹ ›
Með talsvert magn fíkniefna Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Innlent 13.10.2005 19:40
Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. Innlent 13.10.2005 19:40
Geðlyfjaneysla mest í Köben Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu <em>Politiken</em>. Erlent 13.10.2005 19:40
Fleiri ákærðir vegna árása 28 ára gamall Lundúnarbúi hefur verið ákærður vegna tengsla við misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni þann 21. júlí. Honum er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um Hussain Osman sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp neðanjarðarlest í vesturhluta Lundúna. Osman var handtekinn á Ítalíu eftir að hafa flúið frá Englandi og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. ágúst. Erlent 13.10.2005 19:40
Vísa tíu meintum öfgamönnum burt Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana. Erlent 13.10.2005 19:40
Tafir á Heathrow vegna verkfalls Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning. Erlent 13.10.2005 19:40
Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Erlent 13.10.2005 19:40
Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." Innlent 13.10.2005 19:40
Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40
Minni útleiga leiði til betri hags Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast. Innlent 13.10.2005 19:40
Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. Innlent 13.10.2005 19:40
Fresta aftur för könnunarfars Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað. Erlent 13.10.2005 19:40
Íhuga málsókn vegna byggðakvóta Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt. Innlent 13.10.2005 19:40
Aðeins kröfur en ekki hótanir Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum. Erlent 13.10.2005 19:40
Mannskætt umferðarslys í Mexíkó Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg. Erlent 13.10.2005 19:40
Blöskrar meðferð á landi Umhverfisverndarsinnum blöskrar meðferð aðstandenda kvikmyndarinnar <em>Flags of Our Fathers</em> á landsvæðinu í Sandvík þar sem tökur fara nú fram. Í fréttum Stöðvar 2 í gær mátti meðal annars sjá sviðinn gróður eftir eldvörpur á mjög stóru svæði. Innlent 13.10.2005 19:40
Sagðir ógnun við öryggi landsins Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir. Erlent 13.10.2005 19:40
Skorað á Írana Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. Erlent 13.10.2005 19:40
Líst ekki á stöðuna "Mér líst ekki vel á stöðunna eins og er en ekki er öll nótt úti enn," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar um strand R-lista viðræðna. "Það á eftir að ræða stöðuna á félagsfundum á næstu dögum." Innlent 13.10.2005 19:40
Fluttur slasaður til Reykjavíkur Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:40
Deilt um byggðakvóta "Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:40
Tímenningum verður vísað úr landi Tíu útlendingar sem sagðir eru ógna öryggi breska ríkisins voru í morgun handteknir í Bretlandi. Þeim verður vísað úr landi en mannréttindasamtök fordæma það. Erlent 13.10.2005 19:40
Enn á gjörgæsludeild eftir slys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:40
Ekki bjartsýnn á R-listaframboð Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur. Innlent 13.10.2005 19:40
Ófyrirséð vandamál við borun Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var og hafa ófyrirséð vandamál verið meiri en reiknað var með. Innlent 13.10.2005 19:40
Verðbólguaukning mikið áhyggjuefni ASÍ segir á fréttavef sínum að sú mikla verðbólguaukning sem orðið hafi að undanförnu séu slæm tíðindi fyrir þá sem láta sig stöðugleika varða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21 prósent á milli júlí og ágúst. Niðurstaðan þykir koma nokkuð á óvart þar sem opinberar spár um vísitöluna lágu á bilinu -0,2 prósent til 0 prósent. Innlent 13.10.2005 19:40
Jörð skelfur á Torfajökulssvæðinu Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á vestanverðu Torfajökulssvæðinu rétt eftir klukkan níu í morgun og fannst hann í Landmannalaugum. Í kjölfar hans fylgdi annar minni um klukkan hálftíu, en hann var einn á Richter. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkri skjálftar hafi mælst á svæðinu á undaförnum vikum. Innlent 13.10.2005 19:40
250 lán veitt til listaverkakaupa Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:40
Óttast frekari olíuverðshækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum. Erlent 13.10.2005 19:39
Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. Innlent 13.10.2005 19:39