Blaðamaður

Sveinn Arnarsson

Sveinn er blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur aðsetur á Akureyri.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þjóðarsjóður leggst misvel í þingmenn

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, telur frumvarp um Þjóðarsjóð illa ígrundað. Óvarlegt sé að láta einkaaðila sýsla með sjóðinn. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að lágmarka kostnað ríkisins.

Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi

Stjórn félags kvenpresta skoraði á fulltrúa á héraðsfundi að standa upp og ganga út ef fyrrverandi sóknarprestur í Grensáskirkju myndi mæta. Hann hefur verið sakaður um áreitni í garð kvenna. Sr. Ólafur mætti ekki á fundinn.

Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga

Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann.

Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sakaðir um lygar og ósannindi í bæjarstjórn Árborgar. Sökuðu þeir bæjarfulltrúa um lóðabrask. Meirihlutinn vill skoða hvort ummælin stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglur segja til um að bæjarfulltrúar skuli sýna störfum annarra virðingu.

Segja bandarískar hersveitir enga ógn

Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran.

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Flott maíveður verður í vikunni

Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, munu skilin sem eru nú á leið yfir landið reka kalda loftið endanlega á brott.

Spara tíu milljónir

Landspítali varði um 4,6 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum í fyrra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar á þingi.

Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum

Háþróaður búnaður Vaðlaheiðarganga sem les af númeraplötum bifreiða á í vandræðum með að lesa af gömlum svörtum númeraplötum. Ekki loku fyrir það skotið að slíkir bílar fari í gegn án þess að vera rukkaðir fyrir ferðina.

Sjá meira