Viðskipti innlent

Breytingar í stjórn og framkvæmdastjórn HS Orku

Sveinn Arnarsson skrifar
Virkjun HS Orku í Svartsengi.
Virkjun HS Orku í Svartsengi. Fréttablaðið/Ernir
Miklar breytingar hafa orðið á yfirstjórn HS Orku en félagið tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um starfslok Ásgeirs Margeirssonar forstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Reynir Jóhannsson, fjármálastjóri félagsins, einnig láta af störfum.Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórninni en heimildir blaðsins herma að Gylfi Árnason, sem nýverið var skipaður stjórnarformaður, hafi sagt sig úr stjórninni í lok síðustu viku ásamt Önnu Skúladóttur. Í stað þeirra koma Bjarni Þórður Bjarnason og Ingunn Agnes Kro og hefur Bjarni Þórður verið skipaður stjórnarformaður. Þau voru áður varamenn í stjórninni.Ásgeir segir að starfslok hans tengist nýjum áherslum eigenda HS Orku og hafi ekkert með málefni Hvalárvirkjunar að gera. Miklar deilur hafa staðið um framkvæmdina sem VesturVerk, dótturfélag HS Orku, vinnur að.„Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, fram undan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi,“ segir Ásgeir. Hann mun gegna starfinu áfram á meðan leitað er að nýjum framkvæmdastjóra.Jarðvarmi, sem er samlagshlutafélag í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á helmingshlut í HS Orku á móti félaginu Magma Energy Sweden. Sá hlutur er í stýringu hjá breska sjóðastýringarfélaginu Ancala Partn­ers.


Tengdar fréttir

Væringar hjá HS Orku

Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.