Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 08:45 Virkjun HS Orku í Svartsengi. Fréttablaðið/Ernir Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni. Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að. „Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra. Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partners. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni. Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að. „Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra. Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partners.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Væringar hjá HS Orku Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku. 30. ágúst 2019 06:30