Blaðamaður

Sveinn Arnarsson

Sveinn er blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur aðsetur á Akureyri.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag

Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf.

Smjörbirgðir ekki verið meiri í þrjú ár

MS á nú um 650 tonn af smjöri. Áætlanir uppi um að flytja allt að þrjú hundruð tonn til útlanda á þessu ári til að ná jafnvægi á markaði hér innanlands. Framleiðslustýring mikilvæg í þessu árferði að mati forsvarsmanns kúabæn

Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax

Óháðir vísindamenn á vegum norskra yfirvalda segja laxeldi við strendur Noregs stærstu manngerðu ógnina við villtan lax. Formaður Landssambands veiðifélaga segir sama gilda hér. Forsvarsmaður laxeldis hér segir norskt og íslenskt laxeldi ósambærilegt.

Mikil andstaða við þvinganir

Andstaða við sameiningaráform Sigurðar Inga Jóhannssonar er mikil innan lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Oddviti Skorradalshrepps segir stóru sveitarfélögin alls ekki betur rekin en þau minni.  

Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar

Ef tillaga sveitarstjórnarráðherra um sameiningarstyrki til sveitarfélaga gengur eftir gæti orðið til væn gulrót. Markmiðið er að fækka sveitarfélögum og efla þau í að sinna skyldum sínum. Árneshreppur, 40 manna sveitarfélag, fengi 109 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í pottinum eru um 19 milljarðar.

Ætla að framleiða olíu úr sláturfitu í Eyjafirði

Hugmyndir um aukna sjálfbærni í Eyjafirði eru langt komnar. Hægt að framleiða um eina milljón lítra af lífdísil úr lífrænum úrgangi sem fellur til á svæðinu og minnka þannig losun um sem nemur akstri eitt þúsund heimilisbíla.

Fleiri í farbann

Á síðasta ári voru kveðnir upp 214 farbannsúrskurðir hjá héraðsdómstólum landsins.

Sjá meira