Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­bankinn varar við á­formum um ríkis­lausn í greiðslu­miðlun

Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað.

Taprekstur kísilversins á Bakka versnaði milli ára

Taprekstur kísilvers PCC á Bakka jókst verulega milli ára þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hefðu meira en tvöfaldast. Stjórnendateymið hefur nú þegar hrint í framkvæmd rekstraráætlun sem miðar að því að bæta reksturinn.

Þrettán fjárfestar draga Gamma fyrir dóm vegna meintra blekkinga

Hópur þrettán fjárfesta, þar á meðal Stefnir, Lífsverk og fjárfestingafélagið Gnitanes, hefur höfðað mál á hendur Gamma Capital Management, dótturfélags Kviku banka, vegna þess hvernig staðið var að rekstri sjóðsins GAMMA:ANGLIA, sem fjárfesti í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Fjárfestahópurinn segir Gamma meðal annars hafa blekkt fjárfesta með því að upplýsa ekki um að sjóðurinn hafi verið vanfjármagnaður frá upphafi, fjárfest langt um efni fram og handstýrt gengi hlutdeildarskírteina.

Ríkur vilji meðal hluthafa að koma kaupaukum á fót

Kaupaukakerfið sem fasteignafélagið Kaldalón hefur komið á fót er í samræmi við „ríkan vilja“ hluthafa eins og kom fram á síðasta aðalfundi félagsins. Þetta segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, í samtali við Innherja.

Spá 50 punkta vaxta­hækkun vegna stöðunnar á vinnu­markaði

Þrátt fyrir það að árstaktur verðbólgunnar hafi lækkað þrjá mánuði í röð er líklegasta niðurstaðan á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að nefndin hækki vexti um 50 punkta. Þetta er mat skuldabréfamiðlunar Arion banka sem bendir á að Seðlabankinn geti ekki horfti fram hjá því að vinnumarkaðurinn er enn á „yfirsnúningi“.

Fjarskiptafélögin „hressilega ofseld“ upp á síðkastið

Fjarskiptafélögin Síminn og Sýn hafa ekki notið sanngirni á hlutabréfamarkaði að mati Jakobsson Capital en greiningarfyrirtækið telur að lækkanir á verði bréfanna hafi verið umfram tilefni. Þetta kemur fram í nýbirtu hlutabréfayfirliti fyrir júlí.

Stærsti hluthafi Eikar tekur já­kvætt í við­ræður um sam­runa við Reiti

Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð. 

Actavis greiðir út 75 milljarða króna í formi arðs

Stjórn Actavis Group PTC hefur lagt til að 500 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna, verði greiddar í formi arðs en endanlegur eigandi félagsins er Teva Pharmaceuticals, stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.