Sveinn Arnarsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn

Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni.

Raforkutruflanir hér á landi kosta um 1,5 milljarða á ári

Samráðshópur um truflanir í raforkukerfinu metur kostnað fyrirtækja á landinu öllu vera um einn og hálfan milljarð króna á ári vegna bilana. Afhendingaröryggi orku á Vestfjörðum er ekki nægjanlega gott og tíðar bilanir eru í kerfinu.

Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikil­vægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki.

Áfengisgjaldið þungur baggi fyrir lítil frumkvöðlabrugghús

Brugghúsið Lady Brew­ery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds.

Vildu sér verðskrá fyrir aðkomufólk á Akureyri

Bæjarlögmaður Akureyrar segir brot á lögum að bjóða heimamönnum sérkjör sem aðrir fá ekki. Vestmannaeyjar og Árborg bjóða íbúum þó slík kjör. Íbúar í Vestmannaeyjum greiða þessi mannvirki með skattpeningum segir bæjarstjóri.

Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði segja Möndlumjólk villandi heiti á vörutegund. Neytendastofa tekur undir kvörtun SAM og beinir til verslana að laga hillumerkingar. Maður mjólkar ekki möndlur, segir framkvæmdastjóri SAM.

Sjá meira